Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2010

Kaupfélagið aðeins opið eftir hádegið.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Nú þegar ferðamannatíminn er búin að mestu leyti  ætlar útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði að hafa opið aðeins eftir hádegi frá og með mánudeginum 23 ágúst,eða frá kl 13:00 til kl 18:00 alla virka daga.

Opið hefur verið í sumar um helgar í fjóra tíma eða frá eitt til fjögur,enn nú verður það í síðasta sinn um næstu helgi eða laugardaginn 21 og sunnudaginn 22.ágúst.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. ágúst 2010

Fjallskilaseðill fyrir Árneshrepp 2010.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.
Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

Árneshreppi árið 2010 á eftirfarandi hátt:

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 11. september   2010 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  18. september 2010

             SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:

                                             

FYRSTA LEITARSVÆÐI:

 

            Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 10. sept. 2010, sé svæðið norðan

Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,

laugardaginn 11. september, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal

og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. ágúst 2010

Strandferðum lokið í sumar.

Sædísin í Reykjarfirði á Ströndum.
Sædísin í Reykjarfirði á Ströndum.
Nú er ferðamannavertíðinni lokið þetta árið hjá Sædísi ÍS sem hefur verið með ferðir frá Norðurfirði á Hornstrandir í sumar.Síðasta ferðin var farin þann 15 ágúst.
"Að sögn Reimars Vilmundarsonar var farþegaflutningur svipaður og í fyrra,gott veður til siglinga nema í byrjun júlí,þegar gerði tvívegis norðaustan brælu".
Framundan er hjá þeim á Sædísinni að breyta úr farþegabát í fiskibát,og áætlað er að fara á  veiðar á skötusel fram til mánaðarmóta.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. ágúst 2010

Síminn hættir rekstri NMT farsímakerfisins hér á landi.

Á Fellsöxl er fjarskiptasendir fyrir NMT sem senn fer að detta út.
Á Fellsöxl er fjarskiptasendir fyrir NMT sem senn fer að detta út.

Þann 1. september næstkomandi mun Síminn hætta rekstri NMT farsímakerfisins hér á landi.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á GSM og UMTS (3G) kerfum fjarskiptafélaganna á undanförnum árum en það eru þau kerfi sem taka munu við þeirri þjónustu sem NMT farsímakerfið hefur þjónustað hingað til á landi og sjó.

Þar sem eðli hinnar nýju þjónustu er á margan hátt annað en NMT þjónustunnar er næsta víst að einhver örfá svæði ná ekki sömu dekkun og áður, á hinn bóginn er ljóst að í heildina er dekkun GSM og 3G kerfanna miklum mun viðameiri en NMT kerfisins nokkru sinni var til lands og sjávar sé miðað við handsímaþjónustu.

PFS vill benda notendum NMT kerfisins á að hægt er að flytja númerin sem hafa verið í notkun í NMT kerfinu yfir í GSM eða 3G þjónustu fjarskiptafélaganna.
Segir í fréttatilkynningu frá Póst og Fjarskiptastofnun.

 

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. ágúst 2010

Þjófnaður í Gvendarlaug í Bjarnarfirði.

Stolið var peningakassa úr sundlauginni í Bjarnarfirði.
Stolið var peningakassa úr sundlauginni í Bjarnarfirði.
Aðfaranótt síðasta þriðjudags var brotist inn í sundlaugina í Bjarnarfirði og stolið þaðan kassa þeim sem heiðvirðir gestir laugarinnar greiða aðgangseyrir í. Nokkra fyrirhöfn hefur þurft til að ná kassanum en hann var bundinn með keðju í borð undir honum. Þjófunum hefur tekist að komast í gegnum lúgu þar í anddyrinu. Sundlaugin í Bjarnarfirði er rekin af Strandagaldri sem rekur einnig Galdrasafnið á Hólmavík og Kotbýli kuklarans. Krossviðskassinn er um það bil 15 cm í þvermál og 30 cm hár. Í honum hefur að öllu líkindum verið yfir 20 þúsund krónur, mest í smámynt. Þjófnaðurinn og innbrotið hafa verið kærð til lögreglunnar á Hólmavík sem fer með rannsókn málsins. Ef einhverjir hafa upplýsingar um mannaferðir í sundlaugina þessa nótt eru þeir beðnir um að snúa sér til lögreglunnar.
Þetta kom fram á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. ágúst 2010

Djúpavíkurdagar 13 til 15 Ágúst.

Hótel Djúpavík.Mynd © Fanny Heidenreich.
Hótel Djúpavík.Mynd © Fanny Heidenreich.
1 af 2
Nú um næstu helgi eru hinir árlegu Djúpavíkurdagar 13.-15.ágúst.  Eins og venjulega verður fundið upp á ýmsu fyrir alla fjölskylduna.

Þar verða hverskyns tónleikar og listsýningar í gangi að venju.

Meðal annarra kemur hljómsveitin Hraun fram með Svavar Knút  í fararbroddi.

Í ár fagnar Hótel Djúpavík 25 ára afmæli sínu.Og var ýmislegt gert í dagskrá sumarsins vegna þessa tímamóta Hótels Djúpavíkur.

Ekta fjölskylduhátíð framundan á Hótel Djúpavík um næstu helgi.

 

Hér er svo dagskrá Djúpavíkurdaga:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. ágúst 2010

Veðurstöðin í Litlu-Ávík er 15 ára í dag.

Litla-Ávík er austan megin í Trékyllisvík og eða vestan megin undir Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Litla-Ávík er austan megin í Trékyllisvík og eða vestan megin undir Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Árið 1995 var sett upp veðurstöð í Litlu-Ávík með vindmælum fyrst stöðva í Árneshreppi á Ströndum,það er vindáttamæli og vindhraðamæli.

Fyrsta veðurskeyti barst frá veðurstöðinni klukkan átjánhundruð.(18.00.) þann 12 ágúst 1995.

Tæknimaður við uppsetningu var Elvar Ástráðsson ásamt strandamanninum og veðurfræðingnum Hreini Hjartarsyni,og dvöldu þeyr við uppsetningu í um tæpa fjóra daga,aðallega vegna kennslu í tölvukennslu fyrir veðursendingar,en þá var sent gegnum símalínu í þessum tölvum,og heimilissími úti á meðan. Jón G Guðjónsson hefur verið veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík frá upphafi.

Veðurstöðin í Litlu-Ávík er útvörður veðurathuganna vestan megin Húnaflóa,en Hraun á Skaga austan megin flóans.

Vegna 15 ára starfsafmælis veðurstöðvarinnar er öllum velkomið að koma í Litlu-Ávík á milli klukkan 20:00 og 22:00 í kvöld,til að sjá veðurathugun tekna kl 21:00 og veðurskeyti sent.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. ágúst 2010

Aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða 4. september 2010.

Hólmavík.Mynd © Mats Wibe Lund.
Hólmavík.Mynd © Mats Wibe Lund.
Ákveðið hefur verið í samráði við stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga að boða til aðalfundar Menningarráðs Vestfjarða laugardaginn 4. september  næstkomandi, í framhaldi af Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Fundurinn verður haldinn á Hólmavík og hefst kl. 15:00, en nánari staðsetning verður kynnt síðar. Samkvæmt samþykktum Menningarráðsins velja sveitarstjórnir á starfssvæðinu fulltrúa á aðalfundar Menningarráðs Vestfjarða og fara þeir með umboð viðkomandi sveitarstjórnar í samræmi við íbúafjölda viðkomandi sveitarfélags þann 1. desember árið áður.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. ágúst 2010

Íslandsmeistaramót í hrútadómum og Þuklaraball.

Hrútaþukl á laugardaginn 14.ágúst.
Hrútaþukl á laugardaginn 14.ágúst.
1 af 2
Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 14. ágúst kl. 14:00 og gott tækifæri fyrir Árneshreppsbúa að renna suður á bóginn og sletta aðeins úr klaufunum! Þeir hafa enda náð langbestum árangri allra sveitarfélaga í þessari frómu keppni undanfarin ár.   Þá verður haldið í áttunda sinn Íslandsmeistaramót í Hrútadómum - venjulega kallað hrútaþukl - en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík með sveiflukónginum Geirmundi Valtýssyni. Nóg verður um að vera; ókeypis verður inn á safnið og sýningu þess, Strandahestar bjóða upp á hestaferðir, ljúffengt kaffihlaðborð verður í boði í Kaffi Kind, skemmtiferðir verða farnar í dráttarvélavagni og leiktæki verða staðsett á íþróttavellinum. Reyndir og óreyndir þuklarar hvaðanæva að af landinu eru boðnir innilega velkomnir á þessa miklu hátíð.

Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. ágúst 2010

Strandabyggð vill samstarf á Ströndum.

Hólmavík.Mynd © Mats Wibe Lund.
Hólmavík.Mynd © Mats Wibe Lund.
Bæjarins besta.
Á fundi sveitartjórnar Strandabyggðar á dögunum var samstarf sveitarfélaga á Ströndum fyrr og nú til umræðu. Var samþykkt tillaga þess efnis um að bjóða öllum sveitarstjórnarmönnum í Bæjarhreppi, Kraldrananeshreppi og Árneshreppi til fundar til að ræða samstarf. Fram kom á fundinum að æskilegt væri að halda slíkan fund sem allra fyrst og fyrir Fjórðungsþing Vestfirðinga, svo Strandamenn geti um leið rætt helstu áherslur og hagsmunamál svæðisins í vestfirsku samtarfi
Þetta kemur fram á www.bb.is
.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
Vefumsjón