Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. október 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11.til 18. október 2010.

Loftbúðar sprungu út vegna holóttra vega.
Loftbúðar sprungu út vegna holóttra vega.

Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. 6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.  Þriðjudaginn 12. varð bílvelta á Dynjandisheiði í svonefndum Trölladölum, þar hafnaði jeppabifreið út fyrir veg, þar voru erlendir ferðamenn á ferð og sakaði þá ekki. Bifreiðin talin ónýt. Þá var tilkynnt um tvo árekstra, minni háttar á Ísafirði á miðvikudag og sunnudag, ekki slys á fólki. Á föstudagskvöld varð bílvelta innanbæjar á Flateyri, ökumaður grunaður um ölvun við akstur.

Þá var tilkynnt um óhapp í Kjálkafirði, óhappið varð með þeim hætti að nýlegri fólksbifreið var ekið þar um þjóðveg nr. 60, þar sem vegurinn er mjög holóttur og sprungu út loftpúðar, öryggispúðar í hægri framhurð. Það mun vera mjög sjaldgæft að loftpúðar springi út, þegar ekið er um mjög holótta vegi.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur, annar við Ísafjörð og hinn í nágrenni við Hólmavík.

Þá var tilkynnt að ekið hafi verið á hæðarslá við Bolungarvíkurgöngin, Hnífsdalsmegin, þar ók flutningabíll með háan gám á slána. Málið telst upplýst.

Lögregla hefur áminnt þó nokkuð marga eigendur/umráðamenn ökutækja vegna ólöglegra stöðu bifreiða í þéttbýlisstöðunum í umdæminu s.l. daga.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. október 2010

Ákvörðun PFS vegna póstþjónustu í Æðey og Vigur.

Æðey mynd © Mats.
Æðey mynd © Mats.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 29/2010 um póstþjónustu í Æðey og Vigur. Í ákvörðuninni var komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspósti bæri ekki skylda til að greiða ábúendum sérstaklega fyrir að nálgast sinn eigin póst. Vísað var m.a. til 16 . gr. reglugerðar um alþjónustu nr. 364/2003 er fjallar um staðsetningu bréfakassa. Þá var einnig horft til þess að íbúar fá samgöngustyrk frá Vegagerðinni til að sækja sér vörur og þjónustu eftir hentugleika. Taldi PFS að það ætti að vera viðurhlutalítið fyrir ábúendur að nálgast póstsendingar sem til þeirra berast í tengslum við þær ferðir sem íbúar teldu nauðsynlegar vegna búsetu á eyjunum.
Segir í fréttatilkynningu frá PFS.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. október 2010

Vegagerðin að ljúka vegaframkvæmdum í dag.

Farið yfir Árnesá á vaði fyrir ofan brúna.
Farið yfir Árnesá á vaði fyrir ofan brúna.
1 af 4
Í þessari viku lauk Vegagerðin við að keyra ofaní og hækka vegin upp frá Ávíkurá og út undir Reykjanesgil,einnig var hækkaður upp vegurinn fyrir ofan Kolgrafarvík eða frá Skyrkollusteini og framundir Skarð í Skarðsvík.

Einnig hefur jarðýtan verið að vinna í því að snyrta til við malarnámið og þar í kring,og víðar meðfram veginum á þessum kafla sem tekin var fyrir núna. 

Í gær var byrjað að keyra malaða efninu yfir og mun því verða lokið í dag að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra.

Verktakafyrirtækið Tak-Malbik kláraði að mala þessa 3.000 rúmmetra í Urðunum á miðvikudagskvöld,og í gær voru þeyr að færa tækin út á Gjögur,enn þar verður malað líka um 3.000 rúmmetrar.

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum þarf að fara með þessi stóru tæki yfir vöð við brýr því þessar brýr eru ekki taldar þola þennan mikla þunga.

Fréttamaður náði mynd þegar Taks-menn voru að fara með eitt tækið yfir vaðið fyrir ofan Árnesbrúna,en þar er nokkuð gott að komast yfir,lítill bratti upp úr ánni og harður botn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2010

Flogið aftur á fimmtudögum.

TF-ORF á Gjögurflugvelli.
TF-ORF á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir eru farnir að fljúga aftur á fimmtudögum til Gjögurs eftir fjögurra mánaða hlé í sumar og er það mikið fagnaðarefni,nú kemst fólk aftur með flugi til Reykjavíkur án þess að þurfa að stoppa í viku á milli ferða.

Nú kemur póstur aftur með fluginu tvisvar í viku,mánudögum og fimmtudögum,en ekki með flutningabílnum á miðvikudögum eins og verið hefur í sumar.

Strandafrakt er með ferðir norður út þennan mánuð eins og verið hefur undanfarin ár.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2010

Nýtt malarslitlagsefni.

Fínt efni borið ofaní flugbrautina.Myndasafn.
Fínt efni borið ofaní flugbrautina.Myndasafn.
Í liðinni viku var keyrt ofaní flugbrautina á Gjögurflugvelli nýju fínu malarslitslagsefni.

Harpað efni var til í Gjögurlandi sem var harpað fyrir nokkrum árum.

Efnið er borið ofan í flugbrautina með sérstakri útlagningarvél eða vagni,sem er einnig notaður við að sandbera flugbrautina ef myndast hálka.

Efnið er síðan valtað.

Efni úr flugbrautinni eyðist alltaf smátt og smátt bæði vegna snjómokstra og auk þess sem það veðrast burt,þarf því að leggja nýtt slitlag á tveggja til þriggja ára fresti.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. október 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.til 11. október 2010.

Umferðin gekk vel og án óhappa á Vestfjörðum í liðinni viku.
Umferðin gekk vel og án óhappa á Vestfjörðum í liðinni viku.

Á föstudag var tilkynnt um slys við bæinn Fjörð á Skálmarnesi, þar hafði maður fengið nagla úr naglabyssu í fótinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík. Unnið var að viðgerð á þaki þegar óhappið átti sér stað.  Að öðru leiti var tíðinda lítið hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. . Umferð á þjóðvegum gekk vel og  án óhappa  og ökumenn stilltu hraða sinn í hóf.  Skemmtanahald gekk víðast hvar vel fyrir sig fyrir utan að nokkrir unglingar  voru til vandræða vegna ölvunar og óspekta á  Ísafirði.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. október 2010

Strandavegur, Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur í Strandabyggð.

Kort Strandavegur 643.Kortið er af vef Vegagerðarinnar.
Kort Strandavegur 643.Kortið er af vef Vegagerðarinnar.
Vegagerðin hefur kynnt á vef sínum 2,8 km langa vegaframkvæmd á Strandavegi (643), af Djúpvegi í botni Steingrímsfjarðar að Geirmundarstaðavegi í mynni Selárdals.
Jafnframt er fjallað um breytta legu Staðarvegar og Stakkanesvegar og tengingu Grænaness við Strandaveg. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi. Heildarlengd nýrra vega er tæpir 4,0 km og eru að mestu nýlagnir. Nýjar veglínur liggja að mestu leiti fjarri núverandi vegum.
Nýr kafli Strandavegar verður 8,0 m breiður. Aðrir vegir verða 4,0 m breiðir. Framkvæmdin er lokaáfanginn við að leggja bundið slitlag á leiðina milli Hólmavíkur og Drangsness.  
Framkvæmdasvæði er í Strandabyggð og nýir vegir liggja um lönd jarðanna Hrófbergs, Stakkaness og Grænaness.
Stefnt er að því að framkvæmdir við verkið hefjist 2011 og að verklok verði 2012. Vegagerðin telur að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka greiðfærni og umferðaröryggi.
Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum.
Nánar á vef Vegagerðarinnar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. október 2010

Erfitt var að koma mölunarsamstæðunni norður.

Í Urðunum verður harpað 3.000,rúmmetrar,enn í heild á fjórum stöðum 12.000.rúmmetrar.
Í Urðunum verður harpað 3.000,rúmmetrar,enn í heild á fjórum stöðum 12.000.rúmmetrar.
1 af 3
Það voru miklar tilfæringar og fésin hjá verktakafyrirtækinu Tak-Malbik í Borgarnesi, að koma mölunar og hörpunarsamstæðunum norður sem sér um mölun og hörpun á yfirkeyrsluefninu fyrir Vegagerðina hér norður í Árneshreppi.

Menn urðu að selflytja þessi stóru tæki yfir brýr og eða fara á vaði yfir nokkrar ár því ekki var talið að brýr mundu þola  þennan mikla þunga,allt uppí 40.tonn.Síðan að setja tækin aftur á dráttarvagna.

Taks-menn byrjuðu á föstudag í síðustu viku að koma tækjunum norður og komust með síðasta tækið á sunnudagskvöld.

Nú er byrjað að mala og harpa efni í svonefndum Hlíðarhúsum við Urðarfjall,þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar,og einnig verður malað efni við Gjögur og Byrgisvík og einnig Sýruvík sem er fyrir sunnan Kaldbaksvíkurkleyf eða fyrir norðan Eyjar í Kaldrananeshreppi.Malað verður 3.000 rúmmetrar á hvorum stað eða 12.000 rúmmetrar í heild.

Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík hefur aldrei verið malað eins mikið efni í Strandaveg 643 fyrr.
Aldrei hefur komið svona stór mölunarsamstæða fyrr norður í Árneshrepp til að mala og harpa malarefniefni fyrir Vegagerðina.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. október 2010

Móttökugámur fyrir flokkað sorp.

Einar Indriðason framkvæmdastjóri Sorpsamlags Strandasýslu við flokkunargáminn.
Einar Indriðason framkvæmdastjóri Sorpsamlags Strandasýslu við flokkunargáminn.
Nú í vikunni setti Sorpsamlag Strandasýslu upp gám fyrir endurvinnanlegt sorp á Norðurfirði,enn aðalstöðin fyrir endurvinnanlegan sorpúrgang verður þar og einnig fyrir spilliefni.

Hreppsbúar verða sjálfir að koma hinu endurvinnanlega sorpi þangað.Það er að ekki verða tunnur við heimili sem sorpsamlagið losar.

Gámar undir sorp sem fer í urðun eru á fjórum stöðum í hreppnum,það er á aðalmóttökustöðinni á Norðurfirði,í Trékyllisvík,fyrir ofan Gjögur og í Djúpavík.

Sorpi sem hægt er að skila flokkuðu í móttökugáminn á Norðurfirði eru eftirtalin:

Pappír,slettur pappír,bylgjupappír,ólitað og litað plast,hart plast.

Málmar,gler,postulín og flísar skulu fara í eldri gámana áfram.

Einnig er á Norðurfirði gámur fyrir spilliefni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. október 2010

Fjórðungssamband Vestfirðinga mótmælir niðurskurði.

FV mótmælir niðurskurði á starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
FV mótmælir niðurskurði á starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fjallaði á fundi sínum mánudaginn 4.október s.l.um áhrif tillagana í fjárlagafrumvarpi 2011.Í framhaldi fundarins hefur verið samin ályktun þar sem varað er eindregið við niðurskurði í heilbrygðismálum á Vestfjörðum.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir því harðlega þeim áformum er varða niðurskurð í starfsemi heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum. Ekki verður séð hvernig hægt er að bregðast við slíkum niðurskurði án fækkunar starfa. Stofnanir sem hafa á síðustu árum, þrátt fyrir uppgang í atvinnulífi og rekstri hins opinbera, unnið að hagræðingu í rekstri þeirra og hafa fengið viðurkenningu fyrir. Þannig hefur tekist til þessa í samvinnu við stjórnvöld að vinna að hagræðingu í rekstri en með sem minnstri skerðingu á þjónustu og öryggi íbúa. Þær tillögur fjárlagafrumvarps sem nú liggja fyrir eru hinsvegar í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu og almennt við stefnu stjórnvalda um þjónustuframboð, öryggismál og byggðaþróun.  Helstu þættir sem hér er hægt að tilgreina.
Nánar á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
Vefumsjón