Dráttarvéladagur og töðugjöld á laugardaginn.
Frekari upplýsingar má nálgast hér.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 26.júlí til 2.ágúst 2010.
Þá sinnti lögregla eftirliti með Fiskistofu í Ísafjarðardjúpi, með ólöglegum netalögnum í sjó og var lagt hald á eitt net í þessari eftirlitsferð.
Á lagardagskvöld var tilkynnt um eld í gaskút þar sem verið var að grilla við íbúðarhús á Urðarvegi á Ísafirði, greiðlega gekk að slökkva og hlutust minniháttar skemmdir af.
Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2010.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomusamt var í fyrstu 9 daga mánaðar sem mældist 61,3 mm,síðan úrkomulítið út mánuðinn sem mældist 1,8 mm,frá 10 og út mánuðinn.
Oftast var þokuloft fram til 20,en létti oft til yfir daginn.Síðan var sérstaklega fallegt veður frá 22 fram til 25 með góðum hita.Síðan heldur svalara og oftast þokuloft eða þoka.
Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár,miðað við í fyrra en þá var eitt besta heyskaparár sem komið hefur.
Talsvert var farið að bera á neysluvatnsskorti í sumarhúsum og bæjum í hreppnum í mánuðinum vegna þurrkanna.
Meira
Enn hækkar rafmagn.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu hækkar um 3% frá og með 1. ágúst 2010.
Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku.
Þessi hækkun verðskrár er nauðsynleg til þess að mæta að hluta hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar um 8,3 % 1. frá júlí s.l.
Þrátt fyrir þessa hækkun verður Orkubú Vestfjarða áfram með lægsta auglýsta raforkuverð á landinu.Segir í fréttatilkynningu frá OV.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu má finna hér.
Útsláttur á 33kV Hólmavíkurlínu 2.
Rafmagnslaust var í Árneshreppi frá því um kl 10:05 og framundir 11:25,þegar rafmagn kom á aftur gegnum varaafl.
Dansleikur í Trékyllisvík á laugardagskvöld.
Um verslunarmannahelgina komandi verður stórdansleikur í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Það er hin stórvinsæla hljómsveit Blek og byttur sem eru sérfræðingar í landsbyggðarskröllum sem leika fyrir dansi bæði gömlu og nýju dansana laugardagskvöldið 31 júlí.
Dansleikurinn hefst kl 23:00 og stendur dansleikurinn til kl 03:00 eftir miðnætti.
Miðaverðið er aðeins 2.500 kr.
Hljómsveitina skipa sex tónlistarmenn sem eru úr öllum geira tónlistar og vel þekktir sem slíkir.
Einn hljómsveitarmanna er engin annar en Þorkell Jóelsson tónlistarmaður,en hann er eiginmaður hinnar frábæru Sigrúnar(Diddú) Hjálmtýsdóttar söngkonu.
Nú er komin tími til að taka fram dansskóna og mæta á dansleik í Trékyllisvík!..
Þorkell og Sigrún voru svo vinsamleg að láta vefnum í té mynd af hljómsveitarmönnum.
Messað í Árneskirkju á Sunnudag.
Kirkjan í Árnesi var vígð í september 1991. Hún stendur gegnt gömlu kirkjunni, hinum megin við þjóðveginn, og er teiknuð af Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt. Form kirkjunnar er fengið frá fjallinu Reykjaneshyrnu.
Altari kirkjunnar stendur á tveimur blágrýtissúlum sem teknar voru úr fjöru í sveitinni.
Farið að bera á vatnsleysi.
Er nú farið að bera á neysluvatnsleysi víða,sérstaklega þar sem eru litlar safnþrær,og á það sérstaklega við þar sem er búið yfir sumarið,svo sem á Eyri í Ingólfsfirði og bænum Ingólfsfirði í botni Ingólfsfjarðar og sumstaðar á Gjögri.
Víða eru ár rétt við bæi þar sem hægt er að sækja vatn í.
Einnig er að verða vatnslítið í Litlu-Ávík og víðar.
Þar sem vatnslaust er er ekki hægt að þvo þvott í þvottavélum heldur verður að hita vatn og þvo í bala og taka gamla góða þvottabrettið fram.
Þessi mikla rigning sem var í byrjun júlí er talin bjarga miklu að ekki varð vatnsleysi fyrr.
Einnig var mjög þurrt í júní.
Lýðveldið á planinu.
Sýningin Lýðveldið á planinu verður opnuð fimmtudaginn 29. júlí, kl. 17 í Galleríi Gránu, Síldarminjasafninu á Siglufirði. Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.
Sýningin er hluti af eins konar sýningargjörningi hóps átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka kima hins íslenska lýðveldis, menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaða sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar.
Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum, í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar að Álafossi og nú síðast í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri í maímánuði síðastliðnum.
Upphaf samstarfs listamannanna má rekja til sýningarinnar ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.
Listamennirnir sem sýna eru:
Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir,
Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir
Sýningin stendur frá 29. júlí til 31. ágúst 2010. Opið alla daga kl. 10-18 og kl. 13-17 frá 21. ágúst.