Aðalskipulag Árneshrepps samþykkt.
Aðalskipulags Árneshrepps 2005-2025.
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu Árneshrepps 9. mars til 6. apríl sl. Athugasemdafrestur rann út þann 27. apríl og bárust um 14 athugasemdir frá 4 aðilum.
Hreppsnefnd hefur afgreitt athugasemdir og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Gerðar voru nokkrar minni háttar breytingar á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsráðgjafa Árneshrepps (bbjorns@centrum.is) og á skrifstofu Árneshrepps, arneshreppur@simnet.is.
Oddný S. Þórðardótti
Oddviti Árneshrepps.
Þetta mun liggja frammi hér á vefnum hér vinstra megin undir Aðalskipulag II,ásamt Aðalskipulag 2005-2025,eitthvað fram á næsta ár.