Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. nóvember 2010 Prenta

Ullarverð hækkar til bænda.

Gott verð er fyrir ullina núna,eins gott að ullin sé hrein og fín.Ær með haustlamb í Kjósarrétt.Myndasafn.
Gott verð er fyrir ullina núna,eins gott að ullin sé hrein og fín.Ær með haustlamb í Kjósarrétt.Myndasafn.
Gengið hefur verið frá samningi milli LS, BÍ og Ístex um ullarverð til bænda næstu 12 mánuði. Verðið hækkar um 8,92% að meðaltali frá fyrra ári en að þessu sinni hækka bestu flokkarnir meira en þeir lakari svo verðmunur milli flokka eykst. Til samanburðar þá hækkaði kjötverð til bænda um 2.2% milli áranna 2009 og 2010. Verðið er eftirfarandi:

Lamb: 700 kr/kg

H-1: 650 kr/kg

H-2, M-1-S, M-1-G og M-1-M: 560 kr/kg

M-2: 100 kr/kg

Fyrir flokkun eru greiddar 25 kr/kg. Verðið gildir frá og með 1. nóvember.
Frá þessu er sagt á vefnum BBL.is vefútgáfu Bændablaðsins.
Einnig kemur fram á vef Ístex sem kaupir ullina beint af bændum,að sala á ull hafi fjórfaldast frá júli í fyrra til júlí í ár.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Svalahurð,18-11-08.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón