Tónleikar á Hólmavík og í Bjarkalundi.
Kvartett Camerata skipa systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk, tónlistarkennarar í Vesturbyggð, Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri í Vesturbyggð, og Trausti Þór Sverrisson skólastjóri á Tálknafirði. Kvartettinn var stofnaður í Bolungarvík á vordögum 2001 og hefur komið fram bæði hérlendis og erlendis
Meg @ tríó stendur fyrir Mariola - Elzbieta - Gestur. Það var stofnað haustið 2009. Tríóið samanstendur af kennurum Tónlistarskóla Vesturbyggðar þeim Maríolu og Elzbietu Kowalczyk og Gesti Rafnssyni verslunarstjóra á Patreksfirði.
Geta má þess að Mariola og Elzbieta störfuðu á Hólmavík til margra ára og Magnús Ólafs Hansson er fæddur og uppalinn á Hólmavík
Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt.