Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. nóvember 2010
Prenta
Nemendur Finnbogastaðaskóla í starfskynningu.
Skólastjóri Finnbogastaðaskóla Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir komu með nemendurna Júlíönu Lind Guðlaugsdóttur,Ástu Þorbjörgu Ingólfsdóttur og systkinin Kára og Þóreyju Ingvarsbörn ásamt aukanemandanum Karítas Sigurðardóttir sem er gestanemandi í smátíma,í starfskynningu á Veðurstöðina í Litlu-Ávík í gær.
Veðurathugunarmaðurinn þar sýndi þeim tildæmis úr hvernig skýjum hin ýmsa úrkoma gæti komið,en éljaský voru einmitt á lofti í gær,einnig sýndi hann þeim bækur með myndum af hinum ýmsu skýjum.
Börnunum þótti skrýtið þegar veðurathugunarmaður sýndi þeim hvernig veður er sent,það er tildæmis ekki sagt snjóél á síðustu klukkustund,heldur er gefin upp talan 26 og veður þá á milli athugana ef él hafa verið 88.
Eins ef er rigning þá er skrifuð talan 6366,allt gefið upp í kvóta.
Einnig var þeim sýnd hvernig úrkoman er mæld og hitamælar hámarks og lágmarks,hvernig þeyr virka og ýmislegt fleira.
Veffang Finnbogastaðaskóla ER HÉR.