Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn  4. nóvember 2010 
			Prenta
		
				
	
	
	Opnað norður í Árneshrepp.
		
		Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að opna veginn norður í Árneshrepp.
	
	
	
	
Mokað er frá Bjarnarfirði að sunnan og frá Gjögri í Norðri.
Þannig að mokað er beggja megin frá með veghefli og moksturstæki Árneshrepps.
Að sögn vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík verða mokstursdagur einu sinni í viku,fram til 5 janúar 2011,það er á þriðjudögum,en því má hnika til vegna veðurs.
Ófært hefur verið síðan á þriðjudag eftir Norðaustan hretið.
 
 
		




