Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2010
Prenta
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í fyrradag í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands . Austast var ísinn staðsettur 135 sml NNV af Horni eða 50 sjómílur fyrir utan íslensku efnahagslögsöguna. Syðst var hann 112 sml NV af Barða eða 23 sjómílur fyrir utan efnahagslögsöguna.
Hafís á Vestfjarðamiðum.
Í fluginu var einnig haft samband við tvö erlend skip sem ekki höfðu tilkynnt siglingu sína innan efnahagslögsögunnar til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en annað skipanna var með bilun í auðkenningarbúnaði. Höfðu skipin leitað vars í nágrenni við landið vegna veðurs.