Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010
Prenta
Gengið hefur verið frá samningi milli LS, BÍ og Ístex um ullarverð til bænda næstu 12 mánuði. Verðið hækkar um 8,92% að meðaltali frá fyrra ári en að þessu sinni hækka bestu flokkarnir meira en þeir lakari svo verðmunur milli flokka eykst. Til samanburðar þá hækkaði kjötverð til bænda um 2.2% milli áranna 2009 og 2010. Verðið er eftirfarandi:
Ullarverð hækkar til bænda.
Lamb: 700 kr/kg
H-1: 650 kr/kg
H-2, M-1-S, M-1-G og M-1-M: 560 kr/kg
M-2: 100 kr/kg
Fyrir flokkun eru greiddar 25 kr/kg. Verðið gildir frá og með 1. nóvember.
Frá þessu er sagt á vefnum BBL.is vefútgáfu Bændablaðsins.
Einnig kemur fram á vef Ístex sem kaupir ullina beint af bændum,að sala á ull hafi fjórfaldast frá júli í fyrra til júlí í ár.