Jólamarkaður Strandakúnstar.
Þetta kemur fram á Strandir.is
Meðfylgjandi er hitamynd þar sem Ingibjörg Jónsdóttir Dósent í landfræði hefur sett hafísjaðarinn inná myndina.
Eins og sjá má á hitamyndinni er allstórt nýmyndunarsvæði næst landi.
Myndin var tekin í dag klukkan 13:34.
Um morguninn þann 30 nóvember var ísinn næst landi um 47 sjómílur VNV af Straumnesi samkvæmt Landhelgisgæslunni sem fór í ískönnunarflug þann morgun,og samkvæmt radarmyndum þá.
Þannig að ísinn færist óðum nær landi.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,þótt sæmilegt veður gerði á milli.
Þann 1 til 3 gerði Norðaustan og Norðan hvassviðri og storm með slyddu eða talsverðri snjókomu,og var þetta fyrsta stórviðrið sem af er vetri.
Annað hret gerði dagana 11 til 13 með allhvassri og hvassri Norðaustan og Norðanátt.
Nokkuð úrkomusamt var fram yfir miðjan mánuð,en mun minni úrkoma seinnihluta mánaðar.
Jörð á láglendi fyrst talin alhvít þann 2.
Mikil hálka var í mánuðinum sérlega á vegum og víðar eftir að frysti og þiðnaði á víxl í þessum umhleypingum.
Yfirleitt var sauðfé komið á hús og fulla gjöf uppúr 20 þessa mánaðar.
Dagar eða vikur.
1-4:Norðaustan og Norðan og NV hvassviðri eða stormur,þann 3 fór veður að ganga niður,slydda eða snjókoma,hiti +4 og niðrí -4 stiga frost.
5-6:Norðaustan í fyrstu síðan SV,gola en kaldi eða stinningskaldi þ.6,þurrt í veðri hiti frá -2 stigum uppí +4 stig.
7-10:Norðaustan,stinningsgola eða kaldi og stinningskaldi,rigning,skúrir og síðan él,hiti frá +5 stigum niðrí -3 stig.
11-13:Norðaustan og síðan Norðan,allhvass og hvassviðri með snjókomu,hiti frá 0 stigum niðrí -4 stig.
14-16:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri 15 og 16,frost frá -6 stigum uppí +4 stiga hita.
17-18:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,en komin gola um kvöldið þ.18 slydda eða rigning,hiti 0 til +5 stig.
19-22:Breytilegar vindáttir eða logn,andvari eða kul,aðeins súld um morguninn þ.22,annars þurrt,hiti frá +5 stigum niðrí -2 stig.
23:Norðnorðaustan gola eða stinningsgola,súld um morguninn síðan smá él,hiti frá +3 stigum niðrí -1 stig.
24:Breytileg vindátt andvari eða kul,hiti +2 stig niðrí 2 stiga frost.
25-27:Norðlæg vindátt,kaldi í fyrstu,síðan stinningsgola eða gola,snjóél,en þurrt þ.26,hiti +1 stig niðrí 1 stigs frost.
28-30:Suðvestan og Vestan,stinningsgola kaldi eða stinningskaldi og allhvasst í kviðum,þurrt í veðri,frost frá -5 stigum uppí +7 stiga hita.
Á annan í aðventu, sunnudaginn 5. desember, verða haldnir hátíðlegir jólatónleikar á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Japanski flautuleikarinn Yoko Owada mun flytja jólalög og sígildar perlur við píanóundirleik samlöndu sinnar Naomi Tsukamoto. Á undan tónleikunum er fordrykkur og fjögurra rétta japansk-íslenskur kvöldverður. Aðgangseyrir fyrir fordrykk, mat og tónleika er 5.600 krónur.
Japanski þverflautuleikarinn Yoko Owada kemur alla leiðina frá Japan til að gleðja okkur með hátíðartónum sínum. Yoko Owada er þekkt um allan heim fyrir flautuleik sinn og er hún frumkvöðull á sviði asískrar nútímatónlistar þar sem hún kallar fram framúrstefnulega tóna með tækni sem skapað hefur henni sérstakan sess í heimi flaututónlistar.
Yoko Owada útskrifaðist sem flautuleikari frá tónlistarháskóla í Tokyo, Toho Gakuen University of Music. Hún stundaði nám með heimsþekkta franska flautuleikaranum Jean-Pierre Rampal, við Listaháskólann í París, Conservatoire National de Musique de Paris, þar sem hún útskrifaðist með hæðstu einkunn í flautuleik árið 1977. Eftir það hóf hún nám í tónlistarskólanum í Freiburg, Musik Hochschule, í Þýskalandi undir leiðsögn Aurele Nicolet. Hún hefur unnið til margra alþjóðlegra verðlauna og má þar m.a. nefna sérstök verðlaun fyrir flautuleik í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Búdapest í Ungverjalandi árið 1980 og sama ár hlaut hún fyrstu verðlaun, East and West Artists Audition for Young Performers, í Carnegie Hall.
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, Markaðsstofa Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stóðu fyrir framkvæmd könnunar á ferðamönnum til Vestfjarða sumarið 2010. Framkvæmd könnunarinnar var á þann hátt að Atvinnuþróunarfélagið sá um dreifingu spurningalista og kom henni fyrir á upplýsingamiðstöðum á Hólmavik og Ísafirði, ferðaþjónustufyrirtækinu Borea Adventures, í Breiðafjarðarferjunni Baldri, Kaffi Norðurfirði, Hótel Flókalundi, Hótel Ísafirði og Eddu hótelinu á Ísafirði. Farþegar skemmtiferðaskipa og börn yngri en 18 ára voru ekki með í þessari könnun.
Könnunin er endurtekin frá árinu 2008 og 2009, en þá stóðu sömu aðilar að verkefninu og er samanburð á milli áranna að finna í skýrslu fyrir árið 2010.
Rannsóknin var gerð i þeim tilgangi að fá mynd af nokkrum grundvallaþáttum sem nauðsynlegt er að hafa í huga við skipulag og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og gefa niðurstöðurnar ákveðna mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvernig ferðahegðun þeirra sé, hvaða þjónustu nýta þeir, hver er upplifun þeirra af svæðinu og svo framvegis.
Könnunina má sjá á vef Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Alls greiddu 83.531 atkvæði í kosningum til stjórnlagaþings sem er 35,95% kosningaþátttaka. Um 1100 atkvæði voru ógild. Hér koma upplýsingar um hversu mörg atkvæði þingfulltrúar fengu sem fyrsta val kjósenda.
Hafísinn hefur nálgast.
Samkvæmt radsjármyndum sem teknar voru um hádegið í gær og Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sendi vefnum,hefur ísinn heldur þokast nær landi nú í Vestanáttinni sem var í gær og í fyrradag,og er Vestlægri átt spáð áfram fram á fimmtudag í það minnsta.
Að sögn Ingibjargar er ísinn mjög gisinn næst landi og er um 40 sjómílur í hann NV af Straumnesi.
Þjóðfræðistofa verður með opið hús í Skelinni á Hólmavík þriðjudaginn 30. nóv. milli kl. 18.00 til 20.00. Þema þessa viðburðar er svæðisbundin matarmenning. Henry Fletcher fjallar stuttlega um sitt sérsvið: fæðuöflun í náttúrunni og eru heimamenn hvattir sérstaklega til að koma og kynna sína heimaframleiðslu s.s. sultur, kleinur, lambakjöt, reykta rauðmaga, harðfisk, kæfu og jafnvel jólasmákökur. Á boðstólnum verður m.a. fiskisúpa, heimabakað brauð og kaffi á 1500 kr. Allir eru velkomnir! Frekari upplýsingar veitir Katla Kjartansdóttir í síma 8654463.
Nánar á vef Þjóðfræðistofu.
Þá var rætt við ökumenn vegna ljósabúnaðar og nokkrir aðilar boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar. Að öðru leiti var umferð með rólegra móti og engin umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Skemmtanahald fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í yfirliti lögreglu á Vestfjörðum.