Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. október 2010

Eva á Stjórnlagaþing.

Eva Sigurbjörnsdóttir hefur boðið sig fram á Stjórnlagaþing.Myndin er af Facbooksíðu Evu.
Eva Sigurbjörnsdóttir hefur boðið sig fram á Stjórnlagaþing.Myndin er af Facbooksíðu Evu.
Nú hefur Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík boðið sig fram til Stjórnalagaþings,hún náði inn á síðustu klukkutímum fyrir hádegi á mánudaginn var eins og svo margir aðrir,eða á hádegi 18 október,enn þá rann framboðsfrestur út.
Eva hefur nú stofnað síðu á Facebook vegna framboðs síns til Stjórnlagaþings,þar segir hún meðal annars:
!Kæru vinir á Facebook,nú eru orðnir þrír sólarhringar síðan ég gekk frá framboði til Stjórnlagaþingsins. Það má eiginlega segja að síðan þá hafi ég legið undir feldi eins og Þorgeir Ljósvetningagoði forðum. Ég var að athuga minn gang og kanna huga minn með hvaða atriði ég vil helst taka fyrir ef ég verð svo lánsöm að... verða kosin til þingsins. Á næstu vikum mun ég deila með ykkur hugsunum mínum hvað þetta varðar;.
Eins og fram hefur komið mun Eva deila upplýsingum um hverju hún mun standa fyrir ef hún verður kosin,á sinni nýju Facebook síðu sem hún stofnaði vegna ákvörðunar sinnar að bjóða sig fram til Stjórnlagaþings.
Hér má sjá framboðssíðu Evu á Facebook.
Hér er einnig síða Landkjörsstjórnar á Þjóðlalaþing.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. október 2010

Ríkisútvarpið með opið hús í dag.

Opis hús er hjá RÚV í dag frá 13:00 til 16:30.Mynd rúv.is
Opis hús er hjá RÚV í dag frá 13:00 til 16:30.Mynd rúv.is
Gestum og gangandi er í dag boðið að koma í Útvarpshúsið í Efstaleiti á Opið hús. Tilefnið er 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins.

Starfsmenn hafa verið í óða önn að undirbúa afmælishátíðina og stilla út ýmsum gersemum. Þjóðkunnar brúður, búningar og aðrir leikmunir verða til sýnis, og starfsfólk leiðir gesti um húsið og segir frá því sem fyrir augu ber.  Húsið verður opið frá klukkan eitt í dag til hálf fimm.
Segir í frétt frá RÚV.
Fréttasíðan Litlihjalli.is óskar Rúv til hamingju með daginn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. október 2010

Fyrst flekkótt jörð á láglendi.

Fyrst varð flekkót jörð í haust í morgun.Tæpum mánuði seinna en í fyrra.
Fyrst varð flekkót jörð í haust í morgun.Tæpum mánuði seinna en í fyrra.
Þá er þetta hvíta farið að láta sjá sig sem mun kallast snjór,fyrst í haust var nefnilega flekkótt jörð á láglendi í morgun,eða tæpum mánuði seinna enn í fyrra, enn fyrst varð flekkótt jörð í fyrra þann 25 september.

Það er ekki mjög kalt,hitastig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var í morgun klukkan níu 1,6 stig í + en fór niðrí +0,4 stig í  nótt og hámarkið frá í gær +2,1 stig,þannig að hitinn rokkar frá -0 stigum og uppí +2 stig.

Talsverð él voru í nótt og eru nú í morgun.

Spáð er heldur hlýnandi veðri eftir helgina.

Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í hálkunni,hún getur verið mjög lúmsk.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2010

Draugagangur í kirkjugarði.

Frá Gufuneskirkjugarði.Mynd Kirkjugarðar Reykjavíkur.
Frá Gufuneskirkjugarði.Mynd Kirkjugarðar Reykjavíkur.

Þessi draugagangur var nú ekki hér í kirkjugarðinum í Árnesi í Árneshreppi,heldur í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík,samkvæmt  frétt af Lögregluvefnum.
Undarleg ljós sáust í Gufuneskirkjugarði í nótt og var lögreglan kölluð á vettvang. Samkvæmt tilkynningu áttu einhverjir að vera á ferli í kirkjugarðinum en ekki var vitað hvort þeir væru lífs eða liðnir. Tveir lögreglumenn voru sendir á staðinn og þar mætti þeim strax sterkt ljós. Við frekari eftirgrennslan reyndist birtan kom frá ljóskastara sem framhaldsskólapiltar voru að burðast með og því voru engir draugar hér á ferð. Strákarnir voru líka með myndbandsupptökuvél í fórum sínum en vera þeirra í kirkjugarðinum átti sér eðlilegar skýringar. Þeir voru að vinna að skólaverkefni og var þeim leyft að klára það úr því sem komið var. Tekið skal fram að piltarnir voru ekki með háreysti og gengu í alla staði mjög vel um þótt tímasetning þeirra hefði mátt vera betri.
Segir í frétt frá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2010

Árneshreppu fær ekkert úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjarðar.Mynd Jóhann.K.
Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjarðar.Mynd Jóhann.K.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga árið 2010 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur um 1.228 milljónum króna.
Sveitarfélagið Árneshreppur fær að þessu sinni ekkert úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga,önnur sveitarfélög í Strandasýslu fá eftirfarandi úthlutað:
Kaldrananeshreppur fær rúmlega 3,5 milljón.
Strandabyggð fær tæpar 28,9 milljónir.
Bæjarhreppur fær í sinn hlut rúma 6,1 milljón.
Áætlun um úthlutun má sjá hér.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. október 2010

Nýr eigandi að Reykjanesi.

Á Reykjanesi er góður reki og heitar uppsprettur.Mynd H.J.
Á Reykjanesi er góður reki og heitar uppsprettur.Mynd H.J.

Eyðijörðin Reykjanes í Árneshreppi er búin að vera á sölu í allnokkurn tíma,jarðeigendur voru margir og engin af þeim vildu nýta jörðina að neinu leyti.Því ákváðu jarðeigendur að selja jörðina.
Ásett verð á jörðina var tuttugumilljónir króna,en var seld á talsvert lægri upphæð.
Í dag var skrifað undir kaupsamning á jörðinni,kaupandi var Samúel Vilberg Jónsson pípulagningarmeistari í Hafnarfirði.

Villi eins og hann er kallaður hér í Árneshreppi er frá Munaðarnesi hér í sveit.

Eyðijörðin Reykjanes liggur á milli Litlu-Ávíkur í vestri og Gjögurs í austri,engin hús eru á jörðinni nothæf,en jörðin þykir mikil hlunnindajörð aðallega vegna rekans,einnig eru heitar uppsprettur í Laugarvík og í Akurvík,þar sem landamerki  Reykjanes og Gjögurs eru.

Eitthvað hefur það kitlað taugar Villa pípara að heitt vatn er á landareigninni.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur haft Reykjanesið á leigu til fjöldra ára,aðallega vegna rekans,túna og beitarlands.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. október 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11.til 18. október 2010.

Loftbúðar sprungu út vegna holóttra vega.
Loftbúðar sprungu út vegna holóttra vega.

Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. 6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.  Þriðjudaginn 12. varð bílvelta á Dynjandisheiði í svonefndum Trölladölum, þar hafnaði jeppabifreið út fyrir veg, þar voru erlendir ferðamenn á ferð og sakaði þá ekki. Bifreiðin talin ónýt. Þá var tilkynnt um tvo árekstra, minni háttar á Ísafirði á miðvikudag og sunnudag, ekki slys á fólki. Á föstudagskvöld varð bílvelta innanbæjar á Flateyri, ökumaður grunaður um ölvun við akstur.

Þá var tilkynnt um óhapp í Kjálkafirði, óhappið varð með þeim hætti að nýlegri fólksbifreið var ekið þar um þjóðveg nr. 60, þar sem vegurinn er mjög holóttur og sprungu út loftpúðar, öryggispúðar í hægri framhurð. Það mun vera mjög sjaldgæft að loftpúðar springi út, þegar ekið er um mjög holótta vegi.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur, annar við Ísafjörð og hinn í nágrenni við Hólmavík.

Þá var tilkynnt að ekið hafi verið á hæðarslá við Bolungarvíkurgöngin, Hnífsdalsmegin, þar ók flutningabíll með háan gám á slána. Málið telst upplýst.

Lögregla hefur áminnt þó nokkuð marga eigendur/umráðamenn ökutækja vegna ólöglegra stöðu bifreiða í þéttbýlisstöðunum í umdæminu s.l. daga.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. október 2010

Ákvörðun PFS vegna póstþjónustu í Æðey og Vigur.

Æðey mynd © Mats.
Æðey mynd © Mats.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 29/2010 um póstþjónustu í Æðey og Vigur. Í ákvörðuninni var komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspósti bæri ekki skylda til að greiða ábúendum sérstaklega fyrir að nálgast sinn eigin póst. Vísað var m.a. til 16 . gr. reglugerðar um alþjónustu nr. 364/2003 er fjallar um staðsetningu bréfakassa. Þá var einnig horft til þess að íbúar fá samgöngustyrk frá Vegagerðinni til að sækja sér vörur og þjónustu eftir hentugleika. Taldi PFS að það ætti að vera viðurhlutalítið fyrir ábúendur að nálgast póstsendingar sem til þeirra berast í tengslum við þær ferðir sem íbúar teldu nauðsynlegar vegna búsetu á eyjunum.
Segir í fréttatilkynningu frá PFS.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. október 2010

Vegagerðin að ljúka vegaframkvæmdum í dag.

Farið yfir Árnesá á vaði fyrir ofan brúna.
Farið yfir Árnesá á vaði fyrir ofan brúna.
1 af 4
Í þessari viku lauk Vegagerðin við að keyra ofaní og hækka vegin upp frá Ávíkurá og út undir Reykjanesgil,einnig var hækkaður upp vegurinn fyrir ofan Kolgrafarvík eða frá Skyrkollusteini og framundir Skarð í Skarðsvík.

Einnig hefur jarðýtan verið að vinna í því að snyrta til við malarnámið og þar í kring,og víðar meðfram veginum á þessum kafla sem tekin var fyrir núna. 

Í gær var byrjað að keyra malaða efninu yfir og mun því verða lokið í dag að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra.

Verktakafyrirtækið Tak-Malbik kláraði að mala þessa 3.000 rúmmetra í Urðunum á miðvikudagskvöld,og í gær voru þeyr að færa tækin út á Gjögur,enn þar verður malað líka um 3.000 rúmmetrar.

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum þarf að fara með þessi stóru tæki yfir vöð við brýr því þessar brýr eru ekki taldar þola þennan mikla þunga.

Fréttamaður náði mynd þegar Taks-menn voru að fara með eitt tækið yfir vaðið fyrir ofan Árnesbrúna,en þar er nokkuð gott að komast yfir,lítill bratti upp úr ánni og harður botn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2010

Flogið aftur á fimmtudögum.

TF-ORF á Gjögurflugvelli.
TF-ORF á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir eru farnir að fljúga aftur á fimmtudögum til Gjögurs eftir fjögurra mánaða hlé í sumar og er það mikið fagnaðarefni,nú kemst fólk aftur með flugi til Reykjavíkur án þess að þurfa að stoppa í viku á milli ferða.

Nú kemur póstur aftur með fluginu tvisvar í viku,mánudögum og fimmtudögum,en ekki með flutningabílnum á miðvikudögum eins og verið hefur í sumar.

Strandafrakt er með ferðir norður út þennan mánuð eins og verið hefur undanfarin ár.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
Vefumsjón