Íshrafl á fjörum.
Það er eins og einn lítil hafísjaki hafi komið inn í gærkvöld eða í nótt og splundrast við svonefnd Hjallsker hér í minni víkurinnar.
Þetta sást í birtingu í morgun.
Það er eins og einn lítil hafísjaki hafi komið inn í gærkvöld eða í nótt og splundrast við svonefnd Hjallsker hér í minni víkurinnar.
Þetta sást í birtingu í morgun.
Á ratsjármynd frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands frá því kl. 23:45 í gærkvöldi þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hefur merkt inn jaðar íssins,sést að ísinn er ekkert í líkingu við það sem verið hefur undanfarið.;Það virðist vera íshrafl í ca 5 sjómílna fjarlægð frá Kögri og Hælavíkurbjargi en ísinn er orðinn mjög gisinn og bráðnar vonandi fljótt.Það er orðið alllangt í meginísinn á Grænlandssundi.Eitthvað af jökum gæti verið talsvert nálægt landi á norðanverðum Ströndum og skip ættu að fara mjög varlega næstu daga því það er mjög erfitt að sjá litla jaka og gisinn ís á ratsjármyndum þegar öldurót er svo mikið eins og er nú.
Það geta fundist hafísjakar og borgarís utan við línuna sem teiknuð er á myndina, en það voru amk engin sýnileg merki á ratsjármyndinni um ís utan hennar,segir Ingibjörg með útskýringu með myndinni;
Í morgun klukkan sex var strax orðið hvasst hér í Árneshreppi,enn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var þá gefin upp norðan 18 m/s í jafnavind og 20 m/s í mesta vind eða kviðu,svipað var klukkan níu í morgun.
Enn á hádegi hafði bætt í vind og var þá Norðan 21 m/s í jafnavind og mesti vindur var þá 25 m/s.
Nú um miðjan dag bætir enn í vind og talsverð snjókoma en él voru fyrst í morgun.
Veðrið var þannig klukkan þrjú í dag í Litlu-Ávík sýndu mælar Norðan 25 m/s og í mesta vind voru 31 m/s.
Á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli klukkan þrjú var Norðan 23 m/s og mesti vindur fór í 29 m/s.Vindur fer því í gömul 11 vindstig á báðum stöðum.
Rafmagn hefur haldist inni en vart hefur verið við blikk.
Rafmagn fór svo af nú í smá tíma þegar fréttamaður ætlaði að fara að setja frétt inná síðuna um óveðrið.
Ískönnun TF GNÁ.
Komið í íshrafl og smá jaka á stað 66°25,5N 023°43,7V, að ísspöng með þéttleika 4-5/10 á stað 66°33,7N 023°57,4V. Fylgt spönginni til suðvesturs á stað 66°25,8N 025°04,9V, þaðan liggur ísspöngin í 240° réttvísandi. Austan við þessa punkta eru stakir jakar og íshrafl en norðan og vestan við þéttist ísinn mjög.
Kort sem fylgir þessari tilkynningu frá LHG má sjá á vef Hafísdeildar Veðurstofunnar.
Hér er einnig hitamynd frá Jarðvísindastofnun Háskólans frá í dag,samkvæmt henni eru um 10 sjómílur í hafís NV af Straumnesi.
Einnig er mjög mikið um nýmyndun á ís í kalda sjónum.
Sjófarendur eru beðnir að sigla með varúð fyrir Horn.Nú er spáð vaxandi Norðanátt og ísinn getur því færst hratt nær landi.
Alls sóttu 10 einstaklingar um nýja stöðu félagsmálastjóra fyrir Árneshrepp-Strandabyggð og Reykhólahrepp, 7 konur og 3 karlar. Þá bárust 6 umsóknir um nýja stöðu tómstundafulltrúa Strandabyggðar en 3 konur og 3 karlar sóttu um starfið. Verið er að vinna úr umsóknum og stefnt er að því að ganga frá ráðningum fyrir jól.
Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru þessa dagana að kortleggja þekkingu á Vestfjörðum. Í samfélaginu er fjöldi fólks með margvíslega þekkingu og kunnáttu sem það gæti haft áhuga á að koma á framfæri til að geta mögulega skapað sér aukin tækifæri með þeirri þekkingu.
Auðvelt er að finna fyrirtæki og stofnanir og skrá starfssemi þeirra en erfiðara er að kunna skil á allri þeirri þekkingu sem finna má hjá einstaklingum á svæðinu. Því er óskað liðsinnis við þessa vinnu.
Ef þú býrð yfir þekkingu sem þú vilt koma á skrá svo sem kunnáttu í handverki, hönnun, tungumálum, markaðsþekkingu, margmiðlun, tæknikunnáttu, þekking á internetinu, verkþekkingu og margt, margt fleira, hafið þá samband við Ásgerði Þorleifsdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í síma 450-3053, netfang: asgerdur@atvest.is eða Sigríði Ó. Kristjánsdóttur hjá Impru í síma 522-9462, netfang: sirry@nmi.is.
Búist er við að hafísinn kunni að færast nær landi þegar vindur snýst í sterka norðvestanátt í dag og síðan í norðanátt.
Segir á vef Landhelgisgæslu.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Nýlega var settur upp umferðargreinir í Bolungarvíkurgöngunum þar sem fram kemur að hraðakstur í göngunum er verulegur og sá sem hraðast ók þar, var mældur á 137 km/klst. Það er ekki spurning að þarna er ökumaður að stofna sér og öðrum vegfarendum stórhættu. Lögregla vill því beina þeim tilmælum til ökumanna að fara eftir þeim reglum sem þar gilda,sem og annarsstaðar. Hámarkshraði í Bolungarvíkurgöngunum er 70 km/klst.Lögregla mun auka verulega eftirlit með hraðakstri á svæðinu.
Þrátt fyrir mikið eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri af hálfu lögreglu var enginn af þeim sem afskipti voru höfð af, kærðir.
Enn og aftur hafði lögregla afskipti af ökumanni þar sem hann hafði fest bifreið á nýja skíðasvæðinu, núna neðst við skíðalyftu á barnasvæðinu.Lögregla vill árétta það að akstur bifreiða á þessu svæði er með öllu óheimill og biður lögregla um að þetta sé virt. Þetta flokkast sem utanvegaakstur.
Skemmtanahald fór vel fram um helgina þrátt fyrir fjölmenni á skemmtistöðum.
Lögregla vill benda á að á aðventunni er lögregla með stíft eftirlit með ökumönnum, þar sem fylgst er með ölvunarakstri. Þá vill lögregla hvetja gangandi vegfarendur til þess að nota endurskynsmerki,talsvert hefur borið á að gangandi vegfarendur sem nota þau ekki og þar af leiðandi sjást illa í umferðinni.
Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í dag. Næst landi var meginísinn á eftirfarandi stöðum eins og sjá má á myndinni hér til hægri.
53 sjml VNV af Grímsey.
32 sjml NNV af Skagatá.
32 sjml ANA af Hornbjargi
25 sjml norður af Hornbjargi.
20 sjml VNV af Straumnesi
30 sjml VNV af Barða.