55. Fjórðungsþings Vestfirðinga verður haldið á Hólmavík 3. og 4. september.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mun koma saman þann 25. ágúst n.k. til að vinna að undirbúningi þingsins.
Dagskrá Fjórðungsþings Vestfirðinga má sjá hér.
vantar nú kennara í fullt starf við skólann næsta skólaár.
Eftirfarandi auglýsing birtist í morgunblaðinu laugardaginn 10. júlí 2010 .
Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi
Kennarar
Óskum eftir kennara í 100% stöðu næsta
skólaár. Reynsla á sviði tónlistar og/eða
yngri barna kennslu kostur.
Umsóknarfrestur er til 24. júlí 2010.
Umsóknir sendist: Árneshreppur,
Norðurfjörður, 524 Árneshreppur eða á
Upplýsingar gefur Oddný í síma 4514001 eða h.s:4514048.
Talsveður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða, enda margir á ferli og talsverð umferð um þjóðvegi umdæmisins. Skemmtanahald fór þá nokkuð vel fram og án mikilla afskipta lögreglu. 5 tilkynningar bárust til lögreglu um að ekið hafi verið á sauðfé og vill lögregla kom því á framfæri að ökumenn gæti varúðar þar sem sauðfé er nálægt vegi. 4 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af fauk hjólhýsi á hliðina í snarpri vindhviðu á Barðastrandarvegi skammt frá bænum Hvammi. Talsverðar skemmdir urðu á hjólhýsinu. Hin þrjú óhöppin töldust minniháttar. 8 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, var mældur á 142 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.
Þau innréttuðu gistiaðstöðuna í Gamla Kjötfrystihúsinu í Norðurfirði sem var í notkun sem slíkt fram til ársins 1992,í þeim hluta sem frystiklefarnir þrír voru er nú svefnaðstaðan,í þeim hluta sem vélasalurinn var er nú borðsalurinn og eldunaraðstaðan
Þetta er heillandi gistimöguleiki í Norðurfirði.
Boðið er upp á svefnpokapláss í kojum í þremur herbergjum,svefnrími er fyrir allt að 28 manns.
Einnig er góð eldunaraðstaða með borðsal.
Eins eru þau með aðstöðu sem fyrr heima á Bergistanga út við svonefnt Berg,í tveim herbergjum með þrjú svefnstæði hvort.
Boðið er upp á bæði svefnpokagistingu og uppábúin rúm.
Bókanir eru hjá Margréti og Gunnsteini í símum:4514003 eða 8425779.
Eða á netfanginu gunnsteinn@simnet.is
Einn hnullungurinn skoppaði af veginum og á pall vörubíls vegagerðarmannanna og skemmdi búnað á pallinum. Annar vegagerðamannanna stóð þá aðeins tvo metra frá en þeir unnu að því að týna grjót af veginum og opna leiðina fyrir umferð. Grjóthnullungarnir skildu eftir sig stórar holur í veginum. Vegagerðin varar við hugsanlegu grjóthruni á svæðinu og bendir ferðalöngum á að komi þeir að lokuðum vegum vegna grjóthruns eigi þeir að forða sér af hættusvæðinu.
Þetta kemur fram á www.ruv.is