Vestfirðir verðlaunaðir.
25 ferðamannastaðir í Evrópu hlutu EDEN ferðamálaverðlaunin við hátíðlega athöfn sem haldin var í Brussel í vikunni. EDEN stendur fyrir „European Destination of Excellence" en Vestfirðirnir voru meðal þeirra áfangastaða sem hlutu þann heiður að vera útvaldir, fyrstir íslenskra áfangastaða. Verðlaunin leggja áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu en í ár er þemað vatns- og sjávartengd ferðaþjónusta .
Það var að tilstuðlan Vatnavina Vestfjarða, samstarfshóps í heilsutengdri ferðaþjónustu, sem Vestfirðirnir taka þátt í verkefninu en í kjölfarið verður svæðinu hampað víða.
Verðlaunasvæðin eru valin út frá frumlegri nálgun að ferðamennsku og fyrir að starfa á sjálfbæran hátt. Þannig vill EDEN auka sýnileika afburða áfangastaða sem gjarnan eru lítt þekktir. Með því að fjölga áhugaverðum áfangastöðum í sjónlínu ferðamanna er einnig hægt að minnka álagið á ofnýttum ferðamannastöðum.
„Þessir 25 afburða staðir bera virðingu fyrir náttúrunni og vinna á umhverfisvænan hátt til að varðveita vistkerfið fyrir komandi kynslóðir. Þessir staðir, sem flestir eru við strandir, vötn eða ár, leggja áherslu á frumlega nálgun í vatnaferðamennsku sinni. Ekki aðeins til að koma gæðum landsins á framfæri heldur einnig til að takast á við árstíðabundin vandamál og til að koma jafnvægi á straum ferðamanna til óhefðbundinna áfangastaða," sagði Antonio Tajani, varaforseti Evrópunefndar sem fer fyrir málefnum iðnaðar og frumkvöðlastarfsemi.
Þeir staðir sem voru verðlaunaðir eru:
Seelentium - Upper Innviertel svæðið í Austurríki
Eau d'heure vötnin í Belgíu
Silistra í Búlgaríu
Nin í Króatíu
Kato Pyrgos á Kýpur
Bystřicko í Tékkalndi
Võrtsjärv vatn í Eistlandi
Saimaa Holiday í Finnlandi
Grand Site du Marais Poitevin í Frakklandi
V-Pómeranían vatnasvæðið í Þýskalandi
Serres í Grikklandi
Tisza vatn í Ungverjalandi
Vestfirðir á Íslandi
Loop Head skaginn á Írlandi
Monte Isola á Ítalíu
Sea Resort Jūrmala í Lettlandi
Zarasai svæðið í Litháen
Upper Sure garðurinn í Lúxembúrg
Isla (Senglea) á Möltu
WaterReijk Weerribben Wieden - Giethoorn & votlendissvæðið í Hollandi
Biebrza dalurinn og votlendissvæðið í Póllandi
Geoagiu Băi í Rúmeníu
Kolpa áin í Slóveníu
A Guarda á Spáni
Bitlis-Nemrut gígsvatnið í Tyrklandi
EDEN hefur lagt áherslu á að koma sjálfbærri ferðamennsku á framfæri frá 2007, bæði innan Evrópusambandsins og landa sem eru að sækja um inngöngu. Keppni fer fram innan hvers lands og á hverju ári er nýtt þema í keppninni. Hingað til hafa þemun verið ferðamennska í dreifbýli, óáþreifanleg arfleifð, vernduð svæði og vatnatengd ferðamennska.
Nánari upplýsingar veitir:
Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri Vatnavina Vestfjarða
Sími: 451 0077 / 6914131
Netfang: viktoria@atvest.is
Gagnlegir hlekkir:
Myndbönd um Ísland í EDEN:
http://static.ak.fbcdn.net/rsrc.php/z4OG5/hash/7qkbs3nb.swf?v=1635369852750&ev=0
http://static.ak.fbcdn.net/rsrc.php/z4OG5/hash/7qkbs3nb.swf?v=1635372492816&ev=0