Rekaviðarferð.
Það er enginn leikur fyrir þá hálfbræður Sigurstein Sveinbjörnsson bónda og Jón G Guðjónsson landeigendur í Litlu-Ávík,að flytja heim af rekanum þar sem fjörur liggja norðan og norðaustan megin undir snarbröttum hömrum og hlíðum Reykjaneshyrnunnar.
Ekki er vélgegnt á fjörur þar,þarf því að koma viðnum aftur í sjóinn og flytja heim á bátum.
Það var farin ein slík ferð á föstudaginn 6 ágúst,þegar Ægir Thorarensen sem er á strandveiðum á bátnum Agnesi Guðríði ÍS-800 og rær frá Norðurfirði bauðst til að fara eina rekaferð,því strandveiðum er lokið á þessu svæði.
Auk þess sem báturinn Agnes fór í þessa rekaferð var fengin lánaður gúmmíbátur hjá Reimari Vilmundarsyni á Sædísinni til að fara á milli með kaðla í land og fram í stóra bátinn.
Meira