Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2010 Prenta

Hafís á Vestfjarðamiðum.

Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Úr flugskýrslu TF-SIF. Línan á myndinni eru mörk íslensku efnahagslögsögunnar.Kort Landhelgisgæslan.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í fyrradag í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands . Austast var ísinn staðsettur 135 sml NNV af Horni eða 50 sjómílur fyrir utan íslensku efnahagslögsöguna. Syðst var hann 112 sml NV af Barða eða 23 sjómílur fyrir utan efnahagslögsöguna.

Í fluginu var einnig haft samband við tvö erlend skip sem ekki höfðu tilkynnt siglingu sína innan efnahagslögsögunnar til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en annað skipanna var með bilun í auðkenningarbúnaði. Höfðu skipin leitað vars í nágrenni við landið vegna veðurs.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Kort Árneshreppur.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
Vefumsjón