Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. ágúst 2010

Flugfélagið Ernir hóf flug til Vestmannaeyja 4.ágúst.

Flogið er á Jetstream 32 skrúfuþotu.
Flogið er á Jetstream 32 skrúfuþotu.
Frá og með 4. ágúst n.k. tók Flugfélagið Ernir við áætlunarflugi til Vestmannaeyja og eru tvö flug á dag, alla daga vikunnar. Gert er ráð fyrir að farþegastreymi í áætlunarflugum félagsins tvöfaldist, en s.l. 4 ár hefur Flugfélagið Ernir flogið til Hafnar í Hornafirði, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Starfsfólk flugfélagsins Ernis kappkostar við að veita persónulega þjónustu og hefur sveigjanleiki gagnvart viðskiptavinum verið í forgangi hjá félaginu,segir í fréttatilkynningu.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. ágúst 2010

Dráttarvéladagur og töðugjöld á laugardaginn.

Ökuleikni á dráttarvélum á laugardag á Sævangsvelli.Mynd strandir.is
Ökuleikni á dráttarvélum á laugardag á Sævangsvelli.Mynd strandir.is
Einn af helstu samkeppnisatburðum Gay Pride og Fiskidagsins mikla, sem verða haldnir með pompi og prakt á Dalvík og í Reykjavík um komandi helgi, fer fram í Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 7. ágúst næstkomandi kl. 14:00. Þá verður haldin ökuleikni dráttarvéla á Sævangsvelli og boðið upp á töðugjöld í Kaffi Kind gegn vægu verði. Keppendur í ökuleikninni keyra í gegnum stórskemmtilega braut með ýmsum þrautum á sem stystum tíma og og í tilkynningu segir að vegleg verðlaun séu í boði fyrir sigurvegara í karla- og kvennaflokkum.Segir á strandir .is
Frekari upplýsingar má nálgast hér.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. ágúst 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 26.júlí til 2.ágúst 2010.

Í liðinni viku var ekið á fimm lömb og eina kind,sem tilkynnt var um,í öllum tilfellum drápust skepnurnar.
Í liðinni viku var ekið á fimm lömb og eina kind,sem tilkynnt var um,í öllum tilfellum drápust skepnurnar.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum, Mýrarboltinn var haldinn um helgina og var talsvert af fólki því í bænum á Ísafirði,eitthvað bar á ölvun hjá fólki og eitthvað um minniháttar pústra. Allmikil umferð var á þjóðvegum og talsvert um óhöpp, þá voru sumir hverjir að flýta sér og voru 12 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, mældist á 130 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.  10 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, nokkur minniháttar og eitt umferðarslys, bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði og var ökumaður og farþegar fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar. Talsvert eignartjón var í þessum óhöppum. Þá virðast ökumenn ekki vara sig á lausagöngu búfjár við þjóðvegina þar sem tilkynnt var til lögreglu að ekið hafi verið á fimm  lömb og eina kind  í öllum þessum tilfellum drápust skepnurnar. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.  Nokkrir voru boðaðir í skoðun þar sem þeir hafa ekki sinnt því að færa ökutæki sín til skoðunar og númer tekin af tveim ökutækjum.

Þá sinnti lögregla eftirliti með Fiskistofu í Ísafjarðardjúpi, með ólöglegum netalögnum í sjó og var lagt hald á eitt net í þessari eftirlitsferð.

Á lagardagskvöld var tilkynnt um eld í gaskút þar sem verið var að grilla við íbúðarhús á Urðarvegi á Ísafirði, greiðlega gekk að slökkva og hlutust minniháttar skemmdir af.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. ágúst 2010

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2010.

Mun minni heyskapur var í ár enn í fyrra.
Mun minni heyskapur var í ár enn í fyrra.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkomusamt var í fyrstu 9 daga mánaðar sem mældist 61,3 mm,síðan úrkomulítið út mánuðinn sem mældist 1,8 mm,frá 10 og út mánuðinn.

Oftast var þokuloft fram til 20,en létti oft til yfir daginn.Síðan var sérstaklega fallegt veður frá 22 fram til 25 með góðum hita.Síðan heldur svalara og oftast þokuloft eða þoka.

Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár,miðað við í fyrra en þá var eitt besta heyskaparár sem komið hefur.

Talsvert var farið að bera á neysluvatnsskorti í sumarhúsum og bæjum í hreppnum í mánuðinum vegna þurrkanna.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. júlí 2010

Enn hækkar rafmagn.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Verðskrá OV fyrir raforkusölu hækkar um 3% frá og með 1. ágúst 2010.

Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku.
Þessi hækkun verðskrár er nauðsynleg til þess að mæta að hluta hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar um 8,3 % 1. frá júlí s.l.

Þrátt fyrir þessa hækkun verður Orkubú Vestfjarða áfram með lægsta auglýsta raforkuverð á landinu.Segir í fréttatilkynningu frá OV.

Verðskrá OV fyrir raforkusölu má finna hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. júlí 2010

Útsláttur á 33kV Hólmavíkurlínu 2.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Um kl. 10:50 varð útsláttur á 33kV Hólmavíkurlínu 2 sem liggur frá Geiradal að Hólmavík.  Verið er að leita að bilun og setja inn varaafl.Segir á vef Orkubús Vestfjarða.
Rafmagnslaust var í Árneshreppi frá því um kl 10:05 og framundir 11:25,þegar rafmagn kom á aftur gegnum varaafl.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. júlí 2010

Dansleikur í Trékyllisvík á laugardagskvöld.

Hljómsveitin Blek og byttur.Myndin er frá Þorkeli og Diddú.
Hljómsveitin Blek og byttur.Myndin er frá Þorkeli og Diddú.
1 af 2

Um verslunarmannahelgina komandi verður stórdansleikur í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.

Það er hin stórvinsæla hljómsveit Blek og byttur sem eru sérfræðingar í landsbyggðarskröllum sem leika fyrir dansi bæði gömlu og nýju dansana laugardagskvöldið 31 júlí.

Dansleikurinn hefst kl 23:00 og stendur dansleikurinn til kl 03:00 eftir miðnætti.

Miðaverðið er aðeins 2.500 kr.

Hljómsveitina skipa sex tónlistarmenn sem eru úr öllum geira tónlistar og vel þekktir sem slíkir.

Einn hljómsveitarmanna er engin annar en Þorkell Jóelsson tónlistarmaður,en hann er eiginmaður hinnar frábæru Sigrúnar(Diddú) Hjálmtýsdóttar söngkonu.

Nú er komin tími til að taka fram dansskóna og mæta á dansleik í Trékyllisvík!..
Þorkell og Sigrún voru svo vinsamleg að láta vefnum í té mynd af hljómsveitarmönnum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. júlí 2010

Messað í Árneskirkju á Sunnudag.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Í fréttatilkynningu frá sóknarpresti í Hólmavíkurprestakalli,séra Sigríði Óladóttur mun hin árlega guðsþjónusta verða um verslunarmannahelgina  í Árneskirkju í Trékyllisvík næstkomandi sunnudag, þann 1. ágúst, og hefst messan kl.14.00.
Kirkjan í Árnesi var vígð í september 1991. Hún stendur gegnt gömlu kirkjunni, hinum megin við þjóðveginn, og er teiknuð af Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt. Form kirkjunnar er fengið frá fjallinu Reykjaneshyrnu. 
Altari kirkjunnar stendur á tveimur blágrýtissúlum sem teknar voru úr fjöru í sveitinni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. júlí 2010

Farið að bera á vatnsleysi.

Frá Eyri í Ingólfsfirði.
Frá Eyri í Ingólfsfirði.
Nú er búið að vera þurrt að mestu frá 9 júlí og varla komið dropi úr lofti síðan.

Er nú farið að bera á neysluvatnsleysi víða,sérstaklega þar sem eru litlar safnþrær,og á það sérstaklega við þar sem er búið yfir sumarið,svo sem á Eyri í Ingólfsfirði og bænum Ingólfsfirði í botni Ingólfsfjarðar og sumstaðar á Gjögri.
Víða eru ár rétt við bæi þar sem hægt er að sækja vatn í.
Einnig er að verða vatnslítið í Litlu-Ávík og víðar.

Þar sem vatnslaust er er ekki hægt að þvo þvott í þvottavélum heldur verður að hita vatn og þvo í bala og taka gamla góða þvottabrettið fram.

Þessi mikla rigning sem var í byrjun júlí er talin bjarga miklu að ekki varð vatnsleysi fyrr.

Einnig var mjög þurrt í júní.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. júlí 2010

Lýðveldið á planinu.

Lýðveldið á planinu.Á Siglufirði 29 júlí til 31 ágúst.
Lýðveldið á planinu.Á Siglufirði 29 júlí til 31 ágúst.
1 af 2
Opnun myndlistarsýningar í Galleríi Gránu, Síldarminjasafninu á Siglufirði.

Sýningin  Lýðveldið á planinu  verður opnuð  fimmtudaginn 29. júlí, kl. 17  í Galleríi Gránu, Síldarminjasafninu á Siglufirði. Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.

Sýningin er hluti af eins konar sýningargjörningi hóps átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka kima hins íslenska lýðveldis, menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaða sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar.

Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum, í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar að Álafossi og nú síðast í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri í maímánuði síðastliðnum.

Upphaf samstarfs listamannanna má rekja til sýningarinnar ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

 

Listamennirnir sem sýna eru:

Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir,

Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir

 

Sýningin stendur frá 29. júlí til 31. ágúst 2010. Opið alla daga kl. 10-18 og kl. 13-17 frá 21. ágúst.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
Vefumsjón