Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. september 2010

Íslandspóstur gefur út ný frímerki.

Fyrstu gasljósin í Reykjavík 100.ára.Borgar Hjörleifur Árnason grafískur hönnuður hannaði frímerkið.
Fyrstu gasljósin í Reykjavík 100.ára.Borgar Hjörleifur Árnason grafískur hönnuður hannaði frímerkið.
Íslandspóstur gefur út ný frímerki í dag.
Ólympíuleikar ungmenna, fyrstu gasljósin í Reykjavík og Vífilsstaðahælið 100 ára eru myndefni á frímerkjum sem Pósturinn gefur út í dag 16. september. Auk þess er gefin út smáörk í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni.
Nánar á vef Íslandspósts.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. september 2010

Fyrsta féð fór í slátrun í gær.

Fjárbíll frá Hvammstanga.
Fjárbíll frá Hvammstanga.
Bændur settu fyrstu lömbin í slátrun í gær þegar fimm bílar komu að sækja fé,því fé verður slátrað í dag.

Í dag komu tveir bílar að sækja fé,því fé verður slátrað á morgun,er þá búið að setja fé í slátrun af öllum bæjum í Árneshreppi.

Bændur láta slátra á Blönduósi eða á Hvammstanga.

Það er í sláturhúsi KVH ehf á Hvammstanga og í sláturhúsi SAH afurða ehf á Blönduósi.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. september 2010

Ríkislögreglustjóri varar við tölvubréfum.

Svona líta tölvubréfin út.
Svona líta tölvubréfin út.

Fréttatilkynning:
Af gefnu tilefni vill embætti ríkislögreglustjóra vara við enn einni útgáfu af tölvubréfum í anda svonefndra „Nígeríubréfa". 

Um er að ræða tölvubréf þar sem viðtakendur eru upplýstir um að þeir hafi unnið háar fjárhæðir í svonefndu Euro Millions Lotto.  Sagt er að „netfang" viðkomandi  hafi verið dregið út.

Viðtakendur eru beðnir um að senda margvíslegar upplýsingar áður en „vinningurinn"  verði greiddur. Slík bréf, rituð á bjagaðri íslensku, hafa verið send fólki hér á landi.     

Hér er um tilraun til svika að ræða þar sem markmiðið er að hafa fé af viðtakendum.

Ríkislögreglustjóri varar fólk eindregið við að svara slíkum tölvubréfum eða að smella á vefslóðir í þeim.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. september 2010

Áherslur lögreglunnar á Vestfjörðum.

Ekki er ráðlegt að tala í farsíma undir stýri nema með handfrjálsum búnaði.
Ekki er ráðlegt að tala í farsíma undir stýri nema með handfrjálsum búnaði.

Lögreglan á Vestfjörðum á haustdögum 2010.

Nú þegar haustar og daginn tekur að stytta eru börnin stór og smá á leið til og frá skóla, sum hver í fyrsta sinn.  Þá er mikilvægt að við sem eldri erum hugum vel að þessum ungu vegfarendum sem ekki þekkja til þeirrar hættu sem fylgir umferð ökutækja. Því er mikilvægt að við ökum varlega og sýnum vegfarendum sérstaka tillitssemi og varúð.   

Í gangi er átak um allt land undir nafninu GÖNGUM Í SKÓLANN og má búast við aukinni umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Lögregla mun fylgjast vel með notkun endurskinsmerkja og að öryggishjálmar séu notaðir við hjólreiðar.

Þá mun lögregla fylgjast með því að reglur um útivistartíma barna og unglinga séu virtar og hvetur foreldra til að kynna börnunum þessar reglur og fyrir foreldra að fara eftir þeim.

Lögreglan á Vestförðum  leggur áherslu á að ökumenn einbeiti sér að akstrinum en eftirlit verður með, notkun ökumanna á GSM símum, ljósabúnaði bifreiða og öryggisbeltanotkun. Því miður er ólögleg notkun farsíma allt of algeng og enn sést að menn aka án þess að spenna beltin. 

Þá mun lögregla herða eftirlit með því að bifreiðum sé lagt löglega en eftir atvikum verður farið hægt af stað og ökumenn áminntir áður en gripið verður til sektarbókarinnar. 

Vegfarendum er óskað velfarnaðar í umferðinni.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. september 2010

Vantar sjálfboðaliða í smalamennsku.

Litla réttin í Veiðileysu.
Litla réttin í Veiðileysu.
Á fimmtudaginn 16 september verða bændur að smala fé á eyðibýlunum frá Kolbeinsvík og Birgisvík sem er syðsti afréttur Árneshrepps,reyndar er farið allt til Kaldbaksvíkur,og fé rekið í litla rétt sem er í Veiðileysu.
Fénu er síðan keyrt heim á tún bænda.

Enn á föstudaginn 17 september er smalað frá Veiðileysu og kringum kamb að Kleifará og fé rekið til Kjósarréttar.

Þetta eru ekki skylduleitir því engar skipulagðar leitir eru innan eða sunnan Kleifará,því væru sjálfboðaliðar vel þegnir þessa daga.
Það má hafa samband við bændur í Árneshreppi eða oddvita hreppsins.

Skipulagða leitin er síðan á leitardaginn laugardaginn 18.september,þegar leitað verður frá Naustvíkurgili í Norðri og frá Kleifará í suðri og réttað í Kjósarrétt við Reykjarfjörð.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. september 2010

Réttað var í Melarétt í dag.

Féð er að koma niðrað Melarétt af Eyrarhálsi.
Féð er að koma niðrað Melarétt af Eyrarhálsi.
1 af 5
Fyrri daginn föstudaginn 10. sept. 2010, var svæðið norðan Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þótti og komið var að Ófeigsfirði um kvöldið,féð var geymt í girðingu þar yfir nóttina.
Leitarmenn urðu fyrir þeirri óhepnni að féð slapp út úr girðingu um nóttina,og varð að smala aftur þar norður að Hvalá og uppí Húsadal í morgun,seinkaði þetta því smölun í dag og var réttað seinna á Melum en vanalega eða ekki fyrr enn um hálf fimm.
Í dag síðari daginn laugardag  var fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal

og Seljaneshlíð. Einnig var leitað svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð var rekið síðan yfir Eyrarháls og réttað á Melum.
Björn Torfason á Melum var leitarstjóri og sagði hann að smalast hefði vel fyrri daginn en þá var mjög gott veður,enn í dag var þoka langt niðrí hlíðar og sjáfsagt hefði fé orðið eftir í þokunni,því fé er langt uppi í þessu góða veðri og hlýindum.
Enn aðalmáli skipti að leitarmenn skiluðu sér niður,sagði leitarstjórinn Björn.
Talið var að um þúsund fjár hafi verið réttað í Melarétt í dag,og fé talið koma vænt af fjalli.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. september 2010

Fara hringinn með kynningu.

Í Sauðfjarsetrinu verður kynning 14 september kl 20.00.
Í Sauðfjarsetrinu verður kynning 14 september kl 20.00.

Fréttatilkynning:
Við förum hringinn.

Dagana 13. til 16.september ætla fjögur félög að vera með kynningu og  heimsækja nokkra staði á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína.

Félögin munu heimsækja ýmsa vinnustaði á ferð sinni og gefa starfsfólki kost á að kynna sér hvernig  starfsemi þeyrra gagnast einstaklingum vítt og breytt um Vestfirði.

Einnig verða þau með kynningarkvöld  á fjórum stöðum.:

Matsal Reykhólaskóla
mánudaginn 13. september kl 20:00

Sauðfjársetrinu á Ströndum
þriðjudaginn 14. september kl 20:00

Félags- og menningarmiðstöðinnni á Flateyri
miðvikudaginn 15. september kl 20:00

Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði fimmtudaginn 16. september kl 20:00

 

Dagskrá kynningarkvöldanna er eftirfarandi:

Kynning á starfsemi

Kjötsúpa í boði Fræðslumiðstöðvarinnar

Örnámskeið í að sníða og sauma sláturkeppi.
Eftirtaldir taka þátt.

Félag opinberra  starfsmanna á Vestfjörðum.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Starfendurhæfing Vestfjarða.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga.
Vinnumálastofnun Vestfjarða.

Nánari upplýsingar veitir Kristín S Einarsdóttir Verkefnastjóri Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að Höfðagötu 3 Hólmavík.
Netfangið er stina@holmavik.is
GSM-8673164 og vinnusíminn er 4510080.
 

 

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. september 2010

Handverksmarkaði að ljúka.

Handverksmarkaði Strandakúnstar er að ljúka.
Handverksmarkaði Strandakúnstar er að ljúka.
Handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík verður lokað miðvikudaginn 15. september. Einnig verður lokað laugardaginn 11. sept. vegna kindasmölunaræfinga sem afgreiðsludömur hyggjast taka þátt í. Því eru síðustu forvöð þetta sumarið að versla sér frábæra handverkshluti til eignar, afmælis- og jólagjafa. Söluaðilar eru hvattir til að nálgast óselda muni á markaðinn á mánudag og þriðjudag milli kl. 14 og 16. Strandakúnst þakkar viðskiptavinum og handverksframleiðendum fyrir frábært sumar.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. september 2010

Landaður afli á Norðurfirði í sumar.

Smábátahöfnin á Norðurfirði.
Smábátahöfnin á Norðurfirði.
Nokkur fjöldi báta réru frá Norðurfirði á meðan á strandveiðum stóð,og voru þeir um 10 þegar mest var.

Var þar bæði um heimabáta að ræða og aðkomubáta aðallega frá Vestfjörðum.

Einnig réru frá Norðurfirði bátar sem höfðu kvóta,og var þar mest um heimabáta að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá höfninni á Norðurfirði var landað í júní-júlí og ágúst níutíu og sex tonnum og sexhundruð þrjátíu og sex kg (96.636.00).Og er sá afli mestur af strandveiðibátum.

Allur fiskur var ísaður á staðnum og fluttur samdægurs með bílum suður á fiskmarkað,flutningafyrirtækið Strandafrakt sá um þá flutninga.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. september 2010

Samningur á milli Verk Vest og Fræðslumiðstöðvarinnar.

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Mánudaginn 6. september s.l. undirrituðu Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða samning um samstarf. Samstarfið felst í samnýtingu á mannskap og aðstöðu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum fer í 100% starfshlutfall og vinnur að hluta fyrir Verkalýðsfélagið.

Með samstarfi þessu vonast báðar aðilar eftir að bæta þjónustu við fólkið Ströndum og reyndar einnig í Reykhólasveit, en með bættum samgöngum á milli Stranda og Reykhólasveitar hefur Kristín Sigurrós einnig þjónað því svæði.

Verkalýðsfélagið og Fræðslumiðstöðin eru ennfremur að kanna möguleika á að bæta húsnæðisaðstöðu sína á Hólmavík, enda leggja þau mikla áherslu á notalega aðstöðu sem býður fólk velkomið og lætur því líða vel.

Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni af þeim Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstöðvarinnar og Finnboga Sveinbjörnssyni formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Á milli þeirra er Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
Vefumsjón