Jaxlarnir koma saman.
Fréttatilkynning:
Þá er komið að fimmtu samkomu Jaxlanna. Fyrsta samkoman var haldin á Suðurnesjum 5. október 2002 og síðan annað hvert ár; í Stykkishólmi, á Húsavík og síðast á Hornafirði.
Öldunadeildin er hópur gamalla SVFÍ og Landsbjargarfélaga sem njóta þess að koma saman og gera eitt og annað sér og öðrum til skemmtunar. Það er jafnframt eini tilgangur deildarinnar.
Fyrstu undirbúningsnefndina skipuðu,samkvæmt höfuðatriðabók:Guðbrandur Jóhannsson, Höfn.Magnús Ólafs Hansson, Bolungarvík.Sigfús K. Magnússon, Garði.Sigurður H. Guðjónsson, Sandgerði.
Þátttökuskilyrði eru rúm; að kannast við einhvern úr fyrstu undirbúningsnefndinni að viðbættum félögunum Baldri Pálssyni í Fellabæ, Inga Hans Jónssyni í Grundarfirði, Jóni Guðbjartssyni úr Bolungarvík, Eggert Stefánssyni frá Ísafirði, Áslaugu Þorvaldsdóttur í Borgarnesi og Hrönn Káradóttur á Húsavík.
Meira





