Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 8. nóv til 15. nóvember 2010.

Tvær bílveltur urðu í liðinni viku.
Tvær bílveltur urðu í liðinni viku.

Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglu. Tvær bílveltur önnur á Súðavíkurhlíð og hin á Djúpvegi við Hólmavík. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum, en talsvert eignartjón. Þá var tilkynnt um eitt minni háttar óhapp á Ísafirði.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð. Höfð voru afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ljósabúnaðar bifreiða þeirra. Tíðarfar í vikunni hefur verið rysjótt og færð eftir því.

Hvetur því lögregla vegfarendur að aka með tilliti til þess og fara varlega.

Aðfaranótt s.l. föstudags var tilkynnt um reyk í íbúð á dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði. Lögregla og slökkvilið kölluð á vettvang.  Þar hafði gleymst pottur á eldavél. Íbúa í íbúðinni varð ekki meint af, en slökkvilið reykræsti íbúðina og stigagang. Litlar sem engar skemmdur urðu.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. nóvember 2010

Ný sameiginleg félagsmálanefnd.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Öflugra samstarf stendur nú fyrir dyrum milli sveitarfélaganna Strandabyggðar, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Reykhólahrepps. Sveitarfélögin hafa samþykkt að stofna sameiginlega félagsmálanefnd og stofna formlega félagsþjónustu. Í nýju nefndinni verða fimm fulltrúar, tveir fulltrúar frá Strandabyggð og einn fulltrúi frá hinum sveitarfélögunum. Undirbúningshópur vinnur nú að samningi um félagsmálanefndina og skilgreinir starfslýsingu, starfshlutfall og menntunarkröfur fyrir starf félagsmálastjóra en sú staða verður auglýst von bráðar. 
Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. nóvember 2010

Nýr framkvæmdastjóri Vesturferða.

Kristjana Milla Snorradóttir í Hornvík á Ströndum.
Kristjana Milla Snorradóttir í Hornvík á Ströndum.

Nýr framkvæmdastjóri Vesturferða sendi eftirfarandi orðsendingu og kynningu á fyrirtækinu:
Hún hefur nú orðið:

Sælir ferðaþjónar og áhugamenn um ferðaþjónustu á Vestfjörðum,

Kristjana Milla heiti ég og er Snorradóttir. Ég er nýtekin við starfi Elíasar Oddsonar sem framkvæmdastjóri Vesturferða og langaði að kynna mig fyrir ykkur í nokkrum orðum.

Ég hóf störf hjá Vesturferðum í febrúar á þessu ári og var einnig í sumarstarfi við móttöku farþega á skemmtiferðaskipum sumarið þar áður. Ég hef því fengið tækifæri til að kynna mér starfsemi Vesturferða og að vinna með sumum ykkar.

Ég er nú á fullu við að koma mér inn í hlutverk mitt hjá Vesturferðum og skipuleggja og útfæra hvaða áherslur ég vil sjá í starfi Vesturferða.

Vesturferðir voru stofnaðir árið 1993, og er því ein af elstu ferðaskrifstofum landsins. Vesturferðir voru stofnaðir m.a. til þess að veita þjónustu til ferðamanna um alla Vestfirði allt árið um kring.

Framtíðarsýn mín er að styrkja þessa sérstöðu Vesturferða, að vera stærsta og eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem býður upp á ferðir um alla Vestfirði allt árið um kring.

Markmið mitt er að Vesturferðir séu sérfæðingar þegar kemur að ferðaþjónustu á öllum Vestfjarðakjálkanum.

Að mínu mati þurfum við ferðaþjónar á öllu svæðinu að vinna saman að því að auka ferðamannastrauminn til okkar. Öll erum við fulltrúar Vestfjarða og öll eigum við hag af því að koma fólki út fyrir hringveginn.

Vesturferðir eru bæði ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi (Tour Agency og Tour Operator), þannig að við komum bæði að því að skipuleggja og framkvæma ferðir en einnig að því að auglýsa og bóka fyrir aðra ferðaskipuleggjendur og ferðaþjóna. Ferðamenn eiga að geta leitað á einn stað og þar eiga möguleika á að fræðast um og bóka í afþreyingu, gistingu og annað um allann kjálkann.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. nóvember 2010

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2011.

Frá Norðurfirði,og séð til Trékyllisvíkur..Mynd Gunnar Njálsson.
Frá Norðurfirði,og séð til Trékyllisvíkur..Mynd Gunnar Njálsson.
Fréttatilkynning:
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla.

Ferðamálastofa byggir umhverfisstefnu sína á sjálfbærri og ábyrgri ferðamennsku enda er náttúra Íslands sú auðlind sem ferðaþjónustan á Íslandi byggir á til framtíðar. Mikilvægt er að byggja upp innviði sem geta tekið á móti vaxandi fjölda ferðamanna, tryggt öryggi þeirra eftir bestu getu og boðið upp á nauðsynlega þjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að allar áætlanir og framkvæmdir á ferðamannastöðum séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum og unnar af mikilli varkárni og virðingu fyrir viðkvæmri náttúru Íslands og sögu. Hönnuðir og skipuleggjendur ferðamannastaða þurfa því að hafa næmt auga fyrir því hvort, og þá hvar og hvernig, mannvirkjum er valinn staður þannig að þau skerði ekki ásýnd hans en ýti fremur undir sérstöðu staðarins og þá upplifun sem ferðamaðurinn sækist eftir.
Umsóknarfrestur er til og með 20.desember 2010.Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Nánar á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2010

Hafís á Vestfjarðamiðum.

Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í fyrradag í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands . Austast var ísinn staðsettur 135 sml NNV af Horni eða 50 sjómílur fyrir utan íslensku efnahagslögsöguna. Syðst var hann 112 sml NV af Barða eða 23 sjómílur fyrir utan efnahagslögsöguna.

Í fluginu var einnig haft samband við tvö erlend skip sem ekki höfðu tilkynnt siglingu sína innan efnahagslögsögunnar til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en annað skipanna var með bilun í auðkenningarbúnaði. Höfðu skipin leitað vars í nágrenni við landið vegna veðurs.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. nóvember 2010

Nemendur Finnbogastaðaskóla í starfskynningu.

Hrefna,Elísa,Kári,Júlíana,Þórey,Ásta og Karítas,við mælaskýlið.
Hrefna,Elísa,Kári,Júlíana,Þórey,Ásta og Karítas,við mælaskýlið.
Skólastjóri Finnbogastaðaskóla Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir komu með nemendurna Júlíönu Lind Guðlaugsdóttur,Ástu Þorbjörgu Ingólfsdóttur og systkinin Kára og Þóreyju Ingvarsbörn ásamt aukanemandanum Karítas Sigurðardóttir sem er gestanemandi í smátíma,í starfskynningu á Veðurstöðina í Litlu-Ávík í gær.

Veðurathugunarmaðurinn þar sýndi þeim tildæmis úr hvernig skýjum hin ýmsa úrkoma gæti komið,en éljaský voru einmitt á lofti í gær,einnig sýndi  hann þeim bækur með myndum af hinum ýmsu skýjum.

Börnunum þótti skrýtið þegar veðurathugunarmaður sýndi þeim hvernig veður er sent,það er tildæmis ekki sagt snjóél á síðustu klukkustund,heldur er gefin upp talan 26 og veður þá á milli athugana ef él hafa verið 88.

Eins ef er rigning þá er skrifuð talan 6366,allt gefið upp í kvóta.

Einnig var þeim sýnd hvernig úrkoman er mæld og hitamælar hámarks og lágmarks,hvernig þeyr virka og ýmislegt fleira.
Veffang Finnbogastaðaskóla ER HÉR.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 1.til 8. nóvember 2010.

Tíðindalítil vika var hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Tíðindalítil vika var hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

S.l. vika var tíðindalítil hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Skemmtanahald um liðna helgi fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.Talsverð umferð var í umdæminu um helgina og bar þar mest á rjúpnaveiðimönnum.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. nóvember 2010

Byggja sér sumarhús í Árneshreppi.

Sumarhús þeirra feðga er nú fokhelt.
Sumarhús þeirra feðga er nú fokhelt.
Þeir feðgar Kristján Andri Guðjónsson og Guðjón Arnar Kristjánsson reistu sér sumarhús hér í Árneshreppi í haust.

Húsið er byggt í Steinstúnslandi í svonefndum Giljaparti sem er ofan við Síkið,rétt þar sem vegurinn liggur til Krossness úr Norðurfirðinum.

Húsið var reist af tveim smiðum seint í október á tæpri viku,húsið er um 25 fermetrar að stærð og var gert fokhelt.

Næsta sumar verður það innréttað.

Efnið í húsið var komið fyrir tveim eða þrem árum á Drangsnes,en þá stóð til að flytja efnið norður á Strandir þaðan.

Ætlun þeirra feðga var að byggja húsið í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum en þegar til kom fékkst ekki byggingarleyfi hjá landeigendum þar.

Enn síðan varð niðurstaðan sú að þeir fengu leyfi hjá landeigendum á Steinstúni við Norðurfjörð.

Kristján Andri hefur nú undanfarin vor stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði á bát sínum Sörla ÍS-66.

Allir þekkja Guðjón Arnar sem var þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis til margra ára.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2010

Opnað norður í Árneshrepp.

Veghefill Vegagerðar við snjómokstur.Myndasafn.
Veghefill Vegagerðar við snjómokstur.Myndasafn.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að opna veginn norður í Árneshrepp.

Mokað er frá Bjarnarfirði að sunnan og frá Gjögri í Norðri.

Þannig að mokað er beggja megin frá með veghefli og moksturstæki Árneshrepps.

Að sögn vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík verða mokstursdagur einu sinni í viku,fram til 5 janúar 2011,það er á þriðjudögum,en því má hnika til vegna veðurs.

Ófært hefur verið síðan á þriðjudag eftir Norðaustan hretið.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2010

Snjómokstur.

Snjómoksturstæki hreppsins.
Snjómoksturstæki hreppsins.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar í Árneshreppi frá Norðurfirði til Gjögurs.

Talsverður  snjór er í svonefndum Urðum og á milli Stóru og Litlukleifa,annars er minna frá Trékyllisvík og til Gjögurs.

Það er líka talsverður klammi á veginum þar sem þunnt snjólag var,þegar blotnaði aftur í því í gær enn frosið er við jörð,og er víða hált.

Þetta mun vera fyrsti snjómoksturinn hér innansveitar í Árneshreppi á þessum vetri.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Húsið fellt.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
Vefumsjón