Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. desember 2010
Prenta
Hafís 21,7 sml norður af Horni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í dag í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði. Kom þyrlan að ísrönd sem liggur milli Íslands og Grænlands til austurs. Kemur ísröndin næst landi um 21,7 sjómílu norður af Horni, 25,3 sjómílur frá Straumnesi og 43,6 sjómílur frá Barða, þar er hafísinn orðinn samfrosinn og með stórum íshellum sem getað verið hættulegar skipum.
Þar sem ísinn er næst landi, eða 21,7 sml norður af Horni er ísinn nokkuð gisinn og virðist þar hafa átt sér stað talsverð nýmyndun á ís. Fyrir utan Straumnes var ísinn þéttur en þegar komið var að hafís sem staðsettur er 43,6 sml frá Barða var ísbreiðan samfrosinn með stórum íshellum. Sáust þar fimm stórir borgarísjakar sem voru frá 30 metrum og upp í 110 metra á hæð (turn Hallgrímskirkju er 74,5 m) . Ekki er talin stafa mikil hætta af sjálfum borgarísjökunum þar sem þeir sjást vel á ratsjá og voru vel innan við ísröndina. Voru þeir þó nokkuð sprungnir og ekki er talið ólíklegt að brotni úr þeim, gæti þá stafað af þeim hætta.Myndirnar sem fylgja hér með eru teknar af áhöfn TF-GNA.
Þar sem ísinn er næst landi, eða 21,7 sml norður af Horni er ísinn nokkuð gisinn og virðist þar hafa átt sér stað talsverð nýmyndun á ís. Fyrir utan Straumnes var ísinn þéttur en þegar komið var að hafís sem staðsettur er 43,6 sml frá Barða var ísbreiðan samfrosinn með stórum íshellum. Sáust þar fimm stórir borgarísjakar sem voru frá 30 metrum og upp í 110 metra á hæð (turn Hallgrímskirkju er 74,5 m) . Ekki er talin stafa mikil hætta af sjálfum borgarísjökunum þar sem þeir sjást vel á ratsjá og voru vel innan við ísröndina. Voru þeir þó nokkuð sprungnir og ekki er talið ólíklegt að brotni úr þeim, gæti þá stafað af þeim hætta.Myndirnar sem fylgja hér með eru teknar af áhöfn TF-GNA.