Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. ágúst 2010 Prenta

Síminn hættir rekstri NMT farsímakerfisins hér á landi.

Á Fellsöxl er fjarskiptasendir fyrir NMT sem senn fer að detta út.
Á Fellsöxl er fjarskiptasendir fyrir NMT sem senn fer að detta út.

Þann 1. september næstkomandi mun Síminn hætta rekstri NMT farsímakerfisins hér á landi.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á GSM og UMTS (3G) kerfum fjarskiptafélaganna á undanförnum árum en það eru þau kerfi sem taka munu við þeirri þjónustu sem NMT farsímakerfið hefur þjónustað hingað til á landi og sjó.

Þar sem eðli hinnar nýju þjónustu er á margan hátt annað en NMT þjónustunnar er næsta víst að einhver örfá svæði ná ekki sömu dekkun og áður, á hinn bóginn er ljóst að í heildina er dekkun GSM og 3G kerfanna miklum mun viðameiri en NMT kerfisins nokkru sinni var til lands og sjávar sé miðað við handsímaþjónustu.

PFS vill benda notendum NMT kerfisins á að hægt er að flytja númerin sem hafa verið í notkun í NMT kerfinu yfir í GSM eða 3G þjónustu fjarskiptafélaganna.
Segir í fréttatilkynningu frá Póst og Fjarskiptastofnun.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
Vefumsjón