Bergistangi komin með nýja gistiaðstöðu í Gamla Kjötfrystihúsinu.
Þau innréttuðu gistiaðstöðuna í Gamla Kjötfrystihúsinu í Norðurfirði sem var í notkun sem slíkt fram til ársins 1992,í þeim hluta sem frystiklefarnir þrír voru er nú svefnaðstaðan,í þeim hluta sem vélasalurinn var er nú borðsalurinn og eldunaraðstaðan
Þetta er heillandi gistimöguleiki í Norðurfirði.
Boðið er upp á svefnpokapláss í kojum í þremur herbergjum,svefnrími er fyrir allt að 28 manns.
Einnig er góð eldunaraðstaða með borðsal.
Eins eru þau með aðstöðu sem fyrr heima á Bergistanga út við svonefnt Berg,í tveim herbergjum með þrjú svefnstæði hvort.
Boðið er upp á bæði svefnpokagistingu og uppábúin rúm.
Bókanir eru hjá Margréti og Gunnsteini í símum:4514003 eða 8425779.
Eða á netfanginu gunnsteinn@simnet.is