Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. desember 2010
Prenta
Landhelgisgæslan fór í ísflug í dag.
Í dag fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug. Næst landi er ísinn 31 sml. NV- af Barða, 25 sml. NV- af Straumnesi, 19 sml. NA- af Horni og 43 sml. NNV- af Skagatá. Stakir jakar og ísspangir liggja út frá megin ísjaðrinum. Siglingarleiðin fyrir Horn er vel fær sunnan við ísjaðarinn en sjófarendur skyldu fylgjast vel með stökum jökum á þessari leið. Innan við meginjaðarinn var þéttleikinn víðast 4-6/10 og 7-9/10. Þá voru spangir með þéttleika 10/10.
Hér með er svo ísmynd frá því í gærkvöld frá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Nánari staðsetningar má sjá á Hafísvef Veðurstofu Íslands.