Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. júlí 2010

Frá fjarskiptasjóði um stefnu Vodafone vegna samnings um háhraðanettengingar.

Örbylgjuloftnet sett upp í Árneshreppi vegna háhraðanetsvæðingar haustið 2009.
Örbylgjuloftnet sett upp í Árneshreppi vegna háhraðanetsvæðingar haustið 2009.

Vegna umfjöllunar um stefnu Vodafone á hendur fjarskiptasjóði vegna samnings um háhraðanettengingar í dreifbýli á Íslandi vill fjarskiptasjóður taka eftirfarandi fram:

Fjarskiptasjóður auglýsti útboð vegna háhraðanettengingar 27. febrúar 2008 og voru tilboð opnuð 4. september 2008. Verkefnið snerist um uppbyggingu á háhraðanetsþjónustu á svæðum þar sem háhraðanetþjónusta var ekki í boði  og engin áform fjarskiptafyrirtækja að  bjóða uppá slíkar tengingar á markaðslegum forsendum.

Til að taka af allan vafa um að slíkt útboð gæti hugsanlega stangast á við ríkisstyrkjareglur ESB óskaði fjarskiptasjóður eftir umsögn fjármálaráðuneytisins líkt og var gert áður en gengið var til samninga við Vodafone annarsvegar og Símann hinsvegar um GSM farsímaverkefni fjarskiptasjóðs. Var það álit sérfræðinga fjármálaráðuneytisins á sviði ríkisstyrkja að svo væri ekki.

Sjö tilboð bárust og voru bjóðendur og tilboðsfjárhæðir eftirfarandi:
Heildaryfirlýsingu Fjarskiptasjóðs má skoða hér.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. júlí 2010

Ný heimasíða um kirkjur landsins.

Árneskirkja yngri myndin er af vefnum kirkjukort.net
Árneskirkja yngri myndin er af vefnum kirkjukort.net

Ný vefsíða Kirkjukort.net er um kirkjur landsins sem eru um 360,sem gefur notendum kost á að sjá hvar allar kirkjur á íslandi eru staðsettar og einnig að sjá ljósmyndir af þeim.

Hægt er að smella á punkta á kortinu til að skoða viðkomandi kirkju.
Helstu aðgerðir er hægt að nálgast með tökkum í stjórnstikunni.

Kirkjur: Opnar lista með öllum kirkjum sem skráðar eru á kirkjur.net

Byggingarár: Leyfir notanda að sjá kirkjur sem byggðar eru á tilteknu tímabili.

Flýtileiðir: Inniheldur aðgerðir til að staðsetja kort á tilteknum landshluta eða bæjarfélagi.

Ljósmyndir: Sýnir nýjustu ljósmyndirnar á kirkjur.net.

Innskráning: Leyfir skráðum notendum að bæta myndum við kirkjur.
Nokkuð auðvelt er að skrá sig inn á hina nýju síðu og gerast notandi,ætti þetta því að vera áhugavert fyrir þá sem vilja skoða og vita hvar kirkjur landsins eru,og sjá byggingarár og myndir af kirkjum landsins.
Vefinn Íslenskar kirkjur má sá hér kirkjukort.net

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. júlí 2010

Fjörutíu vilja verða sveitarstjórar Strandabyggðar.

Hólmavík mynd © Mats Wibe Lund .
Hólmavík mynd © Mats Wibe Lund .
Alls sóttu fjörutíu um starf sveitarstjóra í Strandabyggð, en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Umsækjendur koma úr ólíkum áttum, en í hópnum eru 9 konur og 31 karl. Framundan er vinna við að fara yfir umsóknir og ræða við umsækjendur, en Hagvangur sér um að vinna úr umsóknum ásamt Strandabyggð. Sveitarstjórn Strandabyggðar er ákaflega hamingjusöm yfir þessum fjölda umsækjenda og einnig yfir vel heppnuðum Hamingjudögum sem fram fóru nýliðna helgi.
Hér á vefnum strandir.is má sjá nöfn allra umsækjanda.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. júlí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. júní til 4. júlí 2010.

Enn er ekið á kindur og lömb.8 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Enn er ekið á kindur og lömb.8 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum á helginni. Ferðamönnum fjölgar og þar með eykst umferðin. Átta umferðaróhöpp voru í umdæminu auk þess sem ekið var á 11 kindur og lömb. 8 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.  Sá er hraðast ók var á 138 km/klst þar sem 90 km/klst er leyfður.  Þrír ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur, einn á Ísafirði, annar á Hólmavík og sá þriðji á Patreksfirði. Bæjarhátíðirnar fóru engu að síður vel fram.  Það er einn og einn aðili sem ekki kann að skemmta sér án þess að kalla þurfi til lögreglu. Aðal erillinn var vegna þessa fámenna hóps.
Segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. júlí 2010

Röskun á ferðum Sædísar vegna veðurs.

Sædísin ÍS 67 í Reykjarfirði á Ströndum.
Sædísin ÍS 67 í Reykjarfirði á Ströndum.
Nú síðustu 3 daga hafa ferðum Sædísarinnar frá Norðurfirði á Hornstrandir raskast vegna veðurs.
Þann fyrsta á fimmtudag var Norðaustan allhvass vindur með talsverðum sjó,síðan hefur verið Norðvestan og Norðan kaldi og talsverður sjór.
Þó náðist að fara 2 ferðir í Reykjarfjörð á föstudag.
Á heimasíðu Reimars segir að fólk sem á bókað far sé beðið að hafa samband því brottfarir geti breyst meðan að veður er svona rysjótt.Og spáin er ekkert góð fram í vikuna.
Heimasíðan er www.freydis.is
Og síminn um borð er 852-9367 og 892-8267.
Og hjá Reimari er síminn 893-6926.Og hjá Hildi er síminn 861-1425.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. júlí 2010

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2010.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Veðrið í Júní 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fremur svalt í veðri fyrstu tvo daga mánaðar en síðan fór hlýnandi,enn heldur svalara seinni hluta mánaðar.Mjög þurrt var í mánuðinum og brunnu tún hjá bændum þar sem eru sendin tún.

Oft var þokuloft í mánuðinum.

Fjöll voru talin fyrst auð þann 18,í fyrra var það í lok mánaðar.

Yfirleitt voru bændur búnir að bera tilbúin áburð á tún um 10 dags mánaðar,tún tóku seint við sér vegna þurrkana,en hafa lagast mikið við þessa litlu vætu sem hefur komið.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. júlí 2010

Hamingjan sanna hefst í dag!

Margt er til skemmtunar á hamingjudögum á Hólmavík.
Margt er til skemmtunar á hamingjudögum á Hólmavík.

Mígandi hamingja á Hólmavík!

Laglausi kórinn, léttmessa, hamingjulaup, hnallþórur, furðuleikarnir og fiskur á Hamingjudögum á Hólmavík 1 - 4 júlí.

 

Strandamenn eru ekki venjulegt fólk og því er það engin venjuleg dagskrá sem boðið verður upp á á Hamingjudögum Strandamanna sem haldnir verða á Hólmavík í sjötta sinn dagana 1. - 4. Júlí næstkomandi. Strandamenn eru sem betur fer ekki við hestaheilsu og því setja hrossasjúkdómar ekki strik í reikninginn þegar þeir ætla að gera sér glaðan dag.

Boðið er upp á gríðarlega fjölbreitta dagskrá þar sem grín og glens er í fyrirrúmi en þó fyrst og fremst helber hamingja enda er það vísindalega sannað að Strandamenn eru hamingjusömustu íbúar jarðarkringlunnar. Á Ströndum brosir hver einasti maður hringinn, og jafnvel einn og hálfan, hvernig sem viðrar og sama hvaða hörmungar dynja á heimsbyggðinni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júní 2010

Netnotkun með farsímum og netlyklum minnst á Íslandi.

Árið 2009 kom samband á í Árneshreppi með 3.G netlyklum frá Símanum.
Árið 2009 kom samband á í Árneshreppi með 3.G netlyklum frá Símanum.

Á vef Póst og Fjarskiptastofnunar má sjá efirfarandi um notkun á neti og fleiru gegnum farsíma:
Íslendingar sækja minna af gögnum á Netið í gegn um farsíma og netlykla en aðrar þjóðir á Norðurlöndum og áskrifendur að gagnaflutningi um breiðband (e. mobile broadband) eru einnig fæstir hér miðað við höfðatölu  Á sama tíma er útbreiðsla DSL nettenginga (t.d. ADSL) mest hér á landi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu þar sem bornir eru saman fjarskiptamarkaðir á Norðurlöndum.  Skýrslan var tekin saman af vinnuhópi um norræna tölfræði vegna fundar forstjóra fjarskiptaeftirlitsstofnananna á Norðurlöndunum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júní 2010

Yrðlingurinn Frosti.

Yrðlingurinn Frosti.Mynd Melrakkasetur.is
Yrðlingurinn Frosti.Mynd Melrakkasetur.is
Bæjarins besta.
Löng hefð er fyrir því á Vestfjörðum að taka heim yrðlinga og hafa heima yfir sumarið. Melrakkasetur Íslands í Súðavík fær einn slíkan í heimsókn af og til í sumar. Heitir hann Frosti og er núna um 6-7 vikna gamall. Hann er af hvítu litarafbrigði og hefur vakið mikla lukku. Af Melrakkasetri Íslands er það annars að frétta að nóg er að gera þar eftir að setrið var opnað. Hægt er að skoða húsið, sýningar og nú rebba litla en nánar má fræðast um setrið hér á vef Melrakkaseturs Íslands,
segir á www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júní 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21. til 27. júní 2010.

Í síðustu viku var ekið á 15 ær eða lömb.Eru ökumenn beðnir að gæta varúðar þar sem búfé sækir í vegkanta.
Í síðustu viku var ekið á 15 ær eða lömb.Eru ökumenn beðnir að gæta varúðar þar sem búfé sækir í vegkanta.

Vikan var frekar róleg hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Bókanir undir flokknum EKIÐ Á BÚFÉ voru margar eins og fyrri vikur.  Núna voru það 15 ær og lömb sem ekið var á og drepið.

Fjögur minni háttar umferðaróhöpp urðu í vikunni. Eitt sker sig talsvert úr þar sem 7 Japanir voru á ferð og veltu bíl sínum.  Kona sem með var kvartaði undan verk í baki og var send á sjúkrahús. Með henni fór eini maðurinn sem kunni ensku. Þeir 5 sem eftir voru gátu því engan veginn bjargað sér, þar sem himinn og haf skildi á milli tungumála þeirra og lögreglu.Á endanum var sendiráð Japans komið með túlk í síma og tókst að skýra fyrir fólkinu framhald þeirra máls.

Hraðakstur var með minna móti og má kannski skýra það með mikilli umferð á vegunum svo þeim ökumönnum sem vilja láta gamminn geysa er erfitt um vik.

Kæra kom fram þar sem verið er að kæra stangveiði í sjó. Þar sem vegarð hefur brúað firði er ekki heimilt að stunda veiðar nema með sérstöku leyfi og þá með takmörkum laga um slíka veiði. Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér þessi lög og þær reglur sem um slíka veiði gildir.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum fyrir síðustu viku.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Platan steypt.01-10-08.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Húsið fellt.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
Vefumsjón