Íslandsmeistaramót í hrútadómum og Þuklaraball.
Meira
Það er enginn leikur fyrir þá hálfbræður Sigurstein Sveinbjörnsson bónda og Jón G Guðjónsson landeigendur í Litlu-Ávík,að flytja heim af rekanum þar sem fjörur liggja norðan og norðaustan megin undir snarbröttum hömrum og hlíðum Reykjaneshyrnunnar.
Ekki er vélgegnt á fjörur þar,þarf því að koma viðnum aftur í sjóinn og flytja heim á bátum.
Það var farin ein slík ferð á föstudaginn 6 ágúst,þegar Ægir Thorarensen sem er á strandveiðum á bátnum Agnesi Guðríði ÍS-800 og rær frá Norðurfirði bauðst til að fara eina rekaferð,því strandveiðum er lokið á þessu svæði.
Auk þess sem báturinn Agnes fór í þessa rekaferð var fengin lánaður gúmmíbátur hjá Reimari Vilmundarsyni á Sædísinni til að fara á milli með kaðla í land og fram í stóra bátinn.
Fólk sem farið hefur á berjamó hefur sagt fréttamanni Litlahjalla,að það sjái ber núna á stöðum sem það man ekki eftir berjum áður.
Nokkuð þurrt hefur verið og vantað vætu,og nú í ágúst þegar skikkja fer eiga ber eftir að vaxa enn frekar,aðeins úrkoma hefur verið nú í byrjun mánaðar.
Mest er um krækiber einnig eru víða mikið um bláber.
Ekki virðist samt að berjaspretta verði eins mikil og var árið 2008,enn þá var ein mesta berjaspretta sem fólk man eftir í mörg ár hér í Árneshreppi.
Þá sinnti lögregla eftirliti með Fiskistofu í Ísafjarðardjúpi, með ólöglegum netalögnum í sjó og var lagt hald á eitt net í þessari eftirlitsferð.
Á lagardagskvöld var tilkynnt um eld í gaskút þar sem verið var að grilla við íbúðarhús á Urðarvegi á Ísafirði, greiðlega gekk að slökkva og hlutust minniháttar skemmdir af.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomusamt var í fyrstu 9 daga mánaðar sem mældist 61,3 mm,síðan úrkomulítið út mánuðinn sem mældist 1,8 mm,frá 10 og út mánuðinn.
Oftast var þokuloft fram til 20,en létti oft til yfir daginn.Síðan var sérstaklega fallegt veður frá 22 fram til 25 með góðum hita.Síðan heldur svalara og oftast þokuloft eða þoka.
Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár,miðað við í fyrra en þá var eitt besta heyskaparár sem komið hefur.
Talsvert var farið að bera á neysluvatnsskorti í sumarhúsum og bæjum í hreppnum í mánuðinum vegna þurrkanna.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu hækkar um 3% frá og með 1. ágúst 2010.
Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku.
Þessi hækkun verðskrár er nauðsynleg til þess að mæta að hluta hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar um 8,3 % 1. frá júlí s.l.
Þrátt fyrir þessa hækkun verður Orkubú Vestfjarða áfram með lægsta auglýsta raforkuverð á landinu.Segir í fréttatilkynningu frá OV.
Verðskrá OV fyrir raforkusölu má finna hér.