Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. október 2010 Prenta

Menntastoðir í fjarnámi til Hólmavíkur.

Þróunarsetrið á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Þróunarsetrið á Hólmavík.Mynd Strandir.is

Nú gefst fólki á Norðurlandi og Vestfjörðum tækifæri til að stunda nám í Menntastoðum með dreifnámsfyrirkomulagi eða fjarfundabúnaði. Dreifnám felst í því að kennt er einu sinni í viku á þriðjudögum frá kl. 16:00-21:00 og annan hvern laugardag frá kl. 09:00-17:00. Kennslan fer fram á Akureyri en þeir sem búa annars staðar geta sótt námið í gegnum fjarfundabúnað í námsverum, meðal annars á Hólmavík. Námið er skipulagt í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar SÍMEY, Farskólann á Norðurlandi vestra, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Þekkingarnet Þingeyinga.

Menntastoðir hefjast 5. nóvember 2010 og lýkur í lok maí 2011. Námið hefst á tveimur vinnuhelgum og kennt er frá hádegi á föstudegi fram á sunnudag. Mikilvægt er að allir nemendur mæti þá til Akureyrar. Menntastoðir eru nám á framhaldsskólastigi sem gefur um 50 einingar inn í Háskólabrú Keilis en jafnframt metur Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) þær til 29 framhaldsskólaeininga. Aldurstakmark 20 ára og eldri.

Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Helstu námsgreinar eru stærðfræði, íslenska, upplýsingatækni, enska og danska.

Skráning og nánari upplýsingar um námið er hjá SÍMEY í síma 460-5720, betty@simey.is,valgeir@simey.is eða á www.simey.is eða á frmst.is
Skráningu lýkur 2. nóvember 2010

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
Vefumsjón