Bolvíkingurinn Elvar Stefánsson hrútaþuklari ársins 2010.
Það var Bolvíkingurinn Elvar Stefánsson sem fór með sigur af hólmi í flokki vanra þuklara, en hann hefur keppt í þuklinu svo til frá upphafi og náði meðal annars öðru sæti árið 2005. Elvar hlaut því til varðveislu í eitt ár verðlaunagripinn Horft til himins sem er tileinkaður minningu Brynjólfs Sæmundssonar ráðunautar á Hólmavík, auk fjölda annarra verðlauna. Aðrir verðlaunahafar í vana flokknum hafa komið áður við sögu hrútadómanna, en Björn Torfason sem lenti nú í öðru sæti varð Íslandsmeistari árin 2003 og 2008 og Eiríkur Helgason hreppti titilinn árið 2004. Í flokki óvanra fór Keflavíkur/Hólmavíkurmærin Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir með sigur af hólmi með aðstoð hinnar þriggja ára gömlu Emmu Ýr Kristjönudóttur á Hólmavík.
Meira