Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júní 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Maí 2010.

Alhvítt í sjó fram í Norðurfirði að morgni 16-05-2010.
Alhvítt í sjó fram í Norðurfirði að morgni 16-05-2010.
1 af 3
Veðrið í Maí 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum eða breytilegum og hlýju veðri.Síðan gerði kuldakast frá 13 sem stóð fram til 18.Alhvítt var í fjöllum að morgni 16 og hvítt í sjó fram víða á láglendi.Einnig snjóaði aðfaranótt 27 í fjöll og neðriundir byggð.

Síðan voru hafáttir með hægviðri og fremur köldu veðri út mánuðinn.

Ræktuð tún voru farin að grænka strax í byrjun mánaðar og úthagi farin að taka vel við sér fyrir miðjan mánuð.Er þetta um þrem vikum fyrr en í fyrra.Enn kuldakastið breytti miklu þar um og allur gróður stóð í stað.

Byrjað að setja lambfé á tún um svipað leyti og í fyrra eða um 18 til 20,þrátt fyrir kuldatíð enda mikið til þurrt í veðri seinnihluta mánaðar.

Eins og sjá má hér að neðan var meðalhiti við jörð rúmlega einni gráðu lægri en í fyrra.Seinnihluti mánaðar var mjög kaldur.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-6:Suðvestan eða vestlægar vindáttir,gola,stinningsgola eða kaldi,rigning eða súld,þurrt 1,2 og 6,hiti 0 til 14 stig.

7-9:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,súld,þokuloft,þurrt þ.9,hiti frá 14 stigum niðrí -1 stigs frost.

10:Norðaustan kul eða gola,þurrt,hiti 0 til 5 stig.

11:Breytileg vindátt með andvara í fyrstu og þurru veðri,síðan Suðvestan kaldi með rigningu um kvöldið,hiti frá -2 stigum uppí 11 stiga hita.

12:Suðvestan síðan Norðvestan stinningsgola,skúrir síðan súld,hiti 4 til 9 stig.

13-17:Norðaustan eða N kaldi eða stinningskaldi,rigning,slydda eða él,hiti frá +5 stigum niðrí -1 stig.

18-21:Norðlægar vindáttir,kul eða gola,rigning eða súld þurrt þ.20,hiti frá -1 stigi uppí +8 stig.

22-26:Norðan eða breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 0 til 8 stig.

27-28:Norðan eða NA gola,snjóél þ.27,en súldarvottur þ.28,hiti 1 til 6 stig.

29-31:Norðlægar vindáttir kul eða gola,þokuloft en þurrt,en súld um kvöldið þ.31,hiti 2 til 8 stig.

 

Úrkoman mældist 46,3 mm. (í maí 2009:48,1 mm).

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist 13,7 stig dagana 6 og 7.

Mest frost mældist aðfaranótt 1 -3,2 stig.

Alhvít jörð var í 0 daga.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist ómælanlegt aðeins flekkótt.

Meðalhiti við jörð +1,46 stig.(í maí 2009:+2,86 stig).

Sjóveður:Sæmilegt nema dagana 13,14.15 og 16 þá nokkuð rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
Vefumsjón