Yfirlit yfir veðrið í Maí 2010.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum eða breytilegum og hlýju veðri.Síðan gerði kuldakast frá 13 sem stóð fram til 18.Alhvítt var í fjöllum að morgni 16 og hvítt í sjó fram víða á láglendi.Einnig snjóaði aðfaranótt 27 í fjöll og neðriundir byggð.
Síðan voru hafáttir með hægviðri og fremur köldu veðri út mánuðinn.
Ræktuð tún voru farin að grænka strax í byrjun mánaðar og úthagi farin að taka vel við sér fyrir miðjan mánuð.Er þetta um þrem vikum fyrr en í fyrra.Enn kuldakastið breytti miklu þar um og allur gróður stóð í stað.
Byrjað að setja lambfé á tún um svipað leyti og í fyrra eða um 18 til 20,þrátt fyrir kuldatíð enda mikið til þurrt í veðri seinnihluta mánaðar.
Eins og sjá má hér að neðan var meðalhiti við jörð rúmlega einni gráðu lægri en í fyrra.Seinnihluti mánaðar var mjög kaldur.
Meira