Fjallskilaseðill fyrir Árneshrepp 2010.
Árneshreppi árið 2010 á eftirfarandi hátt:
Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 11. september 2010 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 18. september 2010.
SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:
FYRSTA LEITARSVÆÐI:
Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 10. sept. 2010, sé svæðið norðan
Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,
laugardaginn 11. september, sé fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal
og Seljaneshlíð. Einnig skal leita svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð verði rekið yfir Eyrarháls og réttað á Melum.
BJÖRN TORFASON MELUM ER BEÐINN AÐ STJÓRNA LEITINNI
og huga að fyrirstöðu á Eyri seinni daginn.
Svæðið leiti 14 menn. Þessir leggi til menn:
Hávarður Benediktsson, Kjörvogi..................................................... 1 mann
Úlfar Eyjólfsson Krossnesi ........................................................... 1 "
Guðlaugur Ágústsson, Steinstúni....................................................... 2 menn
Sigursteinn Sveinbjörnsson, Litlu-Ávík............................................. 1 mann
Kristján Albertsson, Melum og Gunnar D. Guðjónsson, Bæ............. 1 "
Valgeir Bendiktsson, Árnesi 2............................................................ 1 "
Ingólfur Benediktsson, Árnesi 2.......................................................... 1 "
Guðmundur Þorsteinsson, Finnbogastöðum........................................ 1 "
Gunnar D. Guðjónsson, Bæ............................................................... 2 menn
Björn Torfason, Melum....................................................................... 2 "
Úlfar Eyjólfsson og Björn Torfason ........................... .................. 1 mann
ANNAÐ LEITARSVÆÐI:
Leitin hefst við Naustvíkurgil og Búrfell, laugardaginn 18. september 2010. Leitað verði svæðið milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði og síðan til Kjósarréttar og réttað þar.
INGÓLFUR BENEDIKTSSON, ÁRNESI 2 ER BEÐINN AÐ STJÓRNA LEITINNI
Svæðið leiti 14 menn. Þessir leggi til menn:
Guðmundur Þorseinsson, Finnbogastöðum............................................. 1 mann
Hrafn Jökulsson, Finnbogastaðaskóla ........................................ 1 mann
Sigursteinn Sveinbjörnsson, Litlu-Ávík.................................................... 2 menn
Ingólfur Benediktsson, Árnesi 2............................................................... 1 mann
Gunnar D. Guðjónsson, Bæ..................................................................... 3 menn
Hávarður Benediktsson, Kjörvogi............................................................. 2 menn
Guðlaugur Ágústsson, Steinstúni.............................................................. 1 mann
Kristján Albertsson, Melum ................................................... 1 "
Valgeir Benediktsson, Árnesi 2 ............................................................. 1 "
Björn Torfason, Melum............................................................................ 1 "
ÞRIÐJA LEITARSVÆÐI:
Leitin hefst við Búrfell, Laugardaginn 18. september 2010. Leitað verði fjalllendið frá
Búrfelli út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará. Féð verði síðan rekið til Kjósarréttar og réttað þar.
BJÖRN TORFASON, MELUM ER BEÐINN AÐ STJÓRNA LEITINNI.
Svæðið leiti 16 menn. Þessir leggi til menn:
Úlfar Eyjólfsson, Krossnesi...................................................................... 1 mann
Sigursteinn Sveinbjörnsson, Litlu-Ávík.................................................... 1 mann
Valgeir Benediktsson, Árnesi 2, .............................................................. 1 menn
Björn Torfason, Melum .......................................................................... 3 menn
Ingólfur Bendiktsson ,Árnesi 2............................................ ............... 1 mann
Gunnar D. Guðjónsson, Bæ....................................................................... 4 menn
Guðmundur Þorsteinsson.......................................................................... 1 mann
Hávarður Benediktsson, Kjörvogi............................................................ 1 "
Úlfar Eyjólfsson, Krossnesi og Gunnar Dalkvist, Bæ ...................... 1 "
Ingólfur Benediktsson og Valgeir Benediktsson , Árnesi 2 ................ 1 "
Sigursteinn Sveinbjörnsson Litlu-Ávík og Hávarður Benediktsson Kjörv. 1 "
Leitarmenn eru beðnir að hafa samband við leitarstjóra, hver á sínu svæði daginn fyrir leitardag.
Þar sem ekki er skipulögð leit á innsta afrétti hreppsins, þ.e. innan Kleifarár er því hér með komið á framfæri, að sjáfboðaliðar eru vel þegnir til smölunar dagana áður, en réttað er í Kjósarrétt.
Um óskilafé gilda venjulegar fjallskilareglur.
Norðurfirði, 17. ágúst 2010
Oddviti Árneshrepps