Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010

Ernir fljúga áfram á Gjögur-Bíldudal og Sauðárkrók.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri Ernis takast í hendur að lokinni undirskrift samningsins.Mynd Vegagerðin.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri Ernis takast í hendur að lokinni undirskrift samningsins.Mynd Vegagerðin.

Nú síðdegis, 9. desember, skrifuðu fulltrúar Vegagerðarinnar og Flugfélagsins Ernis undir samning sem tryggir áframhaldandi flug til Sauðárkróks út næsta ár án styrkja og flug til Bíldudals út árið 2012 og til Gjögurs út árið 2011.

Samningurinn felur í sér nokkra hækkun á styrk til Vestfjarðaflugsins, en Flugfélagið Ernir tekur þó á sig aukna áhættu í fjárhagslegri útkomu á þeim flugleiðum, auk þess að freista þess að halda áfram áætlunarflugi til Sauðárkróks án ríkisstyrks næsta ár.
Sjá nánari fréttatikynningu hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010

Flugi aflýst.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugi á Gjögur hefur nú verið aflýst vegna hvassviðris.

Hvassviðri er nú af Suðvestri og með stormkviðum uppí 23 til 24 m/s enn jafnavind um 17 til 18 m/s.

Athugað verður með flug á morgun til Gjögurs,en spáð er heldur hægari vind á morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010

Styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða.

Frá fyrri styrkúthlutun Menningarráðs.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá fyrri styrkúthlutun Menningarráðs.Mynd Ágúst G Atlason.

Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fer fram í Melrakkasetrinu í Súðavík á laugardaginn kemur, 11. desember og hefst athöfnin kl. 14:00. Verða þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls fá 30 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 70 þúsund til 1 milljón, samtals að upphæð rúmar 13 milljónir. Umsóknir sem teknar voru fyrir að þessu sinni voru 78. Styrkirnir fara til margvíslegra og spennandi verkefna í fjölbreyttum listgreinum og var að venju lögð áhersla á að styrkja verkefni sem fólu í sér nýsköpun eða samvinnu og fjölgun atvinnutækifæra tengd listum og menningu. Ekki er annað að sjá af umsóknum en að vestfirskt menningarlíf sé kröftugt og skapandi eins og verið hefur og sóknarhug og bjartsýni má lesa úr mörgum verkefnalýsingum.

Öllum styrkumsóknum sem bárust hefur verið svarað í tölvupósti á þau netföng sem gefin voru upp í umsóknum. Heildarlisti um styrkt verkefni verður síðan birtur á vef Menningarráðs Vestfjarða og sendur fjölmiðlum eftir athöfnina í Súðavík. Menningarráðið mun auglýsa aftur umsóknum fljótlega á nýju ári.

Athöfnin í Melrakkasetrinu í Súðavík á laugardaginn er öllum opin og þeir sem standa í eldlínunni í menningarstarfi á Vestfjörðum eru sérstaklega boðnir velkomnir, hvort sem þeir hafa fengið styrk að þessu sinni eða ekki.

Í lokin á formlegri athöfn verður boðið upp á veitingar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010

Grásleppuvertíðin 2010 sú besta síðan 1987.

Grásleppubátur vitjar um net.
Grásleppubátur vitjar um net.

Heildarafli á grásleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum.  Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði.  Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, hátt verð á hrognunum og meðalveiði á bát 52 tunnur sem er rúmum fjórðungi meira en á síðustu vertíð.

Alls stunduðu 344 bátar veiðarnar á vertíðinni sem var 65 bátum fleira en 2009 og 115 fleiri en á vertíðinni 2008.

Af einstökum veiðisvæðum var langmest veiði í Breiðafirði 5.480 tunnur eða 30% heildarveiðinnar.  Mestu var landað í Stykkishólmi 2.736 tunnur og næst hæsti löndunarstaðurinn var Brjánslækur með 1.481 tunnu og í þriðja sæti Akranes með 1.347 tunnur.
Frá þessu er sagt á vef Landssambands smábátaeiganda.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010

PFS framlengir rekstrarleyfi Íslandspósts til ársloka 2012.

Íslandspóstur hefur rekstrarleyfi út árið 2012.
Íslandspóstur hefur rekstrarleyfi út árið 2012.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur með bréfi til Íslandspósts framlengt gildistíma rekstrarleyfis fyrirtækisins til 31. desember 2012. Ástæða þess er sú að íslensk stjórnvöld hafa sótt um undanþágu á innleiðingu tilskipunar nr. 2008/6/EC til EFTA, en tilskipunin kveður m.a. á um afnám einkaréttar í póstþjónustu. Ætlun stjórnvalda er að innleiðing tilskipunarinnar  í íslenska löggjöf á sviði póstþjónustu verði lokið fyrir lok ársins 2012.
Segir í fréttatilkynningu frá PFS.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. desember 2010

Nánar um hafískönnunina í gær.

Radsjármynd með upplýsingum um ískönnunarflug LHG í gær.
Radsjármynd með upplýsingum um ískönnunarflug LHG í gær.
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur nú merkt inn á radsjármynd stöðuna eftir ískönnunarflugið í gær,en hún var með í flugi Landhelgisgæslunnar.

Kortið á að skýra sig nokkuð sjálft,mikið var um nýmyndun á ís sem merkt er með bláum stjörnum.

Einnig eru borgarísjakarnir merktir inn og hæð þeirra,þá er miðað við hæð yfir sjávarmáli.

Ekkert bendir til þess að ísinn sé  kominn austur fyrir 21°V.

Það má segja að þetta sé samanburður á upplýsingum frá LHG og radsjármynd á sama tíma.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. desember 2010

Hafís 21,7 sml norður af Horni.

Stórir borgarísjakar sáust í ískönnunarfluginu.Mynd áhöfn TF-GNA.
Stórir borgarísjakar sáust í ískönnunarfluginu.Mynd áhöfn TF-GNA.
1 af 2
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í dag í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði. Kom þyrlan að ísrönd sem liggur milli Íslands og Grænlands til austurs. Kemur ísröndin næst landi um 21,7 sjómílu norður af Horni, 25,3 sjómílur frá Straumnesi og 43,6 sjómílur frá Barða, þar er hafísinn orðinn samfrosinn og með stórum íshellum sem getað verið hættulegar skipum.

Þar sem ísinn er næst landi, eða 21,7 sml norður af Horni er ísinn nokkuð gisinn og virðist þar hafa átt sér stað talsverð nýmyndun á ís. Fyrir utan Straumnes var ísinn þéttur en þegar komið var að hafís sem staðsettur er 43,6 sml frá Barða var ísbreiðan samfrosinn með stórum íshellum. Sáust þar fimm stórir borgarísjakar sem voru frá 30 metrum og upp í 110 metra á hæð (turn Hallgrímskirkju er 74,5 m) . Ekki er talin stafa mikil hætta af sjálfum borgarísjökunum þar sem þeir sjást vel á ratsjá og voru vel innan við ísröndina. Voru þeir þó nokkuð sprungnir og ekki er talið ólíklegt að brotni úr þeim, gæti þá stafað af þeim hætta.Myndirnar sem fylgja hér með eru teknar af áhöfn TF-GNA.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. desember 2010

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélagsins.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 12. desember kl. 16:30 í Bústaðakirkju. Stjórnandi kórsins er Krisztina Szklenár og einsöngvari á tónleikunum er Einar Clausen og píanóleikari Hafdís Pálsdóttir. Barnakórinn syngur undir stjórn Jensínu Waage og Elín Elísabet Jóhannsdóttir flytur hugvekju.
Glæsilegt kaffihlaðborð og mikil jólastemming. Miðaverð er 2.200 kr. fyrir fullorðna og frítt er fyrir börn hátíðargesta 14 ára og yngri. Kórinn vonast til að sjá sem flesta á hátíðinni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. desember 2010

Almenningur getur spáð í veðrið.

Séð til Norðurfjarðar og Drangajökull í baksýn.
Séð til Norðurfjarðar og Drangajökull í baksýn.
Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands hefur verið hannaður leikur þar sem almenningi gefst kostur á að spá veðrinu tvo daga fram í tímann. Reglurnar eru einfaldar. Þátttakendur skrá sig til leiks og byrja að spá á mánudegi. Spáð er hvernig veðrið verður kl. 12 á hádegi á miðvikudegi og senda þarf spána inn fyrir kl. 18 á mánudaginn. Á þriðjudegi er spáð fyrir fimmtudegi o.s.frv. Ekki er spáð á laugardegi og sunnudegi þar sem ekki er ætlast til að þátttakendur sitji vaktina eins og veðurfræðingar Veðurstofunnar. Spárnar eru svo bornar saman við veðurathuganir. Síðdegis á miðvikudag eru birtar fyrstu niðurstöður og á sunnudegi eru úrslit leiksins ljós.Spáð er fyrir sex staði,tvo staði á dag,og er Reykjvík alltaf annar staðurinn en hinir staðirnir eru:Stykkishólmur,Bolungarvík,Akureyri Eigilsstaðir og Kirkjubæjarklaustur.
Nánar  á vef Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. desember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 29. nóv til 6. des. 2010.

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.

Í vikunni voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu,annar við Hólmavík og hinn í Ísafjarðarbæ.Umferð var að öðru leiti með rólegra móti og akstursskilyrði mjög misjöfn, víða hálka.Lögregla hvetur ökumenn til að fara varlega og bendir á að birtutími er mjög stuttur þessa dagana.

Fimmtudaginn 2. des.var tilkynnt til lögreglu um óhapp á þjóðvegi nr. 60 í Arnarfirði, þar hafði ökutæki lent á grjóti sem fallið hafði á veginn.Bifreiðin var óökufær og þurfti að fjarlægja hana af vettvangi með krana.Ekki slys á fólki.Sama dag var tilkynnt um bifreið utanvegna á Steingrímsfjarðarheiði,einhverjar skemmdir á ökutæki.

Föstudaginn 3. des og laugardaginn 4. des urðu tvö minniháttar óhöpp tilkynnt til lögreglu, annað á Ísafirði og hitt á Patreksfirði.Laugardaginn 4. des var tilkynnt um óhapp á Djúpvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ekki slys á fólki og eitthvert tjón á ökutæki og sunnudaginn 5. des var tilkynnt um minniháttar óhapp á Ísafirði,lítið tjón á ökutækjum.

Miðvikudaginn 1.des var tilkynnt til lögreglu að skemmdarverk hefðu verið unnin á gönguskíðasvæðinu á Ísafirði,þar hefði verið ekið á jeppabifreiðum eftir þar til gerðum stígum sem búið er að gera fyrir gönguskíðafólk og var einn jeppi þar fastur, þurfti öflugt tæki til að ná honum upp.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
Vefumsjón