Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. ágúst 2010 Prenta

Þjófnaður í Gvendarlaug í Bjarnarfirði.

Stolið var peningakassa úr sundlauginni í Bjarnarfirði.
Stolið var peningakassa úr sundlauginni í Bjarnarfirði.
Aðfaranótt síðasta þriðjudags var brotist inn í sundlaugina í Bjarnarfirði og stolið þaðan kassa þeim sem heiðvirðir gestir laugarinnar greiða aðgangseyrir í. Nokkra fyrirhöfn hefur þurft til að ná kassanum en hann var bundinn með keðju í borð undir honum. Þjófunum hefur tekist að komast í gegnum lúgu þar í anddyrinu. Sundlaugin í Bjarnarfirði er rekin af Strandagaldri sem rekur einnig Galdrasafnið á Hólmavík og Kotbýli kuklarans. Krossviðskassinn er um það bil 15 cm í þvermál og 30 cm hár. Í honum hefur að öllu líkindum verið yfir 20 þúsund krónur, mest í smámynt. Þjófnaðurinn og innbrotið hafa verið kærð til lögreglunnar á Hólmavík sem fer með rannsókn málsins. Ef einhverjir hafa upplýsingar um mannaferðir í sundlaugina þessa nótt eru þeir beðnir um að snúa sér til lögreglunnar.
Þetta kom fram á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Víganes:Í október 2010.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
Vefumsjón