Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. október 2010

Vegagerðin að ljúka vegaframkvæmdum í dag.

Farið yfir Árnesá á vaði fyrir ofan brúna.
Farið yfir Árnesá á vaði fyrir ofan brúna.
1 af 4
Í þessari viku lauk Vegagerðin við að keyra ofaní og hækka vegin upp frá Ávíkurá og út undir Reykjanesgil,einnig var hækkaður upp vegurinn fyrir ofan Kolgrafarvík eða frá Skyrkollusteini og framundir Skarð í Skarðsvík.

Einnig hefur jarðýtan verið að vinna í því að snyrta til við malarnámið og þar í kring,og víðar meðfram veginum á þessum kafla sem tekin var fyrir núna. 

Í gær var byrjað að keyra malaða efninu yfir og mun því verða lokið í dag að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra.

Verktakafyrirtækið Tak-Malbik kláraði að mala þessa 3.000 rúmmetra í Urðunum á miðvikudagskvöld,og í gær voru þeyr að færa tækin út á Gjögur,enn þar verður malað líka um 3.000 rúmmetrar.

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum þarf að fara með þessi stóru tæki yfir vöð við brýr því þessar brýr eru ekki taldar þola þennan mikla þunga.

Fréttamaður náði mynd þegar Taks-menn voru að fara með eitt tækið yfir vaðið fyrir ofan Árnesbrúna,en þar er nokkuð gott að komast yfir,lítill bratti upp úr ánni og harður botn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2010

Flogið aftur á fimmtudögum.

TF-ORF á Gjögurflugvelli.
TF-ORF á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir eru farnir að fljúga aftur á fimmtudögum til Gjögurs eftir fjögurra mánaða hlé í sumar og er það mikið fagnaðarefni,nú kemst fólk aftur með flugi til Reykjavíkur án þess að þurfa að stoppa í viku á milli ferða.

Nú kemur póstur aftur með fluginu tvisvar í viku,mánudögum og fimmtudögum,en ekki með flutningabílnum á miðvikudögum eins og verið hefur í sumar.

Strandafrakt er með ferðir norður út þennan mánuð eins og verið hefur undanfarin ár.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2010

Nýtt malarslitlagsefni.

Fínt efni borið ofaní flugbrautina.Myndasafn.
Fínt efni borið ofaní flugbrautina.Myndasafn.
Í liðinni viku var keyrt ofaní flugbrautina á Gjögurflugvelli nýju fínu malarslitslagsefni.

Harpað efni var til í Gjögurlandi sem var harpað fyrir nokkrum árum.

Efnið er borið ofan í flugbrautina með sérstakri útlagningarvél eða vagni,sem er einnig notaður við að sandbera flugbrautina ef myndast hálka.

Efnið er síðan valtað.

Efni úr flugbrautinni eyðist alltaf smátt og smátt bæði vegna snjómokstra og auk þess sem það veðrast burt,þarf því að leggja nýtt slitlag á tveggja til þriggja ára fresti.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. október 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.til 11. október 2010.

Umferðin gekk vel og án óhappa á Vestfjörðum í liðinni viku.
Umferðin gekk vel og án óhappa á Vestfjörðum í liðinni viku.

Á föstudag var tilkynnt um slys við bæinn Fjörð á Skálmarnesi, þar hafði maður fengið nagla úr naglabyssu í fótinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík. Unnið var að viðgerð á þaki þegar óhappið átti sér stað.  Að öðru leiti var tíðinda lítið hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. . Umferð á þjóðvegum gekk vel og  án óhappa  og ökumenn stilltu hraða sinn í hóf.  Skemmtanahald gekk víðast hvar vel fyrir sig fyrir utan að nokkrir unglingar  voru til vandræða vegna ölvunar og óspekta á  Ísafirði.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. október 2010

Strandavegur, Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur í Strandabyggð.

Kort Strandavegur 643.Kortið er af vef Vegagerðarinnar.
Kort Strandavegur 643.Kortið er af vef Vegagerðarinnar.
Vegagerðin hefur kynnt á vef sínum 2,8 km langa vegaframkvæmd á Strandavegi (643), af Djúpvegi í botni Steingrímsfjarðar að Geirmundarstaðavegi í mynni Selárdals.
Jafnframt er fjallað um breytta legu Staðarvegar og Stakkanesvegar og tengingu Grænaness við Strandaveg. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi. Heildarlengd nýrra vega er tæpir 4,0 km og eru að mestu nýlagnir. Nýjar veglínur liggja að mestu leiti fjarri núverandi vegum.
Nýr kafli Strandavegar verður 8,0 m breiður. Aðrir vegir verða 4,0 m breiðir. Framkvæmdin er lokaáfanginn við að leggja bundið slitlag á leiðina milli Hólmavíkur og Drangsness.  
Framkvæmdasvæði er í Strandabyggð og nýir vegir liggja um lönd jarðanna Hrófbergs, Stakkaness og Grænaness.
Stefnt er að því að framkvæmdir við verkið hefjist 2011 og að verklok verði 2012. Vegagerðin telur að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka greiðfærni og umferðaröryggi.
Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum.
Nánar á vef Vegagerðarinnar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. október 2010

Erfitt var að koma mölunarsamstæðunni norður.

Í Urðunum verður harpað 3.000,rúmmetrar,enn í heild á fjórum stöðum 12.000.rúmmetrar.
Í Urðunum verður harpað 3.000,rúmmetrar,enn í heild á fjórum stöðum 12.000.rúmmetrar.
1 af 3
Það voru miklar tilfæringar og fésin hjá verktakafyrirtækinu Tak-Malbik í Borgarnesi, að koma mölunar og hörpunarsamstæðunum norður sem sér um mölun og hörpun á yfirkeyrsluefninu fyrir Vegagerðina hér norður í Árneshreppi.

Menn urðu að selflytja þessi stóru tæki yfir brýr og eða fara á vaði yfir nokkrar ár því ekki var talið að brýr mundu þola  þennan mikla þunga,allt uppí 40.tonn.Síðan að setja tækin aftur á dráttarvagna.

Taks-menn byrjuðu á föstudag í síðustu viku að koma tækjunum norður og komust með síðasta tækið á sunnudagskvöld.

Nú er byrjað að mala og harpa efni í svonefndum Hlíðarhúsum við Urðarfjall,þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar,og einnig verður malað efni við Gjögur og Byrgisvík og einnig Sýruvík sem er fyrir sunnan Kaldbaksvíkurkleyf eða fyrir norðan Eyjar í Kaldrananeshreppi.Malað verður 3.000 rúmmetrar á hvorum stað eða 12.000 rúmmetrar í heild.

Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík hefur aldrei verið malað eins mikið efni í Strandaveg 643 fyrr.
Aldrei hefur komið svona stór mölunarsamstæða fyrr norður í Árneshrepp til að mala og harpa malarefniefni fyrir Vegagerðina.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. október 2010

Móttökugámur fyrir flokkað sorp.

Einar Indriðason framkvæmdastjóri Sorpsamlags Strandasýslu við flokkunargáminn.
Einar Indriðason framkvæmdastjóri Sorpsamlags Strandasýslu við flokkunargáminn.
Nú í vikunni setti Sorpsamlag Strandasýslu upp gám fyrir endurvinnanlegt sorp á Norðurfirði,enn aðalstöðin fyrir endurvinnanlegan sorpúrgang verður þar og einnig fyrir spilliefni.

Hreppsbúar verða sjálfir að koma hinu endurvinnanlega sorpi þangað.Það er að ekki verða tunnur við heimili sem sorpsamlagið losar.

Gámar undir sorp sem fer í urðun eru á fjórum stöðum í hreppnum,það er á aðalmóttökustöðinni á Norðurfirði,í Trékyllisvík,fyrir ofan Gjögur og í Djúpavík.

Sorpi sem hægt er að skila flokkuðu í móttökugáminn á Norðurfirði eru eftirtalin:

Pappír,slettur pappír,bylgjupappír,ólitað og litað plast,hart plast.

Málmar,gler,postulín og flísar skulu fara í eldri gámana áfram.

Einnig er á Norðurfirði gámur fyrir spilliefni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. október 2010

Fjórðungssamband Vestfirðinga mótmælir niðurskurði.

FV mótmælir niðurskurði á starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
FV mótmælir niðurskurði á starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fjallaði á fundi sínum mánudaginn 4.október s.l.um áhrif tillagana í fjárlagafrumvarpi 2011.Í framhaldi fundarins hefur verið samin ályktun þar sem varað er eindregið við niðurskurði í heilbrygðismálum á Vestfjörðum.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir því harðlega þeim áformum er varða niðurskurð í starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum. Ekki verður séð hvernig hægt er að bregðast við slíkum niðurskurði án fækkunar starfa. Stofnanir sem hafa á síðustu árum, þrátt fyrir uppgang í atvinnulífi og rekstri hins opinbera, unnið að hagræðingu í rekstri þeirra og hafa fengið viðurkenningu fyrir. Þannig hefur tekist til þessa í samvinnu við stjórnvöld að vinna að hagræðingu í rekstri en með sem minnstri skerðingu á þjónustu og öryggi íbúa. Þær tillögur fjárlagafrumvarps sem nú liggja fyrir eru hinsvegar í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu og almennt við stefnu stjórnvalda um þjónustuframboð, öryggismál og byggðaþróun.  Helstu þættir sem hér er hægt að tilgreina.
Nánar á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. október 2010

Snjór niðrá láglendi.

Snjór niðurá láglendi víða í morgunsárið.Árnesfjall og  Melar og séð upp Eyrarháls.
Snjór niðurá láglendi víða í morgunsárið.Árnesfjall og Melar og séð upp Eyrarháls.
1 af 2
Það hefur snjóað niðurá láglendi á stöku stað hlémegin fjalla hér í Árneshreppi í nótt.

Við bæinn Mela er að sjá hvítt í sjó fram allavega niður að Melarétt.

Það hefur líka snjóað í Árnesfjallið og Árnesdalinn niðrað láglendi.

Í Örkinni og í Finnbogastaðafjalli hefur aðeins snjóað fyrir ofan ca 500 metra hæð.

Hitastigið á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór ekki niðrí nema 4,4 stig og við jörð 4,1 stig,enda stöðin rétt við sjóinn.

Nú er að draga úr Norðan og Norðaustanáttunni,enn mjög hvasst var í gærkvöldi af NNA eða18 til 23 m/s ,og á að vera orðið sæmilegt veður í kvöld,samkvæmt veðurspám,og jafnvel suðlæg vindátt á morgun.

Myndirnar sem fylgja hér með,teknar frá Litlu-Ávík til Mela og Árnesfjalls,eru slæmar vegna rigningarinnar og myndatökumaður hristist í vindinum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. október 2010

Leðurtöskunámskeið.

Námskeiðið verður í Árneshreppi sunnudaginn 24 október.
Námskeiðið verður í Árneshreppi sunnudaginn 24 október.

Fréttatilkynning.
Laugardaginn 23. október á Hólmavík
Sunnudaginn 24. október í Árneshreppi

 Saumað er úr íslensku lambsleðri - skreytt með roði (4 teg í boði), smálambi eða strútsfót. Saumuð verður einföld handtaska sem auðvelt er að breyta og gera að sinni eigin. Nemendur læra að byggja upp töskuna, fóðra og setja renndan vasa og GSM vasa innan í töskuna. Setja í segulsmellu, nota hnoð, kósa, sylgju eða D. Nemendur þurfa að hafa með sér saumavél, góð skæri, leðurnálar í saumavélina (stærð 90 - 120). Einnig er gott að hafa ef nemendur eiga, skurðarmottu - stiku og hníf, góðan heftara og grófari tvinna, fitupenna ef hann er til á bænum. Nemendur þurfa að hafa grunnkunnáttu á saumavél.

Verð á námskeiðið er fyrir utan efniskostnað. Hráefniskostnaður er 12.000 kr., inni í því er allt hráefni í töskuna nema leður til skreytingar ef vill (roð - smálamb - strútur) verð á því getur hlaupið á .1000- 5.000 kr.

Kennari: Sigrún Indriðadóttir hjá Rúnalist.

Staður: Grunnskólinn á Hólmavík.Í Árneshreppi staður ekki alveg ákveðinn annað hvort í Finnbogastaðaskóla eða í félagsheimilinu Árnesi Trékyllisvík.

Fjöldi kennslustunda: 8

Verð: 21.000.-

 
Átt þú rétt á styrk til námskeiða hjá þínu stéttarfélagi?

Krisín Sigurrós Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða veitir einnig þjónustu fyrir Verkvest og getur aðstoðað við að kanna styrkmöguleika hjá öðrum stéttarfélögum:
stina@holmavik.is

gsm 8673164

vs 4510080

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
Vefumsjón