Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Í vikunni voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu,annar við Hólmavík og hinn í Ísafjarðarbæ.Umferð var að öðru leiti með rólegra móti og akstursskilyrði mjög misjöfn, víða hálka.Lögregla hvetur ökumenn til að fara varlega og bendir á að birtutími er mjög stuttur þessa dagana.
Fimmtudaginn 2. des.var tilkynnt til lögreglu um óhapp á þjóðvegi nr. 60 í Arnarfirði, þar hafði ökutæki lent á grjóti sem fallið hafði á veginn.Bifreiðin var óökufær og þurfti að fjarlægja hana af vettvangi með krana.Ekki slys á fólki.Sama dag var tilkynnt um bifreið utanvegna á Steingrímsfjarðarheiði,einhverjar skemmdir á ökutæki.
Föstudaginn 3. des og laugardaginn 4. des urðu tvö minniháttar óhöpp tilkynnt til lögreglu, annað á Ísafirði og hitt á Patreksfirði.Laugardaginn 4. des var tilkynnt um óhapp á Djúpvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ekki slys á fólki og eitthvert tjón á ökutæki og sunnudaginn 5. des var tilkynnt um minniháttar óhapp á Ísafirði,lítið tjón á ökutækjum.
Miðvikudaginn 1.des var tilkynnt til lögreglu að skemmdarverk hefðu verið unnin á gönguskíðasvæðinu á Ísafirði,þar hefði verið ekið á jeppabifreiðum eftir þar til gerðum stígum sem búið er að gera fyrir gönguskíðafólk og var einn jeppi þar fastur, þurfti öflugt tæki til að ná honum upp.
Meira