Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2010
Prenta
Rafmagnstruflanir.
Nú hafa verið talsverðar rafmagnstruflanir hér í Árneshreppi síðan uppúr klukkan sex í kvöld.
Rafmagn búið að fara af að minnsta kosti fjórum sinnum.
Og er rafmagnslaust nú þegar þetta er skrifað.
Stormur er núna af NA og slydda hitinn um 1 stig fer fljótt yfir í snjókomu.
Ekki er vitað hvað veldur sennilega útsláttur vegna sjávarseltu og eða ísingar.
Nú er keyrð hér dísil rafstöð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.