Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22.til 29. nóv. 2010.

Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt í síðustu viku.
Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt í síðustu viku.
Í vikunni sem var  að líða sinnti lögregla venjubundu eftirliti, ásamt því að fara í eftirlit með þyrlu landhelgisgæslunnar s.l. laugardag.  Flogið var yfir þekkt veiðisvæði í umdæminu. Fáir veiðimenn voru að ferðinni.  Rætt var við einn veiðimann á fjöllum og var hann með réttindi og annað í lagi.     

Þá var rætt við ökumenn vegna ljósabúnaðar og nokkrir aðilar boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar. Að öðru leiti var umferð með rólegra móti og engin umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Skemmtanahald fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í yfirliti lögreglu á Vestfjörðum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. nóvember 2010

Ríkisstyrkir falli niður.

Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni við eina flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni við eina flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Það kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að Flugfélaginu Erni hefur verið tilkynnt að ríkisstyrkur vegna flugs félagsins til Sauðárkróks falli niður um áramót. Gangi það eftir segir framkvæmdastjóri félagsins að flugi þangað verði sjálfhætt. og jafnframt myndi félagið hætta áætlunarflugi til Bíldudals og Gjögurs. 

Flugfélagið Ernir flýgur áætlunarflug til fimm staða - Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja. Allar hafa þessar flugleiðir verið ríkisstyrktar nema Vestmannaeyjar. Vegagerðin hefur nú tilkynnt Flugfélaginu Erni að frá og með áramótum hætti ríkið stuðningi við flug félagsins til Sauðárkróks, enda hafi ríkisstuðningur á þeirri leið ekki síst verið til þess að tryggja betur samgöngur við Siglufjörð. Með opnun Héðinsfjarðarganga séu forsendur breyttar.

Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis, sagði í viðtali við Rúv, að verði ríkisstyrk vegna Sauðárkróksflugsins hætt um áramót hætti félagið flugi þangað. Allt útlit sé til að svo verði.

Leggist Sauðárkróksflugið af sagði Hörður ennfremur að forsendubrestur yrði í rekstrinum og óhjákvæmilegt yrði að hætta einnig flugi á áfangastaði félagsins á Vestfjörðum. Þá yrði það Bíldudalur, Gjögur og Sauðárkrókur sem myndu detta út.

Flugfélagið Ernir á nú í viðræðum við samgönguráðuneytið um málið.
Fréttin á Rúv.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. nóvember 2010

Kosningar til Stjórnlagaþings.

Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kjörstaður í Árneshreppi vegna kosninga til stjórnlagaþings á morgun 27.nóvember 2010 verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík og verður opnaður klukkan 10:00.

Á kjörskrá eru alls 44 sem skiptast eftir kynjum svo,karlar 26 og konur eru 18,sem hafa kosningarétt í Árneshreppi vegna stjórnlagaþings.

Einum fleira er á kjörskrá nú en í síðustu kosningum,það er sveitarstjórnarkosningum 29.maí 2010.

Kjörskrá Árneshrepps liggur fyrir á hreppsskrifstofu sveitarfélagsins til kjördags.

Formaður kjörstjórnar er Ingólfur Benidiktsson í Árnesi II.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. nóvember 2010

Strandafrakt sækir ull.

Flutningabíll Strandafraktar.
Flutningabíll Strandafraktar.
1 af 2
Nú í dag kom Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt að sækja ull til bænda.

Ullin kemst ekki í einni ferð og var tekin ull hjá bændum sem voru búnir að flokka ullina.

Restin af ullinni verður sótt til bænda þegar hún er tilbúin,og þegar veður og færð leyfir,nokkrir bændur eiga eftir að rýja ennþá

Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.

Eins og fram hefur komið hér á vefnum hækkaði verð til bænda fyrir ullina um tæp 9 prósent á milli ára.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. nóvember 2010

Félag Árneshreppsbúa:Aðalfundur.

Frá Gjögri.Myndasafn.
Frá Gjögri.Myndasafn.
Aðalfundur Félags Árneshrepps verður haldinn sunnudaginn 28.nóvember 2010.

Fundurinn verður haldinn í Akoges-salnum í Lágmúla 4 Reykjavík.

Dagskráin er þessi:

1.Venjuleg aðalfundarstörf.

2.Önnur mál.

Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar verðið er 2000 kr.

Að venju verður myndasýning á meðan á kaffiveitingum stendur.

Félagið fagnaði 70 ára afmæli á árinu.

Formaður Félags Árneshreppsbúa er Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri.

Félag Árneshreppsbúa er á Facebook og er slóðin þessi:

http://www.facebook.com/profile.php?id=100000365859044&ref=profile#!/pages/Felag-Arneshreppsbua/332432259816

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. nóvember 2010

Umsóknarfrestur að renna út.

Umsóknarfrestur hvatningarverð- launanna rennur út þann 3. desember næstkomandi
Umsóknarfrestur hvatningarverð- launanna rennur út þann 3. desember næstkomandi
Þann 3. desember næstkomandi rennur út umsóknarfrestur um hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu. Með það að markmiði að stuðla að áframhaldandi þróun greinarinnar ákvað iðnaðarráðherra að veita tvenn verðlaun til  fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða þau veitt í desember næstkomandi. Verðlaunin verða veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka fyrir erlenda ferðamenn.
Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Og á vef Ferðamálastofu hér.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. nóvember 2010

Skýrsla um sjávartengda ferðaþjónusta á Vestfjörðum.

Af forsíðu skýrslunnar.
Af forsíðu skýrslunnar.
Fréttatilkynning:
Rannsókna og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum hefur birt skýrsluna
Sjávartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum 2010 sem unnin var í sumar fyrir Rannsókna- og nýsköpunarsjóð Vestur-Barðastrandasýslu. Í samantekt skýrslunnar segir:
Flestir þeir ferðaþjónar er tóku þátt í könnuninni eru að nýta haf og strandsvæði á einhvern hátt í sínum rekstri. Þá töldu flestir að það væru ónýtt tækifæri í nýtingu haf- og strandsvæða til ferðaþjónustu á Vestfjörðum og að leggja ætti meiri áherslu á haf- og strandtengda ímynd þegar kemur að markaðssetningu Vestfjarða sem ferðamannastaðar. Það er því athyglivert að einungis 65% af ferðaþjónum nefndu einhver orð tengd hafi og strönd þegar beðnir að nefna orð sem þeir telja að tengist ímynd Vestfjarða sem ferðamannastaðar og einungis um 25% af heildafjölda nefndra orða mátti tengja haf og strandsvæðum. Mikið fleiri telja helstu ferðamanna segla Vestfjarða vera tengda haf og strönd en hér nefna allir einhver orð sem tengjast þeim svæðum og nær 60% heildarfjölda nefndra orða tengjast haf og strandsvæðum. Þeir ferðaseglar sem eru nefndir endurspegla líklega staði og svæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna í dag. Það virðist því vera ákveðið misræmi á milli bæði núverandi nýtingar og framtíðarsýnar ferðaþjóna og þeirrar ímyndar sem ferðaþjónar telja Vestfirði sem ferðamannastað hafa.
Skýrsluna í heild sinni er hægt að sjá á www.vestfirskferdamal.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15. til 22. nóvember 2010.

Enginn var tekin fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku,og fagnar lögregla því.
Enginn var tekin fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku,og fagnar lögregla því.

Umferðaróhapp varð í Skötufirði að kveldi 16. nóvember sl. Engin slys urðu og tjónið ekki alvarlegt, aðallega hliðarspeglar og tilheyrandi en tvær vörubifreiðar strukust saman er þær mættust.

Tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp urðu í vikunni, annað á Ísafirði en hitt á Ströndum, rétt sunnan Hólmavíkur. Engin meiðsl urðu í þessum óhöppum.

Unnin voru skemmdarverk á Audi bifreið sem stóð mannlaus á bifreiðastæði við Stigahlíð 2 í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 20. nóvember sl. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um verknaðinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 450 3730.

Kl.10:38 þann 18. nóv sl. var tilkynnt um vinnuslys verkamanns er var við vinnu við sjóflóðavarnagarðinn í Bolungarvík. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Ljósabúnaður hafði fallið á aðilann sem handleggsbrotnað.

Síðdegis laugardaginn 20. nóvember brann reykkofi og áföst vélaskemma á bæ einum í Bæjarhreppi á Ströndum.  Eldsupptökin eru rakin til reykkofans en eldur mun hafa læst sig í veggjum kofans með ofangreindum afleiðingum.

Umferðarhraði í umdæminu virðist hafa verið innan hámarkshraða því enginn var kærður fyrir of hraðan akstur í liðinni viku. Er það vel.

Lögreglan hefur haft eftirlit með rjúpnaveiði og mun halda því áfram. Veiðimenn eru hvattir til að fara að settum lögum og reglum.

Þá vill lögreglan hvetja foreldra barna og ungmenna til að framfylgja útivistarreglum. Í því sambandi er minnt á að börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl.20:00 og börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl.22:00.  Þetta á þó ekki við ef börn eru á heimleið af viðurkenndri íþrótta-, æskulýðs- eða skólaskemmtun, eða í för með forráðamönnum. Aldur miðast við fæðingaár.
Segir í yfirlti frá lögreglunni fyrir síðustu viku.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010

Bændafundur á Sævangi.

Fundur Bændasamtakanna fyrir Strandir verður í Sævangi á miðvikudaginn 24 nóvember.
Fundur Bændasamtakanna fyrir Strandir verður í Sævangi á miðvikudaginn 24 nóvember.
Almennir haustfundir Bændasamtakanna hófust í dag mánudaginn 22. nóvember, og standa þeir til 6. desember. Alls verða fundirnir 16 talsins og verða þeir haldnir um allt land. Á fundunum verða m.a. rædd þau tækifæri sem landbúnaðurinn hefur til þess að efla þjóðarhag og hvar sóknarfæri liggja.
Nýgerður búnaðarlagasamningur verður til umfjöllunar og spurt verður hvernig unnt er að verja kjör bænda í erfiðu efnahagsástandi. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, segir í leiðara í nýju Bændablaði að meginerindi á bændafundum sé að heyra hvernig félagsmenn BÍ vilji beita sínum samtökum. Hann hvetur jafnframt alla bændur til að mæta því á bændafundum gefist kostur á að láta í sér heyra og hlusta á aðra.
Fundurinn fyrir Strandasýslu verður í félagsheimilinu Sævangi miðvikudaginn 24 nóvember og hefst kl:20:30.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010

Fljúgandi hálka á vegum.

Veghefill við snjómokstur.Myndasafn.
Veghefill við snjómokstur.Myndasafn.
Vegagerðin á Hólmavík tók þá ákvörðun að opna veginn norður í Árneshrepp í dag í stað þess á morgun.

Að sögn Vegagerðarinnar á Hólmavík var þessi ákvörðun tekin því veðurspá er sæmileg fram í tíman enda búið að vera ófært og eða þungfært síðan mokað var síðasta þriðjudag.

Gífurleg hálka er á vegum bæði hér innansveitar og á leiðinni til Bjarnarfjarðar.

Svellbunkar eru víða eins og tildæmis á Kjörvogshlíðinni og norður til Norðurfjarðar,á milli Stóru og Litlu kleyfa og í Urðunum sjálfum og einnig í Hvalvík fyrir norðan Árnesstapa.

Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í þessari miklu hálku,sem hefur myndast í þessum umhleypingum undanfarið.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
Vefumsjón