Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. október 2010
Prenta
Fyrst flekkótt jörð á láglendi.
Þá er þetta hvíta farið að láta sjá sig sem mun kallast snjór,fyrst í haust var nefnilega flekkótt jörð á láglendi í morgun,eða tæpum mánuði seinna enn í fyrra, enn fyrst varð flekkótt jörð í fyrra þann 25 september.
Það er ekki mjög kalt,hitastig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var í morgun klukkan níu 1,6 stig í + en fór niðrí +0,4 stig í nótt og hámarkið frá í gær +2,1 stig,þannig að hitinn rokkar frá -0 stigum og uppí +2 stig.
Talsverð él voru í nótt og eru nú í morgun.
Spáð er heldur hlýnandi veðri eftir helgina.
Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í hálkunni,hún getur verið mjög lúmsk.