Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2010
Prenta
Snjómokstur.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar í Árneshreppi frá Norðurfirði til Gjögurs.
Talsverður snjór er í svonefndum Urðum og á milli Stóru og Litlukleifa,annars er minna frá Trékyllisvík og til Gjögurs.
Það er líka talsverður klammi á veginum þar sem þunnt snjólag var,þegar blotnaði aftur í því í gær enn frosið er við jörð,og er víða hált.
Þetta mun vera fyrsti snjómoksturinn hér innansveitar í Árneshreppi á þessum vetri.