Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. nóvember 2010

Nýtt afgreiðslukerfi tekið í notkun.

Pakkhússtjórinn Hjörtur Þ Þórisson og viðskiptavinir þeir Þórður Sverrisson og Gulli Bjarna.Mynd ksholm.is
Pakkhússtjórinn Hjörtur Þ Þórisson og viðskiptavinir þeir Þórður Sverrisson og Gulli Bjarna.Mynd ksholm.is
Þann fyrsta nóvember var tekið í notkun afgreiðslukerfi í pakkhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík.Óhætt er að segja að um talsverð tímamót sé um að ræða í pakkhúsinu því hingað til hefur slíkt kerfi ekki verið þar til staðar. Kerfið, sem kemur frá MerkurPoint, er bæði afgreiðslu- og birgðakerfi sem mun skila sér í betri yfirsýn varðandi lagerstöðu og vöruúrval auk þess að gera afgreiðsluna markvissari og fljótlegri.
Undanfarnar vikur hefur starfsfólk í pakkhúsi unnið hörðum höndum að koma öllum vörum inn í kerfið en því miður er enn talsvert eftir. Vöruúrvalið er mikið og vörutegundirnar hlaupa á þúsundum. Á meðan enn er verið að setja inn vörur í kerfið og starfsfólk tileinkar sér nýja starfshætti má búast við byrjunarörðugleikum og er beðist velvirðingar á því.
Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á fyrirkomulagi pakkhúss. Vörur sem tilheyra pakkhúsi en voru áður í verslun eru nú komnar í pakkhúsið og er því allt vöruúrvalið samankomið á einum stað, viðskiptavinum og starfsfólki til hagræðis. Að lokum var nýr inngangur gerður í október auk þess að afgreiðslan var færð til.
Þetta kemur fram á hinni nýju vefsíðu Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Hólmavík sem var opnuð þann 20 október síðastliðin.
Vefsíðan var gerð af Baldri Jónassyni frá Bæ í Steingrímsfirði.
Vefsíða Kaupfélagins er www.ksholm.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. nóvember 2010

Aðstaða til innanlandsflugs verði bætt vestan við Reykjavíkurflugvöll.

Ögmundur Jónasson Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Myndin er af vef Alþingis.
Ögmundur Jónasson Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Myndin er af vef Alþingis.

Borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ræddu málefni samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll á fundi þann tíunda nóvember síðastliðinn. Ákveðið var að bæta aðstöðu til innanlandsflugs vestan við flugvöllinn og hverfa frá hugmyndum um byggingu samgöngumiðstöðvar.

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri ræddust við ásamt aðstoðarmönnum sínum og helstu samstarfsmönnum. Fóru þeir vítt og breitt yfir skipulagsmál flugvallarins og hvaða kostir væru mögulegir til að bæta aðstöðu vegna innanlandsflugsins. Brýnt þykir að bæta aðstöðuna bæði farþega og þeirra fyrirtækja og starfsmanna sem sinna eða sinna vilja innanlandsflugi um Reykjavíkurflugvöll.

Varð niðurstaða ráðherra og borgarstjóra sú að kanna þessa leið nánar á svæðinu vestan við flugvöllinn á þeirri lóð sem afgreiðsla Flugfélags Íslands stendur nú. Þykir hún fýsilegri miðað við efnahagsaðstæður frekar en að reisa samgöngumiðstöð austan við flugvöllinn sem yrði einnig afgreiðsla fyrir rútur, strætisvagna og leigubíla. Ljóst er að auk byggingarinnar sjálfrar myndi fylgja henni umtalsverður kostnaður til dæmis við að malbika ný flughlöð og ný bílastæði við miðstöðina.
Nánar á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. nóvember 2010

Fauk út af og valt.

Strandavegur.Kort Vegagerðin.is
Strandavegur.Kort Vegagerðin.is
Bæjarins Besta.
Mikil mildi var að ekki fór verr er skólabíll í Strandabyggð valt á hliðina fyrir stuttu. Forsvarsmenn Strandabyggðar vonast er til að skólabíllinn komi úr viðgerð innan tveggja vikna. Börn voru ekki í bílnum þegar óhappið varð en ökumaðurinn og einn farþegi voru fluttir til skoðunar í Reykjavík. Reyndust meiðsli þeirra vera minniháttar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hólmavík var mjög hvasst er slysið varð og fauk bifreiðin út af veginum.
Þetta kemur fram á vef Bæjarins Besta.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. nóvember 2010

Stefnt að sölu kirkjujarða á Ströndum.

Árneskirkja sú eldri.
Árneskirkja sú eldri.
Á nýliðnu kirkjuþingi kom fram tillaga frá kirkjuráði um sölu fasteigna,þar á meðal á tveim kirkjujörðum á Ströndum.

Önnur kirkjujörðin er Árnes I í Trékyllisvík,í greinargerð með tillögunum kemur fram að um sé að ræða eignir sem fyrirsjáanlegt sé að verði ekki not fyrir í þjónustu kirkjunnar og kostnaður kirkjumálasjóðs af áframhaldandi eignahaldi verði að líkindum meiri en tekjur.

Kirkjujörðin Árnes I er talin nitsöm jörð því eyjan Árnesey er í eigu jarðarinnar að hálfu og hinn helmingurinn er í eigu Árnes II.Oft er gott varp í eyunni og góð dúntekja.

Bændur í Árnesi II leigja nú jörðina og nytja æðarvarp í Árnesey.

Hin kirkjujörðin í Strandasýslu er Prestbakki í Hrútafirði.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. nóvember 2010

Bændur rýja féð.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við rúning.
Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík við rúning.
Bændur taka inn féð.

Nú er sá tími komin að bændur eru að fara að hísa féð.Fyrir nokkru voru hrútar teknir inn og rúnir,einnig ásetnings lömb,og þaug rúin.Þetta er svona heldur fyrr enn í fyrra,eitthvað misjafnt eftir bæjum.

Nú eru bændur að taka fullorðna féið inn smátt og smátt til að rýja það,en ærnar verða helst að vera þurrar þegar rúið er,og er féið haft úti yfir daginn sem ekki er hægt að rýja strax ef þurrt er og sett inn að kvöldi.

Þannig að nú fer allt fé að vera komið á gjöf.

Öll ull fer til Ístex og eru bændur nokkuð sáttir við ullarverðið til þeirra.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8. nóv til 15. nóvember 2010.

Tvær bílveltur urðu í liðinni viku.
Tvær bílveltur urðu í liðinni viku.

Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglu. Tvær bílveltur önnur á Súðavíkurhlíð og hin á Djúpvegi við Hólmavík. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum, en talsvert eignartjón. Þá var tilkynnt um eitt minni háttar óhapp á Ísafirði.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð. Höfð voru afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ljósabúnaðar bifreiða þeirra. Tíðarfar í vikunni hefur verið rysjótt og færð eftir því.

Hvetur því lögregla vegfarendur að aka með tilliti til þess og fara varlega.

Aðfaranótt s.l. föstudags var tilkynnt um reyk í íbúð á dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði. Lögregla og slökkvilið kölluð á vettvang.  Þar hafði gleymst pottur á eldavél. Íbúa í íbúðinni varð ekki meint af, en slökkvilið reykræsti íbúðina og stigagang. Litlar sem engar skemmdur urðu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. nóvember 2010

Ný sameiginleg félagsmálanefnd.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Öflugra samstarf stendur nú fyrir dyrum milli sveitarfélaganna Strandabyggðar, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Reykhólahrepps. Sveitarfélögin hafa samþykkt að stofna sameiginlega félagsmálanefnd og stofna formlega félagsþjónustu. Í nýju nefndinni verða fimm fulltrúar, tveir fulltrúar frá Strandabyggð og einn fulltrúi frá hinum sveitarfélögunum. Undirbúningshópur vinnur nú að samningi um félagsmálanefndina og skilgreinir starfslýsingu, starfshlutfall og menntunarkröfur fyrir starf félagsmálastjóra en sú staða verður auglýst von bráðar. 
Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. nóvember 2010

Nýr framkvæmdastjóri Vesturferða.

Kristjana Milla Snorradóttir í Hornvík á Ströndum.
Kristjana Milla Snorradóttir í Hornvík á Ströndum.

Nýr framkvæmdastjóri Vesturferða sendi eftirfarandi orðsendingu og kynningu á fyrirtækinu:
Hún hefur nú orðið:

Sælir ferðaþjónar og áhugamenn um ferðaþjónustu á Vestfjörðum,

Kristjana Milla heiti ég og er Snorradóttir. Ég er nýtekin við starfi Elíasar Oddsonar sem framkvæmdastjóri Vesturferða og langaði að kynna mig fyrir ykkur í nokkrum orðum.

Ég hóf störf hjá Vesturferðum í febrúar á þessu ári og var einnig í sumarstarfi við móttöku farþega á skemmtiferðaskipum sumarið þar áður. Ég hef því fengið tækifæri til að kynna mér starfsemi Vesturferða og að vinna með sumum ykkar.

Ég er nú á fullu við að koma mér inn í hlutverk mitt hjá Vesturferðum og skipuleggja og útfæra hvaða áherslur ég vil sjá í starfi Vesturferða.

Vesturferðir voru stofnaðir árið 1993, og er því ein af elstu ferðaskrifstofum landsins. Vesturferðir voru stofnaðir m.a. til þess að veita þjónustu til ferðamanna um alla Vestfirði allt árið um kring.

Framtíðarsýn mín er að styrkja þessa sérstöðu Vesturferða, að vera stærsta og eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem býður upp á ferðir um alla Vestfirði allt árið um kring.

Markmið mitt er að Vesturferðir séu sérfæðingar þegar kemur að ferðaþjónustu á öllum Vestfjarðakjálkanum.

Að mínu mati þurfum við ferðaþjónar á öllu svæðinu að vinna saman að því að auka ferðamannastrauminn til okkar. Öll erum við fulltrúar Vestfjarða og öll eigum við hag af því að koma fólki út fyrir hringveginn.

Vesturferðir eru bæði ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi (Tour Agency og Tour Operator), þannig að við komum bæði að því að skipuleggja og framkvæma ferðir en einnig að því að auglýsa og bóka fyrir aðra ferðaskipuleggjendur og ferðaþjóna. Ferðamenn eiga að geta leitað á einn stað og þar eiga möguleika á að fræðast um og bóka í afþreyingu, gistingu og annað um allann kjálkann.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. nóvember 2010

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2011.

Frá Norðurfirði,og séð til Trékyllisvíkur..Mynd Gunnar Njálsson.
Frá Norðurfirði,og séð til Trékyllisvíkur..Mynd Gunnar Njálsson.
Fréttatilkynning:
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla.

Ferðamálastofa byggir umhverfisstefnu sína á sjálfbærri og ábyrgri ferðamennsku enda er náttúra Íslands sú auðlind sem ferðaþjónustan á Íslandi byggir á til framtíðar. Mikilvægt er að byggja upp innviði sem geta tekið á móti vaxandi fjölda ferðamanna, tryggt öryggi þeirra eftir bestu getu og boðið upp á nauðsynlega þjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að allar áætlanir og framkvæmdir á ferðamannastöðum séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum og unnar af mikilli varkárni og virðingu fyrir viðkvæmri náttúru Íslands og sögu. Hönnuðir og skipuleggjendur ferðamannastaða þurfa því að hafa næmt auga fyrir því hvort, og þá hvar og hvernig, mannvirkjum er valinn staður þannig að þau skerði ekki ásýnd hans en ýti fremur undir sérstöðu staðarins og þá upplifun sem ferðamaðurinn sækist eftir.
Umsóknarfrestur er til og með 20.desember 2010.Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Nánar á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2010

Hafís á Vestfjarðamiðum.

Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í fyrradag í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands . Austast var ísinn staðsettur 135 sml NNV af Horni eða 50 sjómílur fyrir utan íslensku efnahagslögsöguna. Syðst var hann 112 sml NV af Barða eða 23 sjómílur fyrir utan efnahagslögsöguna.

Í fluginu var einnig haft samband við tvö erlend skip sem ekki höfðu tilkynnt siglingu sína innan efnahagslögsögunnar til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en annað skipanna var með bilun í auðkenningarbúnaði. Höfðu skipin leitað vars í nágrenni við landið vegna veðurs.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
Vefumsjón