Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2010

Niðurstöður kosninga til stjórnlagaþings.

Enginn Vestfirðingur náði kjöri.
Enginn Vestfirðingur náði kjöri.

Alls greiddu 83.531 atkvæði í kosningum til stjórnlagaþings sem er 35,95% kosningaþátttaka. Um 1100 atkvæði voru ógild. Hér koma upplýsingar um hversu mörg atkvæði þingfulltrúar fengu sem fyrsta val kjósenda.

  1. Þorvaldur Gylfason prófessor 7192 atkvæði sem fyrsta val
  2. Salvör Nordal forstöðumaður Sifræðistofnunar HÍ 2.842 sem fyrsta val
  3. Ómar Þorfinnur Ragnarsson fjölmiðlamaður 2.440 atkvæði sem fyrsta val
  4. Andrés Magnússon læknir 2.175 atkvæði sem fyrsta val
  5. Pétur Gunnlaugsson lögmaður og útvarpsmaður 1.989 atkvæði sem fyrsta val
  6. Þorkell Helgason stærðfræðingur 1.930 atkvæði sem fyrsta val
  7. Ari Teitsson bóndi 1.686 atkvæði sem fyrsta val
  8. Illugi Jökulsson blaðamaður 1.593 atkvæði sem fyrsta val
  9. Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastjóri  1.089 atkvæði sem fyrsta val
  10. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur 1.054 atkvæði sem fyrsta val
  11. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur 806 atkvæði sem fyrsta val
  12. Eiríkur Bergmann Einarsson dósent í stjórnmálafræði 753 atkvæði sem fyrsta val
  13. Dögg Harðardóttir deildarstjóri 674 atkvæði sem fyrsta val
  14. Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP 672 atkvæði sem fyrsta val
  15. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri 584 atkvæði sem fyrsta val
  16. Pawel Bartoszek stærðfræðingur 584 atkvæði sem fyrsta val
  17. Erlingur sigurðarson fv. forstöðumaður Húss skáldsins og kennari við MA 526 atkvæði sem fyrsta val
  18. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor 531 atkvæði sem fyrsta val
  19. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur 479 atkvæði sem fyrsta val
  20. Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðamaður og háskólanemi 493 atkvæði sem fyrsta val
  21. Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands 432 atkvæði sem fyrsta val
  22. Katrín Fjelsted læknir 418 atkvæði sem fyrsta val
  23. Ástrós Gunnlaugsdóttir nemi, stjórnmálafræðingur 396 atkvæði sem fyrsta val
  24. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda 348 atkvæði sem fyrsta val
  25. Lýður Árnason læknir, kvikmyndagerðamaður 347 atkvæði sem fyrsta val 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. nóvember 2010

Landhelgisgæslan í ískönnunarflug.

Kortið er af vef Veðurstofu Íslands.
Kortið er af vef Veðurstofu Íslands.
Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í morgun og var hafís kannaður á radar kl. 10:52. Myndin sýnir útlínur megin jaðarsins sem lá næst landi 47 sml. VNV af Straumnesi. Af radarmyndum að dæma er um að ræða frekar gisin ís en þó eru sennilega stakir jakar inn á milli.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. nóvember 2010

Hafísinn er næst landi NV af Straumnesi.

Ískort.Ísinn ca 40 sjómílur NV af Straumnesi.
Ískort.Ísinn ca 40 sjómílur NV af Straumnesi.
1 af 2

Hafísinn hefur nálgast.

Samkvæmt radsjármyndum sem teknar voru um hádegið í gær og Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sendi vefnum,hefur ísinn heldur þokast nær landi nú í Vestanáttinni sem var í gær og í fyrradag,og er Vestlægri átt spáð áfram fram á fimmtudag í það minnsta.

Að sögn Ingibjargar er ísinn mjög gisinn næst landi og er um 40 sjómílur í hann NV af Straumnesi.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. nóvember 2010

Nýr gestur í Skelinni og opið hús í kvöld.

Henry Fletcher.Mynd Þjóðfræðistofa.
Henry Fletcher.Mynd Þjóðfræðistofa.

Þjóðfræðistofa verður með opið hús í Skelinni á Hólmavík þriðjudaginn 30. nóv. milli kl. 18.00 til 20.00. Þema þessa viðburðar er svæðisbundin matarmenning. Henry Fletcher fjallar stuttlega um sitt sérsvið: fæðuöflun í náttúrunni og eru heimamenn hvattir sérstaklega til að koma og kynna sína heimaframleiðslu s.s. sultur, kleinur, lambakjöt, reykta rauðmaga, harðfisk, kæfu og jafnvel jólasmákökur.   Á boðstólnum verður m.a. fiskisúpa, heimabakað brauð og kaffi á 1500 kr.  Allir eru velkomnir!  Frekari upplýsingar veitir Katla Kjartansdóttir í síma 8654463.
Nánar á vef Þjóðfræðistofu

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 22.til 29. nóv. 2010.

Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt í síðustu viku.
Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt í síðustu viku.
Í vikunni sem var  að líða sinnti lögregla venjubundu eftirliti, ásamt því að fara í eftirlit með þyrlu landhelgisgæslunnar s.l. laugardag.  Flogið var yfir þekkt veiðisvæði í umdæminu. Fáir veiðimenn voru að ferðinni.  Rætt var við einn veiðimann á fjöllum og var hann með réttindi og annað í lagi.     

Þá var rætt við ökumenn vegna ljósabúnaðar og nokkrir aðilar boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar. Að öðru leiti var umferð með rólegra móti og engin umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Skemmtanahald fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.
Segir í yfirliti lögreglu á Vestfjörðum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. nóvember 2010

Ríkisstyrkir falli niður.

Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni við eina flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Hörður Guðmundsson ásamt flugmanni við eina flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Það kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að Flugfélaginu Erni hefur verið tilkynnt að ríkisstyrkur vegna flugs félagsins til Sauðárkróks falli niður um áramót. Gangi það eftir segir framkvæmdastjóri félagsins að flugi þangað verði sjálfhætt. og jafnframt myndi félagið hætta áætlunarflugi til Bíldudals og Gjögurs. 

Flugfélagið Ernir flýgur áætlunarflug til fimm staða - Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja. Allar hafa þessar flugleiðir verið ríkisstyrktar nema Vestmannaeyjar. Vegagerðin hefur nú tilkynnt Flugfélaginu Erni að frá og með áramótum hætti ríkið stuðningi við flug félagsins til Sauðárkróks, enda hafi ríkisstuðningur á þeirri leið ekki síst verið til þess að tryggja betur samgöngur við Siglufjörð. Með opnun Héðinsfjarðarganga séu forsendur breyttar.

Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis, sagði í viðtali við Rúv, að verði ríkisstyrk vegna Sauðárkróksflugsins hætt um áramót hætti félagið flugi þangað. Allt útlit sé til að svo verði.

Leggist Sauðárkróksflugið af sagði Hörður ennfremur að forsendubrestur yrði í rekstrinum og óhjákvæmilegt yrði að hætta einnig flugi á áfangastaði félagsins á Vestfjörðum. Þá yrði það Bíldudalur, Gjögur og Sauðárkrókur sem myndu detta út.

Flugfélagið Ernir á nú í viðræðum við samgönguráðuneytið um málið.
Fréttin á Rúv.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. nóvember 2010

Kosningar til Stjórnlagaþings.

Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kjörstaður í Árneshreppi vegna kosninga til stjórnlagaþings á morgun 27.nóvember 2010 verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík og verður opnaður klukkan 10:00.

Á kjörskrá eru alls 44 sem skiptast eftir kynjum svo,karlar 26 og konur eru 18,sem hafa kosningarétt í Árneshreppi vegna stjórnlagaþings.

Einum fleira er á kjörskrá nú en í síðustu kosningum,það er sveitarstjórnarkosningum 29.maí 2010.

Kjörskrá Árneshrepps liggur fyrir á hreppsskrifstofu sveitarfélagsins til kjördags.

Formaður kjörstjórnar er Ingólfur Benidiktsson í Árnesi II.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. nóvember 2010

Strandafrakt sækir ull.

Flutningabíll Strandafraktar.
Flutningabíll Strandafraktar.
1 af 2
Nú í dag kom Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt að sækja ull til bænda.

Ullin kemst ekki í einni ferð og var tekin ull hjá bændum sem voru búnir að flokka ullina.

Restin af ullinni verður sótt til bænda þegar hún er tilbúin,og þegar veður og færð leyfir,nokkrir bændur eiga eftir að rýja ennþá

Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi.

Eins og fram hefur komið hér á vefnum hækkaði verð til bænda fyrir ullina um tæp 9 prósent á milli ára.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. nóvember 2010

Félag Árneshreppsbúa:Aðalfundur.

Frá Gjögri.Myndasafn.
Frá Gjögri.Myndasafn.
Aðalfundur Félags Árneshrepps verður haldinn sunnudaginn 28.nóvember 2010.

Fundurinn verður haldinn í Akoges-salnum í Lágmúla 4 Reykjavík.

Dagskráin er þessi:

1.Venjuleg aðalfundarstörf.

2.Önnur mál.

Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar verðið er 2000 kr.

Að venju verður myndasýning á meðan á kaffiveitingum stendur.

Félagið fagnaði 70 ára afmæli á árinu.

Formaður Félags Árneshreppsbúa er Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri.

Félag Árneshreppsbúa er á Facebook og er slóðin þessi:

http://www.facebook.com/profile.php?id=100000365859044&ref=profile#!/pages/Felag-Arneshreppsbua/332432259816

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. nóvember 2010

Umsóknarfrestur að renna út.

Umsóknarfrestur hvatningarverð- launanna rennur út þann 3. desember næstkomandi
Umsóknarfrestur hvatningarverð- launanna rennur út þann 3. desember næstkomandi
Þann 3. desember næstkomandi rennur út umsóknarfrestur um hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu. Með það að markmiði að stuðla að áframhaldandi þróun greinarinnar ákvað iðnaðarráðherra að veita tvenn verðlaun til  fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða þau veitt í desember næstkomandi. Verðlaunin verða veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka fyrir erlenda ferðamenn.
Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Og á vef Ferðamálastofu hér.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Hrafn Jökulsson.
Vefumsjón