Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. október 2010 Prenta

Bíllinn tættist hreinlega í sundur.

Svarti kassinn hægra megin á myndinni er ökumannshúsið sem rifnaði af með bílstjóranum inn í. Bifreiðin hafnaði á berginu sem er fyrir miðri mynd og við höggið brotnaði stórt stykki úr klettinum sem lenti á bifreiðinni. Ljósm: Lögreglan á Ísafirði.
Svarti kassinn hægra megin á myndinni er ökumannshúsið sem rifnaði af með bílstjóranum inn í. Bifreiðin hafnaði á berginu sem er fyrir miðri mynd og við höggið brotnaði stórt stykki úr klettinum sem lenti á bifreiðinni. Ljósm: Lögreglan á Ísafirði.
Bæjarins besta.
Það þykir ótrúleg mildi að vöruflutningabílstjórinn skuli hafa sloppið lítið meiddur þegar bifreið hans fór út af veginum í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd tættist bifreiðin hreinlega í sundur en hún lenti á kletti við veginn um Hlaðsvík, rétt utan við Laugardal. Framhjól bílsins, sem er dráttarbíll með tengivagni, rifnuðu undan og ökumannshúsið þeyttist af með ökumanninum í og hafnaði átta metra frá flakinu.
Ökumaðurinn missti meðvitund. Lögreglumenn frá Hólmavík komu að slysinu fyrir tilviljun og kölluðu á sjúkrabíl frá Hólmavík. Eftir skamma viðdvöl á heilsugæslustöðinni á Hólmavík var lagt af stað með hinn slasaða í sjúkrabíl til Reykjavíkur, en að því er fréttvefurinn vísir.is segir þá var höfð viðkoma á sjúkrahúsinu á Akranesi áður en ökumaður komst á slysadeild Landsspítalans. Ökumaðurinn hefur verið á sjúkrahúsi í dag í frekari rannsóknum.
Engin var hálka á veginum og eru tildrög slyssins ókunn.
Segir á www.bb.is


Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
Vefumsjón