Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2010

Vefurinn Reiknivél PFS opnaður.

Ráðherra Samgöngu og sveitarstjórnamála opnaði vefinn.Mynd Óskar Sæmundsson.
Ráðherra Samgöngu og sveitarstjórnamála opnaði vefinn.Mynd Óskar Sæmundsson.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur opnað vefinn Reiknivél PFS (www.reiknivél.is).  Tilgangur reiknivélarinnar er að auðvelda neytendum að átta sig á flóknum fjarskiptamarkaði og bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir heimasíma, farsíma og ADSL nettengingar. 
Reiknivél PFS tekur til algengustu innanlandsnotkunar á heimasíma og farsíma  og niðurhals á gögnum erlendis frá með ADSL tengingum.

Kristján L. Möller ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála opnaði vefinn í dag að viðstöddum gestum.

Hægt er að fara tvær leiðir við notkun vélarinnar fyrir heimasíma og farsíma:  Nota hreyfanlegan kvarða þar sem gengið er út frá meðalgildum fyrir litla til mikla notkun eða slá inn eigin tölur um notkun.  Við útreikning ber reiknivélin saman verðskrár fjarskiptafyrirtækjanna fyrir sambærilegar þjónustuleiðir. 
Nánar hér.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2010

Klénsmiðurinn í Kjörvogi.

Minja og handverkshúsið Kört.
Minja og handverkshúsið Kört.
Laugardaginn 26. júní opnar sýning í minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík um þúsundþjalasmiðinn og yfirsetumanninn Þorstein Þorleifsson frá Kjörvogi sem uppi var á 19. öld. Dagskráin hefst kl. 14:00 með opnun sýningarinnar í Kört, en kl. 15:00 verður dagskrá í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Þar mun Hallgrímur Gíslason afkomandi Þorsteins halda erindi um Þorstein Þorleifsson og Hrafn Jökulsson fjallar um fréttaflutning úr Árneshreppi. Að erindunum loknum munu Árný Björk og Ellen Björg Björnsdætur syngja og spila nokkur lög. Léttar veitingar verða á boðstólum og allir velkomnir.
Handverkshúsið Kört opnaði 1 júní og verður opið daglega á milli 10:00 og 18:00 til 31 ágúst,eða eftir samkomulagi.
Netfangið vegna Kört er www.trekyllisvik.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. júní 2010.

Talsvert var um að ekið væri á sauðfé í síðustu viku.
Talsvert var um að ekið væri á sauðfé í síðustu viku.

Búfé var í stóru hlutverki í síðustu viku, sem þær fyrri á sumrinu. 9 ær og lömb létu lífið í umferðarslysum í umdæminu.  Tvö lömb drápust er þau lentu fyrir bifhjóli í Mjóafirði 18. júní klukkan 20:21.  Ökumaður bifhjólsins meiddist lítillega og eins slapp hjól hans tiltölulega vel frá óhappinu.  Þar að auki voru 9 umferðaróhöpp í umdæminu, öll minni háttar.  Einn ökumaður var tekinn þar sem hann ók réttindalaus.  Við nánari skoðun grunaði lögreglumenn hann um að vera undir áhrifum bæði áfengis á vímuefna.  Fékk hann meðhöndlun samkvæmt því.

Ferðamaður sem setti símann sinn í hleðslu í tjaldmiðstöðinni í Tungudal varð fyrir óskemmtilegri reynslu, er hann tók augun af símanum smá stund.  Ungir drengir léku sér að því að láta vatn renna í vask og setja símann ofan í.  Síminn er ónýtur og málið í rannsókn hjá lögreglu, en ferðamaðurinn gat gefið mjög góða lýsingu á þeim er verkið unnu.

11 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.  Sá sem hraðast ók var á 153 km/klst.  Viðurlögin eru 90 þúsund króna sekt og tveggja mánaða svipting.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2010

Ferðaþjónustukort af Árneshreppi.

Ferðaþjónustukortið góða.Ábakhlið þess er kynning frá hverjum þjónustuaðila.
Ferðaþjónustukortið góða.Ábakhlið þess er kynning frá hverjum þjónustuaðila.
Í vetur létu allflestir þjónustuaðilar í Árneshreppi útbúa upplýsingakort um ferðaþjónustu og sögustaði í Árneshreppi.

Um hönnun og teikningu sá Ómar Smári Kristinsson og umbrot sá Nína Ivanova á Ísafirði,prentun fór fram í Svansprenti.

Umsjón og ábyrgð Assa,þekking & þjálfun-Ingibjörg Valgeirsdóttir og Kaffi Norðurfjörður -Einar Óskar Sigurðsson,og sáu þau um kynningu á kortinu við opnun Kaffi Norðurfjarðar nú fyrr í mánuðinum.

Þeyr aðilar sem tóku þátt í kortinu en þeyr eru kynntir á bakhlið kortsins eru:

Hótel Djúpavík-Flugfélagið Ernir-Litlihjalli.is-Æðardúnn úr Árnesey-Minja og handverkshúsið Kört-Assa,þekking&þjálfun-Sumardvöl á Melum í Trékyllisvík-Ferðaþjónustan Urðartindur-Ferðafélag Íslands-Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði-Gistiheimili Norðurfjarðar-Kaffi Norðurfjörður-Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði-Gamla kjötfrystihúsið-Gistiheimilið Bergistanga-Siglingar á Hornstrandir og Árneshreppur með þrjár auglýsingar:Finnbogastaðaskóli,Félagsheimilið og Norðurfjarðarhöfn.

Kortið liggur frammi á flestum viðkomustöðum í Árneshreppi og á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. júní 2010

Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur með sameiginlega tónleika.

Raddbandafélag Reykjavíkur.
Raddbandafélag Reykjavíkur.
1 af 2
Hamingjudagar á Hólmavík innihalda sem fyrr heilmikla tónlistarveislu. Föstudagskvöldið 2. júlí munu Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Bragganum á Hólmavík. Tónleikarnir hefjast kl 20 og miðaverð er krónur 1500 en frítt fyrir börn.

Svavar Knút ætti vart að þurfa að kynna en hann hefur spilað víða um land með hljómsveitinni Hraun og einnig kemur hann gjarnan fram sem trúbador,  með gítar og okulele. Undanfarna fimm mánuði hefur Svavar verið á tónleikaferðalagi um Ástralíu og hefur auk þess gegnum tíðina haldið tónleika víða um heim. Þetta er í annað sinn sem Svavar heiðrar Hamingjudaga með nærveru sinni en í fyrra hélt hann tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Árstíðum.  Nánari upplýsingar um Svavar Knút og tónlist hans er að finna á vefsíðunni myspace.com/mrknutur auk þess sem hann er á facebook.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. júní 2010

Fermt var í Árneskirkju í dag.

Unnur Sólveg fermdist í dag.
Unnur Sólveg fermdist í dag.
1 af 2
Í dag fermdist Unnur Sólveig Guðnadóttir Eyjabakka 30 í Reykjavík.Enn hún ólst upp mest í Bæ í Trékyllisvík hjá ömmu sinni og afa,og dvelur nú löngum þar ef kostur er.

Prestur var séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík og um undirleik sá Viðar Guðmundsson á Miðhúsum,tónlistarkennari á Hólmavík um söng sá kór Árneskirkju.

Mikil fermingarveisla var í Félagheimilinu í Trékyllisvík að fermingarguðþjónustu lokinni.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. júní 2010

Hafísinn næst landi norður af Kögri.

Ratsjármynd frá því um hádegið í dag.
Ratsjármynd frá því um hádegið í dag.

Hér er ratsjármynd frá því rétt fyrir hádegi í dag frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Ísinn var þá næst landi tæpar 24 sjómílur norður af Kögri.

Ísinn sem er austar er orðinn nokkuð sundurlaus, þ.e. afar þéttar spangir en nánast íslaust á milli. Þetta er því svolítið villandi ástand fyrir skip á svæðinu. Ingibjörg hjá Jarðvísindastofnun gerði tvo hringi í kring um það sem virðast vera skip þarna á svæðinu, ef engin skip voru þarna þá eru þetta borgarísjakar ;) Skv belgingi verður nokkuð stíf SV átt næsta sólarhringinn og ísinn færist því nær en svo á sem betur fer að snúast í NA átt og þá fer þetta vonandi að sópast burtu aftur.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. júní 2010

Hamingjudagar hefjast með stórtónleikum.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson.Mynd af vef Strandabyggðar.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson.Mynd af vef Strandabyggðar.
Hamingjudagar á Hólmavík 2010 hefjast með stórtónleikum í Bragganum fimmtudagskvöldið 1. júlí. Um er að ræða Deep purple tribute þar sem fimm manna hljómsveit stígur á stokk með rúmlega tveggja tíma prógramm. Hólmvíkingurinn Jón Ingimundarson leikur á hljómborð og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem er meðal annars þekktur úr bandinu hans Bubba syngur. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Andri Ívarsson gítarleikari, Gunnar Leó Pálsson sem leikur á trommur og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari.

Það er því um að gera að taka kvöldið frá fyrir þennan stóra tónlistarviðburð. Miðaverð er kr 1.500 og verða tónleikarnir í Bragganum. Miðasala hefst við innganginn kl 20:15.

Þess má geta að eftir stórbættar samgöngur til Hólmavíkur á síðasta ári tekur aðeins um tvo tíma að aka þangað úr Borgarnesi, klukkutíma úr Búðardal, tvo tíma frá Hvammstanga, 40 mínútur frá Reykhólum og tvo og hálfan tíma frá Ísafirði. Hólmavík er því meira miðsvæðis en flestir aðrir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010

Ísinn um 30 sjómílur frá Horni.

Ísmynd frá í dag.
Ísmynd frá í dag.
1 af 2

Nýjustu fréttir um hafísinn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ísinn er rúmlega 30 sjómílur frá Horni. Óvíst hvernig staðan er vestar vegna skýja.

Sendar verða  upplýsingar um stöðuna þar um leið og ratsjármyndir koma.

Innan lögsögunnar er nú stór ísfleki, rúmlega 40 km á lengd, sem er nokkuð óvenjulegt þar sem yfirleitt eru öldur búnar að tæta slíkan ís upp í smærri parta áður en hann kemst hingað. Þetta er væntanlega fleki sem verið hefur landfastur við Grænland í vetur og er væntanlega talsvert þykkari en hinn ísinn.

Belgingur spáir meira og minna SV átt næstu viku (tvö smá hlé þó) þannig að ísinn mun væntanlega færast austar og eitthvað nær landi en ætti að bráðna nokkuð duglega líka,segir Ingibjörg Jónsdóttir dósent í landfræði hjá Jarðvísindastofnun.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010

Oddný oddviti áfram í Árneshreppi.

Oddný Snjólaug Þórðardóttir á skrifstofu sinni.
Oddný Snjólaug Þórðardóttir á skrifstofu sinni.
Ný hreppsnefnd Árneshrepps kom saman miðvikudaginn 16.júní 2010,og var Oddný S. Þórðardóttir á Krossnesi kosin oddviti og Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík varaoddviti.Þessi kosning fer fram árlega þ.e.oddviti og varaoddviti eru kosnir til eins árs í senn. 

Guðlaugur Ágústsson var varaoddviti,síðasta kjörtímabil hreppsnefndar Árneshrepps.

Aðrir í hreppsnefnd eru þau Ingólfur Benediktsson Árnesi,Guðlaugur Ágústson í Norðurfirði og ný í hreppsnefnd er Elín Agla Briem skólastjóri Finnbogastaðaskóla.

Oddný Snjólaug Þórðardóttir er því oddviti áfram.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Frá brunanum.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Náð í einn flotann.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
Vefumsjón