Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. maí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. maí til 31. maí 2010.

Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Hólmavík.
Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Hólmavík.

Talsverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða og gekk hún nokkuð vel fyrir sig, þó voru tvo umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu og í báðum tilfellum var um útafakstur að ræða. Annað tilfellið var útafakstur á Holtavörðuheiðinni, ekki slys á fólki, eitthvað tjón á ökutæki og hitt tilfellið var á Djúpvegi/Kirkjubólshlið,þar hafnaði bifreið út fyrir veg.Vegfarandi ók ökumanni á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem gert var að minniháttar meiðslum hans.Bifreiðin var fjarlægð með kranabíl af vettvangi.

10 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, þar af einn innanbæjar á Ísafirði og einn í nágrenni við Patreksfjörð, en átta í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu í vikunni og er málið í rannsókn.Þá var tilkynnt um rúðubroti í safnahúsinu á Ísafirði, þar voru brotnar tvær rúður, ekki er vitað hver/hverjir hafi þar verið að verki.

S.l. föstudag var stolið stimplum af sýsluskrifstofunni þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram.Ekki er vitað hver/hverjir þar voru að verki og eru umræddir aðilar beðnir að skila umræddum stimplum.

Þá vill lögregla koma á framfæri að nú er sá tími kominn að kindur  með lömb eru víða við vegkanta og þegar farið að bera á því að ökumenn eru farnir að aka á lömb. Ökumenn, takið tillit til þess þegar ekið er um þjóðvegina hér á Vestfjörðum, því þar sem nýgræðingur er meðfram vegum sækir féð í hann.

| laugardagurinn 29. maí 2010

Konur í meirihluta í sveitarstjórn Árneshrepps

Oddný oddviti hlaut flest atkvæði íbúa í Árneshreppi.
Oddný oddviti hlaut flest atkvæði íbúa í Árneshreppi.
Kjörfundi lauk síðdegis í Árneshreppi. Á kjörskrá voru 43 og greiddu 38 atkvæði, eða um 88 prósent íbúa. Flest atkvæði hlaut Oddný Þórðardóttir á Krossnesi, sem verið hefur oddviti síðustu fjögur árin. Oddný hlaut 31 atkvæði, og ásamt henni voru kjörin í sveitarstjórnina þau Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík (27 atkvæði), Ingólfur Benediktsson í Árnesi (23), Guðlaugur Ágústsson í Norðurfirði (19) og Elín Agla Briem skólastjóri (17).

Oddný, Eva, Ingólfur og Guðlaugur voru öll í síðustu sveitarstjórn, en Elín Agla tekur sæti Gunnars Dalkvist í Bæ, sem gaf ekki kost á sér.

Konur eru þar með í meirihluta í sveitarstjórn Árneshrepps í fyrsta skipti í sögunni. Þá eru konur fjórar af fimm varamönnum, svo ætla má að fámennasta sveitarfélagi landsins verði stjórnað af einurð og festu næstu fjögur árin.

Varamenn eru Björn Torfason á Melum, Hrefna Þorvaldsdóttir í Árnesi, Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir í Norðurfirði, Sveindís Guðfinnsdóttir á Kjörvogi og Bjarnheiður Júlía Fossdal á Melum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. maí 2010

Kjörfundur í Trékyllisvík.

Kjörstjórn Árneshrepps.F.v. Þórólfur Guðfinnsson- Hrefna Þorvaldsdóttir og Íngólfur Benediktsson formaður kjörstjórnar.
Kjörstjórn Árneshrepps.F.v. Þórólfur Guðfinnsson- Hrefna Þorvaldsdóttir og Íngólfur Benediktsson formaður kjörstjórnar.
Vegna sveitarstjórnarkosninganna laugardaginn 29.maí 2010 hefst kjörfundur kl.12:00 og kjörstaður opnar einnig kl 12:00 á hádegi í félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Óbundin kosning fer fram í Árneshreppi þar sem enginn framboðslisti kom fram.

Á kjörskrá eru fjörutíu og þrír,19 konur og 24 karlar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. maí 2010

Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu ( Gramverslun) á Þingeyri.

Listafólkið sem stendur að sýningunni.
Listafólkið sem stendur að sýningunni.

Sýningin  Lýðveldið á eyrinni  opnar  laugardaginn 29. maí kl. 14 í húsnæði Gamla kaupfélagsins á Þingeyri, en það er eitt af elstu verslunarhúsum landsins byggt árið 1874.

Sýningin er hluti af  stórum sýningargjörningi Kvennabraggans sem er hópur átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka afkima hins íslenska lýðveldis, tengsl okkar við menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaðanna, sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar.

Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum og í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar  að Álafossi.  Sýningarnar standa í flestum tilfellum  aðeins yfir eina helgi og hafa því yfir sér blæ gjörnings og  því má líkja listamönnunum við farandverkamenn sem stoppa stutt á hverjum stað í stöðugri leit að nýjum verkefnum.

 

Upphaf samstarfs listamannanna má rekja til sýningarinnar ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Á laugardaginn verður boðið upp á léttar veitingar og harmonikkuleik  og á sunnudag verður hægt að fylgjast með listamönnunum við vinnu sína. Allir eru boðnir velkomnir.

Sýningarverkefnið hlaut styrk frá  Menningarráði Vestfjarða.

Opið er frá 29.maí og 30.maí 2010 á milli klukkan 14:00 til 18:00 báða dagana. 

 

Listamennirnir sem sýna eru:

Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir,Guðbjörg Lind Jónsdóttir, HildurMargrétardóttir,

HlífÁsgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. maí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17 maí til 23.maí 2010.

Tuttugu og einn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.
Tuttugu og einn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Hólmavíkur.
Um Hvítasunnuhelgina var nokkuð mikil umferð um þjóðvegina í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum og margir á ferli.Kvikmyndahátíð var haldin á Patreksfirði um helgina og fylgdu henni margir gestir.Dansleikjahald í umdæminu um helgina gekk vel fyrir sig, þó var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu, varðstöð á Ísafirði.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af var útafakstur á Holtavörðuheiðinni. Eitthvert tjón var á ökutækjum en engin slys á fólki.

22 ökumenn voru stöðvaður fyrir of hraðan akstur, þar af var einn stöðvaður innan bæjar á Ísafirði, en 21 í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Seinni partinn á sunnudag var tilkynnt um sinubruna í Tálknafirði,nánar tiltekið rétt innan við bæinn, um var að ræða talsvert mikinn sinubruna og urðu einhverjar skemmdir á gróðri, en á þeim stað þar sem brann var búið að planta þó nokkru að trjám.Slökkviliði Vesturbyggðar og Tálknafjaðar gekk greiðlega að slökkva.

| mánudagurinn 24. maí 2010

Þorgerður Lilja frá Melum með tónleika í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn

Þorgerður Lilja Björnsdóttir. Brottfarartónleikar frá Söngskólanum í Reykjavík.
Þorgerður Lilja Björnsdóttir. Brottfarartónleikar frá Söngskólanum í Reykjavík.
Söngelskir Strandamenn ættu að leggja leið sína í Seltjarnarneskirkju klukkan 18 á föstudaginn, 28. maí. Þá heldur Þorgerður Lilja Björnsdóttir frá Melum burtfarartónleika frá Söngskólanum í Reykjavík, ásamt Kolbrúnu Sæmundsdóttur píanóleikara. Gestasöngvari á tónleikunum verður Hulda Snorradóttir.

Þorgerður Lilja, sem fædd er 1982, sagði í spjalli við Litla-Hjalla að efnisskráin verði fjölbreytt, spanni allt frá barokki til nútímalistar, meðal annars sönglög eftir Brahms, Fauré og Schönberg, aríur eftir Handel og Verdi, og rammíslensk sönglög, sem allir þekki.

"Mér þætti vænt um að sjá sem flesta Strandamenn á staðnum," sagði Þorgerður. Eftir tónleikana er gestum boðið að þiggja veitingar -- kleinur úr sveitinni og fleira góðgæti -- í safnaðarheimili kirkjunnar.

Aðgangur á tónleikana, sem verða klukkan 18 á föstudaginn kemur, er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. maí 2010

Lambið Skuggi.

Lambið Skuggi og Sponsa.
Lambið Skuggi og Sponsa.
1 af 2
Sauðburður stendur nú sem hæðst í Árneshreppi sem og víðar á landinu og kuldakastið búið í bili allavega.
Stundum kemur smá hlé á vöktum í fjarhúsunum,eins og ærnar fari í verkfall.

Þá er farið og fylgst með netmiðlum eða öðru og jafnvel skrifuð ein frétt eða svo á milli,eða frívaktin notuð í það.

Nú á dögunum fæddist þessi fallegi lambhrútur í Litlu-Ávík og hlaut hann nafnið Skuggi og er þetta eina mislita lambið enn sem komið er.

Meðfylgjandi myndir voru teknar nú í dag af Skugga og Snata og á hinni myndinni er Skuggi með hundinum Sponsu. 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. maí 2010

Fyrri styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða árið 2010.

Kynntur var minnisvarði eða listaverk til minningar um Gísla Jónsson á Bíldudal.
Kynntur var minnisvarði eða listaverk til minningar um Gísla Jónsson á Bíldudal.
1 af 2

Fimm verkefni fengu milljón í styrk frá Menningarráði Vestfjarða.

Fyrri styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða árið 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Skrímslasetrinu á Bíldudal þann 15. maí kl. 15:00. Flutt var tónlist og haldin erindi, Skrímslasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og vöfflur á eftir. Umsóknir til Menningarráðsins að þessu sinni voru 78 talsins, en alls fengu 34 verkefni stuðning að upphæð 15 milljónir samtals. Þeim fækkaði þó um eitt áður en að úthlutun kom, því einn styrkurinn var afþakkaður þar sem forsendur fyrir verkefninu höfðu breyst og það var ekki lengur framkvæmanlegt. Aftur verður auglýst eftir styrkumsóknum í haust.

Eftirtaldir aðilar og verkefni fengu stuðning frá Menningarráði Vestfjarða í maí 2010:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. maí 2010

Alhvítt víða í morgun.

Örkin alhvít í morgun.
Örkin alhvít í morgun.
1 af 4
Kuldakast hefur staðið yfir í nokkra daga,hiti frá fimm stigum niðrí eitt stig.

Þriðjudaginn 14 snjóaði í fjöll allt niðrí 300 metra og í morgun voru fjöll alhvít.

Og í Norðurfirði er alhvítt að sjá niðrí sjó þegar skyggni leifir að sjáist þangað,enda er slydda og hiti rétt yfir einu stigi í morgun.

Ekki lítur út fyrir að hægt sé að láta lambfé út alveg næstu daga,enn spáð er eitthvað hlýnandi veðri þegar kemur fram í vikuna.

Það er sjálfsagt betra að hafa þennan kulda og snjó heldur enn gosösku á jörðu.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. maí 2010

Kór Átthagafélags Strandamanna með tónleika í Reykjanesbæ.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélas Strandamanna heldur tónleika ásamt Kvennakór Suðurnesja í Duushúsi í Reykjanesbæ laugardaginn 15. maí kl. 16:00

Sjórnandi Kór Átthagafélagsins er Krisztina Scklenár og sjórnandi Kvennakórsins er Dagný Þ. Jónsdóttir.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Úr sal.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
Vefumsjón