Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. júlí 2010

Mikil umferð í Ferðafélagshúsið í Norðurfirði og tjaldstæðið.

Valgeirsstaðir hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.
Valgeirsstaðir hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.
1 af 2

Mikið hefur verið um að vera í húsi Ferðafélags Íslands Valgeirsstöðum í Norðurfirði í sumar.
"Að sögn Helgu Garðarsdóttur skálavarðar hafa stórir sem stærri hópar komið,farið í gönguferðir í nágrenninu eða farið með bátnum Sædísi norður á Strandir,en haft bækistöð í sæluhúsinu í Norðurfirði.
Einnig var stórt ættarmót á síðustu helgi og þessa helgi er stór hópur á ferð.
Ennfremur segir Helga skálavörður að oftast sé fullt á tjaldstæðinu."
Í sumar voru settir upp rafmagnstenglar á tjaldstæðið fyrir fellihýsi og hjólhýsi sem þykir vinsælt til að kynda húsin hlaða rafgeyma og síma og tölvur.
Sæluhús FÍ í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu standi. Það stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru.

Í húsinu er veiturafmagn og það er hitað upp með rafmagni. Húsið er tvær hæðir. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í fjóra gesti. Á neðri hæð eru fjögur herbergi sem taka frá þremur upp í sex gesti. Samtals tekur húsið 20 manns. Þar er einnig borðstofa og velbúið eldhús. Í eldhúsinu er heitt og kalt vatn, rafmagnseldavél með ofni, örbylgjuofn og allur borðbúnaður. Í húsinu er sturta og tvö salerni. Í 10 mínútna göngufæri frá húsinu er verslun og sundlaug er á Krossnesi, ekki ýkja langt í burtu.

Fjölmargar spennandi gönguleiðir um stórbrotið land eru í nágrenninu. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir, s.s. yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. Ekki má gleyma töfraheimi fjörunnar. Þar er að sjá tröllasmíð eins og Tröllahlaða og Bergið. Einnig er þar Gvendarsæti sem Guðmundur góði biskup sat í er hann vígði Urðirnar í Norðurfirði.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. júlí 2010

Heyrúlla niðrí fjöru.

Eins og sjá má eru mjög brött tún þarna.Rúllan sést þarna rétt vinstra megin við klettasnösina neðst fyrir miðri mynd.
Eins og sjá má eru mjög brött tún þarna.Rúllan sést þarna rétt vinstra megin við klettasnösina neðst fyrir miðri mynd.
1 af 2
Nú á dögunum þegar Björn bóndi Torfason á Melum var að rúlla hey á Krossnesi fór ein heyrúllan á stað og hafnaði í fjörunni.

Mjög brött tún eru á Krossnesi þarna inn með Norðurfirðinum og verða þeyr sem eru að rúlla að fara mjög varlega,og þegar rúllan er losuð af verður að snúa á hlið við brekkuna eða uppámóti sem og var gert.

Að sögn Björns fór rúllan ekki strax á stað eftir að hún var komin af rúlluvélinni,svo allt í einu tekur Björn eftir því að rúllan fer að velta á stað og ætlaði að reina að keyra fyrir hana en náði ekki.

Rúllan var komin á mikla ferð sleit niður girðingu yfir skurð sem er fyrir ofan veginn og yfir veginn og hentist síðan fram af bökkunum og hafnaði í fjörunni rétt ofan við sjávarmál.

Lán þykir að engin bíll var á veginum hné neinn á gangi þar.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. júlí 2010

Mun minni heyföng enn í fyrra.

Hluti af rúllum á túnum í Litlu-Ávík 17-07-2010.
Hluti af rúllum á túnum í Litlu-Ávík 17-07-2010.
1 af 2
Nú hafa nokkrir bændur lokið heyskap eins og á Kjörvogi og í Litlu-Ávík,á þeim bæjum verður engin seinni sláttur,aðrir eru að heyja eða stopp þar til seinni sláttur hefst og slegin há.

Miklu minni heyföng eru í ár enn í fyrra en þá heyjaðist með besta móti.

Í Litlu-Ávík heyjaðist 52.rúllum minna en í fyrra.Á Kjörvogi var sennilega lélegasta sprettan enn þar eru um hundrað rúllum minna enn í fyrra.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík létu þau á Kjörvogi heyja 44 rúllur á hjáleigunni á Reykjanesi,enn óvenju miklar fyrningar voru í Litlu-Ávík eftir frá í fyrra.

Bændur telja þó ekkert heyleysi verða í hreppnum því flestir eiga talsverðar fyrningar frá því í fyrra og margir slá aftur seinni slátt það er há.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. júlí 2010

Fornbílar á ferð um Strandir.

Fornbílaklúbburinn kemur til Djúpavíkur á laugardag.
Fornbílaklúbburinn kemur til Djúpavíkur á laugardag.

Vestfjarðaferð Fornbílaklúbbs Íslands.

Vikuna 23 til 30 júlí standa félagar úr fornbílaklúbbi íslands fyrir stórferð um Vestfirði.

Félagar úr klúbbnum munu keyra saman frá félagsheimili sínu við Rafstöðvarveg í Reykjavík kl.14.00 föstudaginn 23.júlí. 

Stefnan verður tekin á Hólmavík þar sem gist verður fyrstu nóttina. 

Á Laugardeginum munu bílarnir  verða á ferð um strandir og koma við í Djúpuvík og enda um kvöldið í Reykjanesi við Ísafjarðardjúpi.

Sunnudagurinn 25.júlí verður tekin í að aka norður Djúpið og endað í Bolungavík með viðkomu á Súðavík og Ísafirði. 

Mánudagurinn 26.júlí fer í að aka suður að Þingeyri þar sem gist verður næstu nótt, með viðkomu á Suðureyri og Flateyri.

Næsta dag verður ekið suður til Patreksfjarðar með viðkomu á Bíldudal og Tálknafirði. 28.júlí verða félagarnir svo á ferð frá Patró að Flókalundi. 

Síðasta daginn verður ekin Barðaströndin að Bjarkalundi og Reykhólum.

 

Frekari upplýsingar er að finna á fornbill.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. júlí 2010

Ingibjörg frá Árnesi ráðin sveitarstjóri Strandabyggðar.

Ingibjörg Valgeirsdóttir verður næsti sveitarstjóri Strandabyggðar.Mynd Assa-þekking&þjálfun.
Ingibjörg Valgeirsdóttir verður næsti sveitarstjóri Strandabyggðar.Mynd Assa-þekking&þjálfun.
Ákveðið hefur verið að ráða Ingibjörgu Valgeirsdóttir sveitarstjóra Strandabyggðar næsta kjörtímabil. Ingibjörg starfar nú sem framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki Assa - þekking & þjálfun. Ingibjörg hefur lokið MBA námi við Háskólann í Reykjavík og er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum. Hún hefur m.a. unnið við starfsmanna- og stjórnendaþjálfun og séð um framkvæmdastjórn í verkefnum á borð við hvatningarátakið Til fyrirmyndar og Stefnumót á Ströndum. Ingibjörg hefur mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í vanda og var um tíma forstöðumaður unglingasmiðjunnar Stígs.

Ingibjörg kemur til starfa í september, en þangað til sjá oddvitar Strandabyggðar um framkvæmdastjórn í sveitarfélaginu.
Ingibjörg Valgeirsdóttir er frá Árnesi 2 í Trékyllisvík hér í Árneshreppi. 
Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. júlí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12.til 19. júlí 2010.

Fólk slasaðist í tveim umferðaróhöppum í liðinni viku.
Fólk slasaðist í tveim umferðaróhöppum í liðinni viku.
Tilkynnt var til lögreglu í liðinni viku um að ekið hafi verið á 7 lömb og eina kind. Enn og aftur vill lögregla kom því að framfæri við ökumenn að gæta varúðar þegar ekið er um þjóðvegina hér á Vestfjörðum að sauðfé er víða meðfram vegum.

10 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu þar af tvö  um slys á fólki og í bæði skiptin í nágrenni við Hólmavík á Djúpvegi, þjóðvegi nr. 61. Fyrra skiptið var miðvikudaginn 14. Júlí þar var um útafakstur að ræða, ökumaður fluttur á heilsugæslustöðina á Hólmavík og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Síðara slysið varð einnig á Djúpvegi, ekki langt frá Hólmavík, þar var einnig um útafakstur að ræða, ökumaður og farþegi hans fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari skoðunar.  Hin óhöppin töldust minniháttar, en þó um skemmdir á ökutækjum að ræða.

6 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þrír í nágrenni við Hólmavík einn á Djúpvegi og tveir innanbæjar á Ísafirði.

Fimmtudaginn 15. Júlí kviknaði í sinu við bæinn Ingunnarstaði á Skálmanesi í Reykhólahreppi, þar kviknaði hugsanlega út frá spreki sem kveikt var í kvöldið áður og greinilega hefur orðið eftir einhver glóð. Jörð var mjög þurr og var talsveður eldur.  Slökkvilið frá Reykhólum og frá Vesturbyggð var kallað á staðinn og gekk greiðlega að slökkva og talið að um einn hektari hafi brunnið.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. júlí 2010

Heiðarlegt fólk á ferð.

Krossnessundlaug er mjög vinsæl hjá ferðafólki sem og heimafólki.Mynd Arnar B Guðjónsson.
Krossnessundlaug er mjög vinsæl hjá ferðafólki sem og heimafólki.Mynd Arnar B Guðjónsson.
Rétt fyrir miðjan mánuð var fjölskylda á ferð hér í hreppnum og fóru í sundlaugina að Krossnesi enn þar er engin sundlaugarvörður til að fylgjast með eða tekið á móti aðgangseyri.

Heldur eru aðeins kassar á veggjum þarna með rauf fyrir gjaldið.

Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema að fólkið var aðeins með greiðslukort eins og tíðkast mest í dag,og gátu því ekki borgað fyrir sig.

Þegar suður er komið sendi einn fjölskyldumeðlimurinn tölvupóst hingað á vefinn litlahjalli@litlihjalli.is til að athuga hvort vefstjóri Litlahjalla gæti bent þeim á hvar væri hægt að borga fyrir sundlaugarferðina,því þau vildu endilega borga fyrir að dveljast í þessari frábæru laug.

Þeim var þegar bent á símanúmerið og netfang á Krossnesi,þaðan er séð um Krossneslaug sem rekin er af Ungamennafélaginu Leifi Heppna.

Þar var þeim bent á reikningsnúmer fyrir sundlaugina til að leggja inná fyrir ferðina í sundlaugina,sem og þau gerðu.

Þetta er óhætt að sé kallaður heiðarleiki og það frábær heiðarleiki.

Það var annað með fyrrum bankastjóra sem fór í laugina fyrir tveim til þrem árum,og sagðist vera með svo stóra seðla og borgaði ekki þrátt fyrir ábendingar sundlaugargesta.

Nú er þessi sami maður talin einn af útrásarvíkingunum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. júlí 2010

55. Fjórðungsþings Vestfirðinga verður haldið á Hólmavík 3. og 4. september.

Frá fjórðungsþinginu í fyrra.Mynd BB.is
Frá fjórðungsþinginu í fyrra.Mynd BB.is
Drög að dagskrá 55. Fjórðungsþings Vestfirðinga liggur nú frammi til kynningar.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mun koma saman þann 25. ágúst n.k. til að vinna að undirbúningi þingsins.
Dagskrá Fjórðungsþings Vestfirðinga má sjá hér.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2010

Auglýst eftir kennara við Finnbogastaðaskóla.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Sveitarfélagið Árneshreppur hefur nú auglýst eftir kennara við barnaskólann á Finnbogastöðum.
Þar sem Elín Agla Briem hefur nú ákveðið að láta af störfum við Finnbogastaðaskóla 

vantar nú kennara í fullt starf við skólann næsta skólaár. 
Eftirfarandi auglýsing birtist í morgunblaðinu laugardaginn 10. júlí 2010 .

 

   Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi

                 Kennarar

Óskum eftir kennara í 100% stöðu næsta

skólaár.  Reynsla á sviði tónlistar og/eða

yngri barna kennslu kostur.

Umsóknarfrestur er til 24. júlí 2010.

Umsóknir sendist:  Árneshreppur,

Norðurfjörður,  524 Árneshreppur eða á

arneshreppur@simnet.is.

Upplýsingar gefur Oddný í síma 4514001 eða h.s:4514048.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4. júlí til 12. júlí 2010.

Átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.
Átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.

Talsveður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða, enda margir á ferli og talsverð umferð um þjóðvegi umdæmisins. Skemmtanahald fór þá nokkuð vel fram og án mikilla afskipta lögreglu. 5 tilkynningar bárust til lögreglu um að ekið hafi verið á sauðfé og vill lögregla kom því á framfæri að ökumenn gæti varúðar þar sem sauðfé er nálægt vegi.  4 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af fauk hjólhýsi á hliðina í snarpri vindhviðu á Barðastrandarvegi skammt frá bænum Hvammi. Talsverðar skemmdir urðu á hjólhýsinu. Hin þrjú óhöppin töldust minniháttar. 8 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, var mældur á 142 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.   Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
Vefumsjón