Kaupfélagið aðeins opið eftir hádegið.
Opið hefur verið í sumar um helgar í fjóra tíma eða frá eitt til fjögur,enn nú verður það í síðasta sinn um næstu helgi eða laugardaginn 21 og sunnudaginn 22.ágúst.
Opið hefur verið í sumar um helgar í fjóra tíma eða frá eitt til fjögur,enn nú verður það í síðasta sinn um næstu helgi eða laugardaginn 21 og sunnudaginn 22.ágúst.
Árneshreppi árið 2010 á eftirfarandi hátt:
Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 11. september 2010 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 18. september 2010
SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:
FYRSTA LEITARSVÆÐI:
Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 10. sept. 2010, sé svæðið norðan
Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,
laugardaginn 11. september, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal
og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.
Þann 1. september næstkomandi mun Síminn hætta rekstri NMT farsímakerfisins hér á landi.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á GSM og UMTS (3G) kerfum fjarskiptafélaganna á undanförnum árum en það eru þau kerfi sem taka munu við þeirri þjónustu sem NMT farsímakerfið hefur þjónustað hingað til á landi og sjó.
Þar sem eðli hinnar nýju þjónustu er á margan hátt annað en NMT þjónustunnar er næsta víst að einhver örfá svæði ná ekki sömu dekkun og áður, á hinn bóginn er ljóst að í heildina er dekkun GSM og 3G kerfanna miklum mun viðameiri en NMT kerfisins nokkru sinni var til lands og sjávar sé miðað við handsímaþjónustu.
PFS vill benda notendum NMT kerfisins á að hægt er að flytja númerin sem hafa verið í notkun í NMT kerfinu yfir í GSM eða 3G þjónustu fjarskiptafélaganna.
Segir í fréttatilkynningu frá Póst og Fjarskiptastofnun.
Þar verða hverskyns tónleikar og listsýningar í gangi að venju.
Meðal annarra kemur hljómsveitin Hraun fram með Svavar Knút í fararbroddi.
Í ár fagnar Hótel Djúpavík 25 ára afmæli sínu.Og var ýmislegt gert í dagskrá sumarsins vegna þessa tímamóta Hótels Djúpavíkur.
Ekta fjölskylduhátíð framundan á Hótel Djúpavík um næstu helgi.
Hér er svo dagskrá Djúpavíkurdaga:
Fyrsta veðurskeyti barst frá veðurstöðinni klukkan átjánhundruð.(18.00.) þann 12 ágúst 1995.
Tæknimaður við uppsetningu var Elvar Ástráðsson ásamt strandamanninum og veðurfræðingnum Hreini Hjartarsyni,og dvöldu þeyr við uppsetningu í um tæpa fjóra daga,aðallega vegna kennslu í tölvukennslu fyrir veðursendingar,en þá var sent gegnum símalínu í þessum tölvum,og heimilissími úti á meðan. Jón G Guðjónsson hefur verið veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík frá upphafi.
Veðurstöðin í Litlu-Ávík er útvörður veðurathuganna vestan megin Húnaflóa,en Hraun á Skaga austan megin flóans.
Vegna 15 ára starfsafmælis veðurstöðvarinnar er öllum velkomið að koma í Litlu-Ávík á milli klukkan 20:00 og 22:00 í kvöld,til að sjá veðurathugun tekna kl 21:00 og veðurskeyti sent.