Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2010

Aðsend grein frá Jóni G Guðjónssyni.

Unnið í vegagerð í Árneshreppi.
Unnið í vegagerð í Árneshreppi.
Hugleiðing um veginn norður í Árneshrepp.

Á dögunum fór ég suður til Reykjavíkur héðan úr Árneshreppi það er svo sem ekkert í frásögur færandi,enn var þó á leiðinni að hugsa um hverslags vegi við þurfum að búa við hér norðurfrá.

-Keyrt var um Kjörvogshlíð til Reykjarfarðar um Djúpavík yfir Veiðileysuháls um veginn sem liggur um eyðibilin Byrgisvík og Kolbeinsvík til Kaldbaksvíkur,um Kaldbaksvíkurkleyf.

Þetta var hryllileg keyrsla þessi leið,vegurinn  svo holóttur að maður hélst sér fast í stýrið til að tolla í sætinu,þótt Vegagerðin myndi hefla þessa leið myndi það varla skipta máli,því hvað á að hefla þegar ofaníburðinn vantar.

Svo þegar komið er suður fyrir Kaldbaksvíkurkleyf er loks komið á veg sem er búið að byggja upp allt til Bjarnarfjarðar,þótt um malarveg sé um að ræða,og það svona sæmilegur vegur miðað við malarveg.

Enn Bjarnafjörðurinn sjálfur og Bjarnarfjarðarháls er ömurlegur vegur þótt ekki meira sé sagt,allt niður hálsinn Steingrímsfjarðarmegin að vegamótunum Drangsnes-Hólmavík,síðan kemur smá spotti malbikaður fram hjá Bassastöðum að Selá,síðan ómalbikað að Staðará,þar sem eru vegamót Steingrímsfjarðarheiði í vestri og til Hólmavíkur í suðri.

Hluta vegarins í Bjarnarfirði er búið að byggja upp en það á að skipta um brú yfir Bjarnarfjarðarbrú og breyta staðsetningu vegarins í botni Bjarnarfjarðar að Bjarnarfjarðarhálsi,og er það tilbúið á teikniborðinu og átti að bjóða út árið 2008 en þá skall bankahrunið á.
Greinina í heild má sjá hér til vinstri á síðunni undir Aðsendar greinar.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. september 2010

Sauðburður í miðri sláturtíð.

Ærin Tinna með svörtu og hvítu gimbrarnar sínar.
Ærin Tinna með svörtu og hvítu gimbrarnar sínar.
1 af 2

Það var heldur betur óvænt nú í miðri sláturtíð,þegar ærin Tinna á Finnbogastöðum bar tveim gimbrarlömbum,hvítu og svörtu fyrir viku síðan.

Guðmundur bóndi Þorsteinsson á Finnbogastöðum segist hafa sett ána Tinnu út í vor ásamt fleira geldfé,enda var Tinna talin geld,reyndar var hrútum þá sleppt út um sama leiti.

Það er svo sem ekki dónalegt að fá að koma í heiminn í þessum sumarhita sem er nú í september,hlýrra enn þegar hefðbundin sauðburður stendur yfir á vorin.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. september 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. til 27. september 2010.

Enn er ekið á sauðfé í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Enn er ekið á sauðfé í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Í vikunni  sem var að líða var tilkynnt  um 3 umferðaróhöpp í umdæminu og voru þau öll minniháttar, litlar skemmdir á ökutækjum. 

7 ökumenn voru stöðvaðir á Djúpvegi fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, mældist á 134 km/klst. 6 voru stöðvaðir í nágreni við Ísafjörð og 1 við Hólmavík.

Og enn er ekið á sauðfé í umdæminu og bárust 3 tilkynningar til lögreglu þar sem tilkynnt var að ekið hafi verið á lömb.

2 tilkynningar komu til lögreglu vegna skemmdarverka, þar sem  tveir bílar urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Annað tilfellið var á Ísafirði og hitt á Patreksfirði.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. september 2010

Fé aftur í slátrun úr Árneshreppi.

Frá ómskoðun í Litlu-Ávík 21/09-2010.
Frá ómskoðun í Litlu-Ávík 21/09-2010.
1 af 2
Í gær fór fé aftur í slátrun frá bændum í Árneshreppi,eftir síðustu leitir á innra eða syðra svæðinu 17 og 18 september,þar sem réttað var í Kjós, allt er um lömb að ræða sem fer í slátrun þessa viku yfirleitt.

Í byrjun október er áætlað að restin fari í slátrun,þá fullorðið fé og eftirstöðvar af lömbum sem fundist hafa í eftirleitum eða eftirsmölunum.

Féð fer til slátrunar bæði til Blönduós og eða Hvammstanga,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.

Bændur létu ómskoða féð sitt dagana 21 og 22 september,það er til að meta lömb og hrúta til ásetnings og einnig í líflambasölu í önnur héruð,enn talsvert verður um líflambasölu úr hreppnum nú.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. september 2010

Veðurathugunarmaður í frí.

Mælaskýli í Litlu-Ávík.
Mælaskýli í Litlu-Ávík.
Ekkert veður verður sent eftir kl níu í morgun frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík og fram á laugardagsmorgun þann 25 september.

Jón G Guðjónsson fer í frí til Reykjavíkur enn kemur aftur heim vonandi seint á föstudagskvöld.

Ef allt verður eins og áætlað er ætti veðurskeyti að berast aftur kl 06:00 eða kl 09:00 á laugardagsmorgun frá Litlu-Ávík.

Eins verður ekkert um að skrifað verði á vefinn www.litlihjalli.is á þeim tíma.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. september 2010

Vestfjarðahringnum lokið.

Vel heppnaður Vestfjarðahringur.
Vel heppnaður Vestfjarðahringur.
Í síðustu viku gerði starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða víðreist um Vestfirði. Með í för voru starfsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Starfsendurhæfingar Vestfjarða. Kynningar voru haldnar sitt hvort kvöldið á fjórum stöðum á Vestfjörðum: Reykhólum, Sævangi á Ströndum, Flateyri og Tálknafirði. Það ríkti góð stemming á þessum kynningarkvöldum þar sem hver stofnun kynnti sýna starfsemi. Auk þess voru fengnar vanar konur á hverjum stað til að halda örnámskeið í að sníða og sauma sláturkeppi. Auk þess að halda þessar kynningar var farið í heimsóknir á ýmsa vinnustaði á viðkomustöðum og heilsað upp á starfsfólk þar.
Segir í fréttatikynningu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2010

Kjör varaformanns stjórnar FV og fulltrúa í samgöngunefnd.

Sigurður Pétursson er fulltrúi stjórnar FV í samgöngunefnd.
Sigurður Pétursson er fulltrúi stjórnar FV í samgöngunefnd.
Fréttatilkynning:
Ný stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga kom saman til fundar þann 20. september s.l.. Á fundinum var kosin varaformaður stjórnar og fulltrúi stjórnar í samgöngunefnd sambandsins. Varaformaður var kjörin Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð og fulltrúi stjórnar í samgöngunefnd var kjörinn Sigurður Pétursson, Ísafjarðarbæ. Friðbjörg var einnig kjörin sem varamaður Sigurðar í samgöngunefnd. Fulltrúi stjórnar í samgöngunefnd verður jafnframt formaður hennar samkvæmt samþykkt 49. Fjórðungsþings Vestfirðinga, árið 2004 en þá var samþykkt að skipa nefndina sem fastanefnd.  
Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Albertína F Elíasdóttir í síma 8484256.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. september 2010

Drangajökull hopar.

Drangajökull séð frá austri.
Drangajökull séð frá austri.
Bæjarins besta.
Vísbendingar eru um að Drangajökull kunni að hafa rýrnað. Kom það fram í árvissum mælingum Veðurstofunnar. „Enn á eftir að vinna úr gögnum síðustu mælinga en allt bendir til að bráðnun sé nú meiri en verið hefur frá því að mælingar hófust árið 2005," segir Jón Ottó Gunnarsson, sérfræðingur í rekstri mælakerfis og vatnafræði hjá Veðurstofunni. Hann bendir á að hlýtt veðurfar í sumar hljóti að hafa tekið sinn toll af jöklum landsins. Áður höfðu mælingar bent til að jökullinn væri að stækka á sama tíma og jöklar á meginhálendinu og víðast hvar erlendis höfðu þynnst. „Drangajökull hefur algjöra sérstöðu þar sem hann er svo lágur. Hann er allur undir 1000 metrum yfir sjávarmáli og spannar annað hæðarbil en aðrir jöklar landsins."
Nánar hér á bb.ís
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2010

Frá síðasta leitardeginum.Réttað í Kjósarrétt.

Frá Kjósarrétt í dag.
Frá Kjósarrétt í dag.
1 af 11
Í dag var annað og þriðja leitarsvæðin leituð.
Annað leitarsvæðið er frá Naustvíkurgili og inn með Reykjarfirði fram með Reykjarfjarðartagli og til Kjósar.
Þriðja leitarsvæðið er fjalllendið frá Búrfelli,út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará.
Féð var síðan rekið til Kjósarréttar og réttað þar.
Leitarstjóri á þriðja leitarsvæði var Björn Torfason á Melum og á öðru leitarsvæði var Ingólfur Benediktsson í Árnesi leitarstjóri.
Leitarmenn fengu verra veður en hina dagana á undan,NA stinningsgolu og talsverðar skúrir,og él til fjalla.
Hér fylgja nokkrar myndir með sem teknar voru í dag í Kjósarrétt. 
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2010

Snjóaði í fjöll.

Örkin og Lambatindur flekkótt í morgun.
Örkin og Lambatindur flekkótt í morgun.
Það snjóaði í fjöll í fyrsta sinn í nótt hér í Árneshreppi.

Snjór náði niður í allt að 400 til 500 metra hæð,eru fjöll því talin flekkótt.

Hitinn fór niður í 3,7 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í nótt og er það minnsti hiti sem hefur mælst þar hingað til í haust.

Skúraveður hefur verið í morgun á láglendi,en slyddu eða snjóél til fjalla.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Úr sal.Gestir.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
Vefumsjón