Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. september 2010
Prenta
Sauðburður í miðri sláturtíð.
Það var heldur betur óvænt nú í miðri sláturtíð,þegar ærin Tinna á Finnbogastöðum bar tveim gimbrarlömbum,hvítu og svörtu fyrir viku síðan.
Guðmundur bóndi Þorsteinsson á Finnbogastöðum segist hafa sett ána Tinnu út í vor ásamt fleira geldfé,enda var Tinna talin geld,reyndar var hrútum þá sleppt út um sama leiti.
Það er svo sem ekki dónalegt að fá að koma í heiminn í þessum sumarhita sem er nú í september,hlýrra enn þegar hefðbundin sauðburður stendur yfir á vorin.