Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. október 2010 Prenta

Nýr eigandi að Reykjanesi.

Á Reykjanesi er góður reki og heitar uppsprettur.Mynd H.J.
Á Reykjanesi er góður reki og heitar uppsprettur.Mynd H.J.

Eyðijörðin Reykjanes í Árneshreppi er búin að vera á sölu í allnokkurn tíma,jarðeigendur voru margir og engin af þeim vildu nýta jörðina að neinu leyti.Því ákváðu jarðeigendur að selja jörðina.
Ásett verð á jörðina var tuttugumilljónir króna,en var seld á talsvert lægri upphæð.
Í dag var skrifað undir kaupsamning á jörðinni,kaupandi var Samúel Vilberg Jónsson pípulagningarmeistari í Hafnarfirði.

Villi eins og hann er kallaður hér í Árneshreppi er frá Munaðarnesi hér í sveit.

Eyðijörðin Reykjanes liggur á milli Litlu-Ávíkur í vestri og Gjögurs í austri,engin hús eru á jörðinni nothæf,en jörðin þykir mikil hlunnindajörð aðallega vegna rekans,einnig eru heitar uppsprettur í Laugarvík og í Akurvík,þar sem landamerki  Reykjanes og Gjögurs eru.

Eitthvað hefur það kitlað taugar Villa pípara að heitt vatn er á landareigninni.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur haft Reykjanesið á leigu til fjöldra ára,aðallega vegna rekans,túna og beitarlands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
Vefumsjón