Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2010

Rafmagn stöðugt.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Rafmagn hefur verið stöðugt frá í gærkvöldi.

Í gærkvöldi frá því rúmlega sex var rafmagn að fara af annað slagið hér í Árneshreppi.

Að sögn starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík var orsökin aðallega sú að samsláttur var á Drangsneslínu,eftir að rafmagni til Árneshrepps var flutt yfir á aðra línu um áttaleytið í gærkvöld var rafmagn orðið stöðugt og hefur verið það í allan dag þótt blindbylur sé og Norðan 20 til 24 m/s og frost orðið um tvö stig.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2010

Yfirlit yfir veðrið í Október 2010.

Örkin alhvít að morgni 24 október,um mánuði seinna en í fyrra.Flekkótt jörð á láglendi.
Örkin alhvít að morgni 24 október,um mánuði seinna en í fyrra.Flekkótt jörð á láglendi.
Veðrið í Október 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram til 16,enn þann 17 fór veður kólnandi með NA og N áttum,og var veður nokkuð rysjótt út mánuðinn.

Jörð á láglendi varð fyrst flekkótt þann 22,og mældist fyrsta snjódýpt að morgni 24,en taldist aldrei alhvít í mánuðinum.

Fjöll voru alhvít í fyrsta sinn að morgni 24,enn í fyrra urðu fjöll fyrst alhvít 25 september,eða um mánuði fyrr en í ár.

Uppskera úr matjurtagörðum var þokkaleg.(þetta átti að fylgja september yfirlitinu).

Yfirlit dagar vikur.

1:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 10 stig.

2-3:Austnorðaustan allhvasst og stinningskaldi í fyrstu,síðan síðan breytileg vindátt með andvara,rigning,hiti 5 til 10 stig.

4-7:Norðaustan og Norðan,stinningsgola og kaldi,en allhvass og hvassviðri þ.5,síðan stinningskaldi og stinningsgola,rigning eða súld,hiti 4 til 8 stig.

8:Suðvestan mest gola,súld,hiti 4 til 9 stig.

9-16:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,súld,rigning eða skúrir,hiti 3 til 12 stig.

17-18:Norðan stinningskaldi eða kaldi,talsverð rigning þ.17,hiti 2 til 5 stig,kólnandi veður.

19-Suðvestan og V,kaldi síðan gola,þurrt,hiti 0 til 5 stig.

20-25:Norðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,él,hiti frá -2 stigum uppí +4 stig.

26-31:Norðaustan kaldi,stinningskaldi eða allhvass,rigning,skúrir síðan él,hiti frá -2 stigum uppí +6 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2010

Rafmagnstruflanir.

Rafmagnstruflanir eru nú hér í Árneshreppi.
Rafmagnstruflanir eru nú hér í Árneshreppi.
Nú hafa verið talsverðar rafmagnstruflanir hér í Árneshreppi síðan uppúr klukkan sex í kvöld.

Rafmagn búið að fara af að minnsta kosti fjórum sinnum.
Og er rafmagnslaust nú þegar þetta er skrifað.

Stormur er núna af NA og slydda hitinn um 1 stig fer fljótt yfir í snjókomu.

Ekki er vitað hvað veldur sennilega útsláttur vegna sjávarseltu og eða ísingar.

Nú er keyrð hér dísil rafstöð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. október til 1.nóvember 2010.

Nokkrir ökumenn hafa vanrækt að láta skoða ökutæki sín.
Nokkrir ökumenn hafa vanrækt að láta skoða ökutæki sín.
Þriðjudagskvöldið 26. október var tilkynnt um umferðarslys á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi, þar hafði dráttarbíll með tengivagn hafnað út fyrir veg. Lögregla á eftirlitsferð kom fyrst á vettvang og var ökumaður, sem var einn í bílnum fluttur á heilsugæsluna á Hólmavík til skoðunar og í framhaldi af því fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl til skoðunar á slysadeild.   Bifreiðin og vagninn var mjög illa farin og flutt af vettvangi með þar til gerðum tækjum.

Nokkrir ökumenn voru boðaðir með ökutæki sín til skoðunar þar sem vanrækt hafði verið að færa þær til skoðunar á réttum tíma. Þá voru nokkrir ökumenn áminntir vegna ljósabúnaðar.

Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um eld í þvottavél í íbúðarhúsi á Reykhólum. Slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem reyndist lítill og skemmdir ekki miklar.  Slökkviliðið reykræsti húsið.

Umferð í umdæminu hefur verið með rólegra móti þessa viku, akstursskilyrði verið misjöfn, hálka víða.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. október 2010

Leiðindaveður framundan.

Vindaspá kl 12:00 á morgun fyrir Strandir og Norðurland vestra.Kort VÍ.
Vindaspá kl 12:00 á morgun fyrir Strandir og Norðurland vestra.Kort VÍ.

Spá fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og kvöld:
Austlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað, en úrkomulítið. Norðaustan 13-18 í og slydduél með kvöldinu. Hiti 0 til 5 stig, en svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Norðlæg átt, víða 5-13 m/s með éljum fyrir norðan. Lægir nyrðra síðdegis, en vaxandi austanátt og rigning eða slydda S-til um kvöldið. Hiti 0 til 3 stig sunnanlands en annars vægt frost.
Á mánudag:
Ákveðin NA- átt víðast hvar en hægari vindur SA-til. Rigning eða slydda A-til en slydda eða snjókoma norðantil. Hlýnar heldur.
Á þriðjudag:
Ákveðin norðanátt og snjókoma eða slydda norðantil. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðæga átt og fremur úrkomusamt veður, einkum norðantil á landinu. Fremur kalt.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. október 2010

Þorgeir Pálsson hefur sagt upp hjá At-Vest.

Þorgeir Pálsson hefur sagt upp hjá At-Vest.Mynd BB.ís
Þorgeir Pálsson hefur sagt upp hjá At-Vest.Mynd BB.ís
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða Þorgeir Pálsson, hefur sagt upp störfum hjá félaginu og hefur náðst samkomulag milli hans og stjórnar um starfslok. Hann lætur af störfum 29 október 2010.  Stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hefur af þessum sökum leitað til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga um tímabundna aðkomu að framkvæmdastjórn félagsins. 

Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga í dag 29. október var beiðni stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða samþykkt. Hefur stjórn sambandsins falið framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, Aðalsteini Óskarssyni að taka tímabundið við framkvæmdastjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, samhliða núverandi störfum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. október 2010

Tónleikum Kvartett Camerata og Meg@tríó frestað.

Kvartett Camerata og Meg@tríó frestað vegna veðurs.
Kvartett Camerata og Meg@tríó frestað vegna veðurs.
Fréttatilkynning.
Fyrirhuguðum tónliekum Kvartett Camerata og Meg@tríó í Bjarkalundi á föstudaginn og í kirkjunni á Hólmavík á laugardaginn hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er vond veðurspá og viðvörun Veðurstofunnar sem varar við ferðalögum um helgina. Kvartett Camerata kemur vonandi síðar í heimsókn en hann skipa systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk, tónlistarkennarar í Vesturbyggð, Strandamaðurinn Magnús Ólafs Hansson og Trausti Þór Sverrisson skólastjóri á Tálknafirði. Meg@tríó skipa systurnar og Gestur Rafnsson. 
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. október 2010

Síðasta áætlunarferð Strandafraktar.

Einn flutningabíla Strandafraktar og Gæi bílstjóri.
Einn flutningabíla Strandafraktar og Gæi bílstjóri.
Í dag var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.
Síðasta ferðin átti að vera í gær enn hætt var við vegna þæfingsfærðar og hvassviðris að koma,enda hreinsaði Vegagerðin ekki veginn í gær,en gerði það í morgun. 

Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október.
Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur.

Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í kaupfélagið með flugi á Gjögur,og póstur að venju.
Strandafrakt hefur alltaf sótt ullina til bænda í desember og verður svo í ár að venju.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. október 2010

Undirbúningur kjarasamninga í fullum gangi.

Kjaramálaráðstefna Verk Vest mynd af vef Verk Vest.
Kjaramálaráðstefna Verk Vest mynd af vef Verk Vest.
Vinna og undirbúningur fyrir kjarasamninga og kröfugerðir hjá aðildarfélögum ASÍ er um þessar mundir að ná hámarki. Landssamböndin eru nú hvert af öðru að kalla eftir samningsumboðum og kröfum frá aðildarfélögum svo hægt sé að móta endanlegar kröfur fyrir komandi kjarasamningsgerð. Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, SGS, Sambandi iðnfélaga, Samiðn, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, LÍV og Sjómannasambandi Íslands, SSÍ, þannig að í mörg horn er að líta þegar kemur að endanlegri kröfugerð félagsins.
Nánar á vef www.verkvest.is.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. október 2010

Bíllinn tættist hreinlega í sundur.

Svarti kassinn hægra megin á myndinni er ökumannshúsið sem rifnaði af með bílstjóranum inn í. Bifreiðin hafnaði á berginu sem er fyrir miðri mynd og við höggið brotnaði stórt stykki úr klettinum sem lenti á bifreiðinni. Ljósm: Lögreglan á Ísafirði.
Svarti kassinn hægra megin á myndinni er ökumannshúsið sem rifnaði af með bílstjóranum inn í. Bifreiðin hafnaði á berginu sem er fyrir miðri mynd og við höggið brotnaði stórt stykki úr klettinum sem lenti á bifreiðinni. Ljósm: Lögreglan á Ísafirði.
Bæjarins besta.
Það þykir ótrúleg mildi að vöruflutningabílstjórinn skuli hafa sloppið lítið meiddur þegar bifreið hans fór út af veginum í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd tættist bifreiðin hreinlega í sundur en hún lenti á kletti við veginn um Hlaðsvík, rétt utan við Laugardal. Framhjól bílsins, sem er dráttarbíll með tengivagni, rifnuðu undan og ökumannshúsið þeyttist af með ökumanninum í og hafnaði átta metra frá flakinu.
Ökumaðurinn missti meðvitund. Lögreglumenn frá Hólmavík komu að slysinu fyrir tilviljun og kölluðu á sjúkrabíl frá Hólmavík. Eftir skamma viðdvöl á heilsugæslustöðinni á Hólmavík var lagt af stað með hinn slasaða í sjúkrabíl til Reykjavíkur, en að því er fréttvefurinn vísir.is segir þá var höfð viðkoma á sjúkrahúsinu á Akranesi áður en ökumaður komst á slysadeild Landsspítalans. Ökumaðurinn hefur verið á sjúkrahúsi í dag í frekari rannsóknum.
Engin var hálka á veginum og eru tildrög slyssins ókunn.
Segir á www.bb.is


Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
Vefumsjón