Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2010
Prenta
Rafmagn stöðugt.
Rafmagn hefur verið stöðugt frá í gærkvöldi.
Í gærkvöldi frá því rúmlega sex var rafmagn að fara af annað slagið hér í Árneshreppi.
Að sögn starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík var orsökin aðallega sú að samsláttur var á Drangsneslínu,eftir að rafmagni til Árneshrepps var flutt yfir á aðra línu um áttaleytið í gærkvöld var rafmagn orðið stöðugt og hefur verið það í allan dag þótt blindbylur sé og Norðan 20 til 24 m/s og frost orðið um tvö stig.