Fleiri fréttir

| þriðjudagurinn 15. júní 2010

Friðrik hlakkar til að koma á Strandir

Fyrsti og frægasti stórmeistari Íslendinga. Friðrik verður í Djúpavík.
Fyrsti og frægasti stórmeistari Íslendinga. Friðrik verður í Djúpavík.
"Ég hlakka til að koma á Strandir," sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari í samtali við Litlahjalla. Afmælismót Friðriks verður haldið í Djúpavík á laugardaginn. Þar teflir Friðrik, sem er 75 ára á árinu, ásamt meisturum á borð við Helga Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Fjöldi áhugamanna á öllum aldri er skráður til leiks, enda er mótið galopið fyrir börn og byrjendur, stórbændur á Ströndum og stórmeistara í skák.

Skákhátíðin í Árneshreppi hefst á föstudagskvöldið klukkan 20 með tvískákarmóti í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Tvískák er skemmtilegt keppnisform þar sem tveir eru saman í liði og ævintýramennskan ræður ríkjum.

Klukkan 13 á laugardag verður Afmælismót Friðriks Ólafssonar í Djúpavík 2010 sett. Tefldar verða 9 umferðir og eru veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum, meðal annars barna, heimamanna, stigalausra skákmanna o.fl. Þá verður best klæddi keppandinn valinn, sem og háttvísasti keppandinn, og eru báðir leystir út með veglegum (og gómsætum) vinningum. Heildarverðlaunafé á mótinu er um 200 þúsund krónur.

Á sunnudag klukkan 12.30 verður hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði, þar sem tefldar verða 6 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. júní 2010

Ferming í Árneskirkju á sunnudag.

Fermingarguðsþjónustan verður í Árneskirkju kl 14:00 á sunnudaginn 20 júní.
Fermingarguðsþjónustan verður í Árneskirkju kl 14:00 á sunnudaginn 20 júní.

Fermingarguðsþjónusta verður í Árneskirkju sunnudaginn 20. júní, kl. 14:00.Fermd verður Unnur Sólveig Guðnadóttir.
Unnur Sólveg vill láta ferma sig í sveitinni þar sem hún ólst sem mest uppí  enda dvelur hún öll sumur sem mest í Bæ í Trékyllisvík hjá ömmu sinni.
Foreldrar Unnar Sólveigar eru Jensína Hjaltadóttir frá Bæ í Trékyllisvík og Guðni Hauksson en þau búa í Reykjavík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. júní 2010

Dýr póstferð.

Það er slæm upplifun að keyra á lamb.Myndasafn.
Það er slæm upplifun að keyra á lamb.Myndasafn.
Í gær í póstferð frá Norðurfirði og til Gjögurflugvallar lenti landpóstur Árneshrepps í því að keyra á lamb rétt við Símahúsið  á svonefndu Reiðholti í landi Litlu-Ávíkur.

Ær var hægra megin við vegin með eitt lamb en vinstra megin við vegin skaust lamb uppá veg í veg fyrir bílinn sem lenti undir bílnum og drapst samstundis,innyfli úr lambinu voru á veginum.

Ökumaður hreinsaði það og tók lambið og setti í poka og tekið af staðnum og atburður tilkynntur til eiganda lambsins sem og númer var tekið úr lambinu og afhent eiganda,lambið var síðan grafið af tjónvaldi.

Haft var samband við tryggingarfélag bílsins og gerð skýrsla um atburðinn.

Þar kemur fram að tjónþoli(eigandi lambsins) fær 10.000.00 kr í bætur gegnum tryggingarfélagið vegna þessa tjóns.

Undirritaður Jón Guðbjörn Guðjónsson vefstjóri Litlahjalla sem varð fyrir þessu að keyra á lambið sem er alveg í rusli yfir þessu atviki,vill hvetja þá sem lenda í svona stöðu að taka númer eða(merki) úr lambi eða ám og láta vita á næsta bæ,því þar sjá allir frá hvaða bæ ær eða lömb eru frá.

Undirritaður vill biðja alla að fara varlega á vegum landsins þar sem sauðfé er við vegi.

Akið alltaf með gát.Og í öllum bænum tilkynnið svona atburði til tryggingafélaga ykkar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. júní 2010

Hvítabirnir gætu slæðst með ísnum.

Ísbjörn á Svalbarða.Mynd-yr.no.
Ísbjörn á Svalbarða.Mynd-yr.no.
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóa Íslands segir að það megi hafa áhyggjur af þegar ísinn er komin þetta austarlega að ísbirnir gætu slæðst með og synt í land hvar sem er.
Svipaðar aðstæður séu nú og þegar birnirnir komu 2010 og 2008; ístunga komin austarlega sem hefur slitnað frá meginísnum. Þetta hefur auðvitað gerst ótal sinnum án þess að nokkur hvítabjörn hafi komið, en maður þarf samt að hafa þetta á bak við eyrað þótt það sé mjög ólíklegt að birnir komi á land,segir Ingibjörg Jónsdóttir dósent í landfræði hjá JH-HÍ.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. júní 2010

Ísinn komin nokkuð austarlega.

Ískort frá Jarðvísindastofnun Háskólans síðan í gær.
Ískort frá Jarðvísindastofnun Háskólans síðan í gær.
Samkvæmt ískorti frá Jarðvísindastofnun Háskólans og meðfylgjandi korti frá í gær er ístunga komin austur fyrir Horn.
Og samkvæmt Landhelgisgæslunni hafa skip tilkynnt um ís 25 sjómílur norður af Horni,og er ein tilkynning hér með:
Skip tilkynnir um ísspöng 25 sjómílur norður af Horni. Ísspöngin liggur milli 66-59,5N -022-24,0V og 66-54,4N - 022-23,5V. Þéttleiki 4/10 til 5/10. Íshröngl og stöku stærri ísjakar. Sést illa í ratsjá. Getur verið hættuleg skipum.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. júní 2010

Byggir smáhýsi.

Búið er að slá upp fyrir grunnum að tveim húsum.
Búið er að slá upp fyrir grunnum að tveim húsum.
1 af 2
Arinbjörn Bernharðsson húsasmíðameistari frá Norðurfirði er að hefja framkvæmdir við byggingu smáhýsa í Norðurfirði sem leigð verða ferðamönnum. Húsin verða 25fm að stærð með 1 herbergi, stofu með eldhúskrók og baði. Húsin verða með svefnaðstöðu fyrir fjóra og búinn helstu eldhúsáhöldum.

Einnig er verið að standsetja tjaldstæði með rafmagni fyrir húsvagna og fellihýsi auk þess sem útbúin verður aðstaða í hlöðunni með snyrtingum, grill- og nestisaðstöðu. Þá verður eldra sumarhús í boði en þar er aðstaða fyrir 6-8 manns.

Einnig er búið að gera deiliskipulag fyrir jörðina fyrir 17 smáhýsi.

Nú er búið að slá upp fyrir tveim grunnum.

Það er Ferðaþjónustan Urðartindur sem rekur þessa þjónustu. Unnið er að gerð heimasíðu vegna þessa,
www.urdartindur.is

Nánari upplýsingar fást í síma 843 8110 eða á netfanginu urdartindur@urdartindur.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. júní 2010

Ferðir Sædísarinnar hefjast 16 júní.

Reimar Vilmundarson kafteinn.
Reimar Vilmundarson kafteinn.
Þá er komið að því að ferðir á Hornstrandir byrji, búið er að gera Sædísina klára.Frá Norðurfirði er fyrsta ferð áætluð 16 júní og nú þegar hafa verið bókað um 1700 manns í ferðir með Sædísinni.Áætlað er að vera með ferðir fram undir 16 ágúst þetta árið. Í júlí mánuði er búið að bóka ferðir nánast alla daga mánaðarins þannig að framboð af ferðum ætti að vera nóg og mikið er um aukaferðir. Einnig má benda á að Kaffi Norðurfjörður hefur ákveðið að opna 08:30 til að bjóða upp á morgunverð fyrir brottför í ferðir.
Nánar á www.freydis.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. júní 2010

Samkórinn Björk söng í Árneskirkju í dag.

Samkórinn Björk frá Blönduósi með tónleika í Árneskirkju.
Samkórinn Björk frá Blönduósi með tónleika í Árneskirkju.
1 af 4
Samkórinn Björk frá Blönduósi kom í Árneshrepp í dag og hélt tónleika í Árneskirkju klukkan tvö í dag.

Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Formaður Bjarkakórsins er Helen Swartling Lejludóttir.

Söngskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg.

Einnig var diskur kórsins til sölu.

Áheyrendur klöppuðu mikið fyrir kórfélögum.

Kórinn syngur svo í Hólmavíkurkirkju í kvöld kl 20:00.
Hér birtast nokkrar myndir af Bjarkarkórnum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. júní 2010

Vélsmiðjan Vík á Hólmavík er til sölu.

Vélsmiðjan Vík á Hólmavík er til sölu.Mynd strandir.is
Vélsmiðjan Vík á Hólmavík er til sölu.Mynd strandir.is
Vélsmiðjan Vík að Hafnarbraut 14 á Hólmavík hefur verið auglýst til sölu. Vélsmiðjan hefur starfað í um 50 ár og er því eitt af rótgrónustu fyrirtækjum á Hólmavík. Um er að ræða tvö samliggjandi stálgrindarhús, annað er 336 fermetrar, en hitt 167, samtals 503 fermetrar. Lóð er 1.572 fermetrar. Tæki til bifreiðaviðgerða og járnsmíða fylgja með í kaupunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján Jóhannsson í s. 893-6331.
Þetta kemur fram á strandir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. júní 2010

Fréttatilkynning um Menningarverðlaun Strandabyggðar 2010.

Hólmavík.Ljósmynd © Mats Wibe Lund.
Hólmavík.Ljósmynd © Mats Wibe Lund.

Menningarverðlaun í Strandabyggð
Í vetur ákvað Menningarmálanefnd Strandabyggðar að stofna til sérstakra Menningarverðlauna. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Hamingju-dögum á Hólmavík nú í sumar. Menningarmálanefnd skipar jafnframt dómnefnd þá sem velur úr innsendum tillögum, en Menningarmálanefnd er nú skipuð þeim Jóhönnu  Ásu Einarsdóttur, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, Jóni Halldórssyni, Salbjörgu Engilbertsdóttur sem er formaður hennar, og Guðrúnu Guðfinnsdóttur sem tók sæti í nefndinni meðan Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hamingjudaga. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar muni þessi nefnd starfa áfram fram yfir Hamingjudaga.

Gerðar hafa verið starfsreglur um Menningarverðlaunin sem eru eftirfarandi:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Söngur.
Vefumsjón