Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. maí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 3 til 10.maí 2010.

Eitt umferðaróhapp varð í síðustu viku,og það í Strandasýslu.
Eitt umferðaróhapp varð í síðustu viku,og það í Strandasýslu.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í síðustu viku.Föstudaginn 7. maí varð bílvelta á Innstrandarvegi skammt vestan við Broddanes,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt eina til tvær veltur.Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík,til skoðunar. Bifreiðin var óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Þá voru átta ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.Þrír voru stöðvaðir í og við Ísafjarðarbæ,einn á Patreksfirði og fjórir í nágreni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók,var mældur á 126 km/klst, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglu bæði í Strandasýslu,annað slysið varð með þeim hætti að sjómaður á grásleppubát flækti annan fótinn í tógi, þegar verið var að leggja netin og kastaðist  fyrir borð. Félagi mannsins náði honum fljótlega um borð aftur.Sá sem í sjóinn fór kenndi sér eymsla í fæti og fór í skoðun á Heilsugæslustöðina á Hólmavík.Þriðjudaginn 4. maí  tilkynnt um að refaskytta hefði dottið og fótbrotnað rétt innan við Hólmavík og var hann fluttur á Heilsugæslustöðina og í framhaldi af því með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari skoðunar.

Skömmu fyrir kl. 03:00 aðfaranótt 10. maí  var tilkynnt um eld við Vaxon-húsið í Bolungarvík.Vaxon-húsið stendur við Aðalstræti.Þar var eldur í gúmbát.Þegar lögregla kom á vettvang var búið að slökkva eldinn.Ljóst er að kveikt hefur verið í bátnum og biður lögregla alla þá sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa, eða hafa orðið varir við mannaferðir við húsið, um þetta leyti,að láta lögreglu vita.Sími lögreglunnar á Vestfjörðum, varðstofa Ísafirði er 450-3730.

Þá tók lögregla,ásamt viðbragðsaðilum á norðan verðum Vestfjörðum,þátt í viðamikilli björgunaræfingu á Ísafjarðarflugvelli s.l. laugardag. Æfingin þótti takast með ágætum og voru allir viðbragðsaðilar ánægðir með sinn þátt.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. maí 2010

Heflað snemma í vor.

Veghefil við heflun vega.
Veghefil við heflun vega.
Vegagerðin á Hólmavík byrjaði að hefla veginn norður í Árneshrepp í síðustu viku og eru í þessari viku að klára að hefla innansveitar hér í hreppnum.

Þetta er óvenju snemma í ár enda veður verið með eindæmum gott í vor,vegir hafa snemma þornað upp og ekkert var um aurbleytur á vegum í vor.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. maí 2010

Pósturinn kemur með Strandafrakt.

Einn af bílum  Strandafraktar og Þorvaldur Garðar Helgason bílstjóri.
Einn af bílum Strandafraktar og Þorvaldur Garðar Helgason bílstjóri.
Nú á dögunum var samið við Strandafrakt á Hólmavík að taka póstinn þaðan á miðvikudögum til Norðurfjarðar þegar áætlunarferðir Strandafraktar hefjast í byrjun júní.

Enn pósturinn kemur með póstbílnum til Hólmavíkur sem fer svo vestur til Ísafjarðar aðfaranótt miðvikudags,þannig að Árneshreppsbúar fá því tveggja daga póst með þessari ferð.

Að sögn Hannesar Guðmundssonar Forstöðumanns Rekstrarþróunar Íslandspósts var samið við Strandafrakt um þessa þjónustu í þrjá mánuði í sumar það er júní,júlí og ágúst.

Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt og einn aðaleigenda,hefur staðfest þetta við vefinn Litlahjalla.is.

Þannig að póstur til Árneshrepps mun í sumar berast bæði lofleiðis og landleiðis,það er að á mánudögum mun póstur koma með flugfélaginu Erni til Gjögurs,en flugfélagið Ernir munu fljúga þangað einungis á mánudögum í sumar eftir ákvörðun samgönguráðuneytis um niðurskurð á þjónustu í sumar í júní-júlí og ágúst,eftir það verður flogið með hefðbundnum hætti aftur í september það er tvær ferðir í viku.

Póstdreifing innan hreppsins verður eins á mánudögum og verið hefur,það er pósti dreift norður til Norðurfjarðar,en á miðvikudögum verður pósti dreift líklega öfuga leið,það er frá Norðurfirði og til Kjörvogs,enn ekki er alveg búið að ákveða það,því bíll Strandafraktar er á mismunandi tímum á Norðurfirði á miðvikudögum. 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. maí 2010

Orkubúið tekur rafmagn af í Árneshreppi kl eitt.

Menn OV við vinnu á Trékyllisheiði fyrr í vor.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Menn OV við vinnu á Trékyllisheiði fyrr í vor.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Rafmagn verður tekið af í sveitarfélaginu Árneshreppi kl eitt í dag svona í fjóra til fimm tíma í mesta lagi.

Enn vinnur Orkubú Vestfjarða á Hólmavík að viðhaldi á raflínum og bindingum á staurum á Trékyllisheiði.

Nú er þetta síðasta lotan í bili vegna vinnu á Trékyllisheiðinni,Orkubúsmenn eru að nota snjóalög sem eru enn fyrir hendi á  heiðinni svo betra sé að komast um þar við vinnu sína.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. maí 2010

Það er með ólíkindum að fólk þurfi að búa við svona vegi.

Úr Kaldbaksvíkurkleyf.Mynd S.G Verkstæði.
Úr Kaldbaksvíkurkleyf.Mynd S.G Verkstæði.

Smá hugleiðing frá Sveini Karlssyni hjá S.G Verkstæði um veginn norður í Árneshrepp:

Það má teljast með ólíkindum að einhver þurfi að búa við slíkar aðstæður eins og eru þarna við Kaldbakshornið, það væri fróðlegt að vita hvað mönnum fyndist um það ef svona aðstæður væru t.d. á leiðinni austur fyrir fjall eins og Strandamenn í Árneshreppi þurfa að búa við ef þeir þurfa að aka út úr sveitafélaginu. Svarið væri sjálfsagt eitthvað á þá leið að þar er nú margfalt meiri umferð og myndi aldrei ganga, en þá spyr ég hafa ekki allir sama rétt til að halda lífi.
Segir Sveinn í hugleiðingu sinni.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. maí 2010

Umferðaróhappið í Kaldbaksvík og myndir frá SG Verkstæði.

S.G dráttarbílar mættir í Kaldbaksvíkurkleyf.Mynd S.G.Verkstæði.
S.G dráttarbílar mættir í Kaldbaksvíkurkleyf.Mynd S.G.Verkstæði.
1 af 2
S.G.Verkstæði á Borðeyri þjónustar vegfarendur í Strandasýslu,Húnavatnssýslum og víðar þegar bílar bila og verða stopp.
Einnig lögregluna á þessum svæðum þegar umferðaóhöpp verða,fjarlægja tjóna bíla og hreinsa vettvang.
S.G.Verkstæði er í samvinnu við félag íslenskra bifreiðaeigenda um þjónustu og sambærileg félög í Evrópu um flutning á bílum og mótorhjólum á verkstæði.
Fluttir hafa verið bílar á Norrænu og í skip í Reykjavík þegar þeir hafa bilað illa eða orðið ónýtir eftir umferðaóhöpp.
Dráttarbílaþjónusta hefur verið óslitið á Borðeyri í rúm tuttugu ár

Hér kemur yfirlitið frá SG Verkstæði vegna umferðaróhappsins í Kaldbaksvíkurkleyf á sumardaginn fyrsta 22 apríl síðastliðin:
"Um hálf átta leitið í gærkvöldi, sumardaginn fyrsta, kom útkall frá lögreglunni á Hólmavík. Bíll með kerru aftan í hafði farið útaf í Kaldbaksvíkinni og sagði lögreglan aðstæður vera vægast sagt skuggalegar. Ökumaðurinn bílsins náði ekki að komast upp bratta brekku í þröngum sneiðing sem þarna er undir björgunum, bíllinn varð sem sagt stopp í hálkunni og fór þegar í stað að renna afturábak og stjórnlaust hafnaði bíllinn, kerran og fólkið sem í bílnum var útaf veginum og niður nánast þverhnípta og grýtta brekkuna ofan í fjöru. Það varð ökumanni og farþega til happs að bíllinn hélt hjólunum niður og sluppu þau með skrekkinn. Aðstæður til björgunar voru erfiðar, því miður voru keðjurnar á kranabílinn heima, en þær hafa ekki verið teknar til brúks þennan veturinn þar sem varla er hægt að segja að vetur hafi komið þennan veturinn helst kannski á austfjörðum og Þröskuldum. Mikil hálka var þarna í brekkunni og þurfti að skorða kranabílinn vel af áður en verkið hófst. Vel gekk að spila bæði bíl og kerru upp á veginn og var bíllinn ökuhæfur aðeins eitt dekk ónýtt auk smá pústra, en beislið brotnaði á kerrunni. Ökumaður bílsins gat haldið sína leið á bílnum en kerran var dreginn að Hólmavík á kranabílnum og lauk túrnum um kl tvö í nótt".
Hér má sjá allar myndir sem Sveinn Karlsson hjá SG Verkstæði á Borðeyri hefur leyft vefnum Litlahjalla að birta.
Innskot fréttamanns Litlahjalla:Hér og enn sannast að þar sem Guðmundur hinn Góði Biskup ,hefur vígt erfiða ferðavegi landsmanna á Vestfjörðum verða ekki alvarleg slys á fólki,hvernig sem þau verða,Guðmundur hinn Góði blessaði og vígði margar ófærurnar á Ströndum og víðar á Vestfjörðum!
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. maí 2010

Vortónleikar Tónskólans í Hólmavíkurkirkju.

Tónleikarnir verða haldnir í Hólmavíkurkirkju.Mynd Thorarinn Ólafsson.
Tónleikarnir verða haldnir í Hólmavíkurkirkju.Mynd Thorarinn Ólafsson.
Nú er komið að árlegum vortónleikum Tónskólans á Hólmavík, en þeir verða haldnir í Hólmavíkurkirkju í dag 4.maí  og á morgun miðvikudag 5. maí.Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19:30 og þar munu nemendur Tónskólans láta ljós sitt skína, spila á hin ýmsustu hljóðfæri og syngja af list. Kennarar við Tónskólann á Hólmavík í vetur hafa verið Bjarni Ómar Haraldsson, Stefán Steinar Jónsson, Barbara Guðbjartsdóttir og Viðar Guðmundsson. 
Þetta kemur fram á strandir.is.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. maí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 26. apríl til 3. maí 2010.

13 ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu í síðustu viku allir í nágrenni Hólmavíkur.Sá sem hraðast ók var á 132 km/klst.
13 ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu í síðustu viku allir í nágrenni Hólmavíkur.Sá sem hraðast ók var á 132 km/klst.
Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.Um miðnætti aðfaranótt s.l. föstudags var tilkynnt að jeppabifreið hefði verið ekið utan í vegg  í  Vestfjarðargöngunum, Önundarfjarðarmegin. Ekki urðu slys á fólki,en talsvert eignartjón,bifreiðina þurfti að fjarlægja með krana,einhverjar tafir urðu á umferð vegna óhappsins,en óverulegar þó.Þá barst tilkynning til lögreglu á föstudag  að bíll hefði farið útaf á Steingrímsfjarðarheiði,ekki hefði verið um slys á fólki að ræða og litlar skemmdir.Ökumaður var aðstoðaður við að koma bíl sínum upp á veg.

13 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku,allir í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók,var mældur á 132 km/klst.,þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Á þessum árstíma er alltaf eitthvað um að grjót hrynji á þjóðvegina og bárust tvær tilkynningar til lögreglu um grjóthrun,önnur var á Djúpvegi,Óshlíðarvegi og hin í Arnarfirði  nálægt Mjólkárvirkjun.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. maí 2010

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2010.

Svanir í voginum í Ávíkinni.
Svanir í voginum í Ávíkinni.
Veðrið í Apríl 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fyrstu sex dagana,hvassviðri var af Norðvestri með snjókomu þann sjötta.Síðan suðlægar vindáttir með þíðviðri fram til 15.Síðan nokkrir umhleypingar  aftur fram til 20.Enn síðan mest Norðaustlægar vindáttir út mánuðinn og fremur svalt í veðri.

Mjög snjólétt var í mánuðinum.

Mánuðurinn var úrkomulítill.

 

Yfirlit dagar vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. apríl 2010

3.G farsímasamband komið á í Djúpavík.

Á hærra mastrinu til hægri er loftnetið fyrir 3.G til Djúpavíkur.
Á hærra mastrinu til hægri er loftnetið fyrir 3.G til Djúpavíkur.
Á þriðjudaginn 27 apríl voru menn frá Símanum hér í Árneshreppi að setja upp loftnet fyrir 3.G síma og háhraðanetið á endurvarpstöðina á Kjörvogi og sem sendir líka til Djúpavíkur.

Viðkomandi stjórnbúnaði var komið fyrir í aðalfjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu(Litlu-Ávík)þaðan er samband í gegnum línu í endurvarpstöðina við Kjörvog og loftnet þar sem endurvarpar 3.G sambandinu inn með öllum Reykjarfirði og til Djúpavíkur.

Nú er því komið 3.G farsímasamband inn með öllum Reykjarfirði og uppá Veiðileysuháls.

Enn er eftir að setja upp móttökuloftnet fyrir háhraðanetið á Kjörvogi og Djúpavík.

"Í tilkynningu frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptasviðs Símans segir að teymi Símans sé að klára Suðurlandið,enn að á næstu 2 vikum verði farið að tengja þarna til þess að hægt sé að nýta þjónustu Símans með þráðlausa 3G,og settur upp endabúnaðurinn hjá notendum.Viðskiptavinir fá að jafnaði uppsetningu og notendabúnað innifalið í tengingu sinni".

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Mundi í gatinu.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón