Svavar og Sjana í banastuði á Hótel Djúpavík.
Staðurinn og tíminn eru Sunnudagskvöldið 13. júní kl. 21.Aðgangseyrir er aðeins 1.500 kr á skemmtunina.
Nánar á vef Hótels Djúpavíkur hér.
Staðurinn og tíminn eru Sunnudagskvöldið 13. júní kl. 21.Aðgangseyrir er aðeins 1.500 kr á skemmtunina.
Nánar á vef Hótels Djúpavíkur hér.
Samkórinn Björk verður á ferðinni um Strandir laugardaginn 12. júní næstkomandi. Mun hann halda tónleika í Árneskirkju í Árneshreppi kl. 14:00. Kórinn býður upp á fjölbreytta söngdagskrá. Verð á tónleikana er 1000.- Einnig munu diskar kórsins verða til sölu.
Nú er spáð einhverri vætu seinnipart vikunnar,ekki er vanþörf fyrir jörðina.
Einnig mætti nú fara að hlýna svolítið og þessar hafáttir með sýnu þokulofti hættu.
Kaffi Norðurfjörður og AssA, þekking & þjálfun bjóða alla Árneshreppsbúa velkomna í opnunar- og útgáfukaffi laugardaginn 5. júní kl. 15:30. Nú fer vöffluilmurinn að fylla vit sveitunganna því tekið verður úr lás í Kaffi Norðurfirði og sumri fagnað ásamt útgáfu yfirlitskorts af Árneshreppi sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði.
Kortið var unnið í farsælu og nánu samstarfi við listamennina Ómar Smára Kristinsson og Nínu Ivanova en þau verða sérstakir gestir við opnunina. Kortið er samstarfsverkefni allra þjónustuaðila í Árneshreppi og sýnir hvað sveitin okkar hefur upp á margt að bjóða.
Einnig skal minnt á sýningu Ómars Smára og Nínu í Djúpavík föstudaginn 4. júní kl. 14:00. Sýningin ber nafnið "25" og er sett upp í tilefni 25 ára afmælis hótelsins.
Kaffi Norðurfjörður verður opinn frá 11:00 - 21:00 fram til 16. júní en eftir það verður opið frá 8:30 þá daga sem Sædísin siglir frá Norðurfirði.
Allir hreppsbúar eru hvattir til að mæta á laugardaginn og næla sér í góðan skammt af kortinu góða svo hægt sé að koma því í dreifingu sem fyrst.Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum eða breytilegum og hlýju veðri.Síðan gerði kuldakast frá 13 sem stóð fram til 18.Alhvítt var í fjöllum að morgni 16 og hvítt í sjó fram víða á láglendi.Einnig snjóaði aðfaranótt 27 í fjöll og neðriundir byggð.
Síðan voru hafáttir með hægviðri og fremur köldu veðri út mánuðinn.
Ræktuð tún voru farin að grænka strax í byrjun mánaðar og úthagi farin að taka vel við sér fyrir miðjan mánuð.Er þetta um þrem vikum fyrr en í fyrra.Enn kuldakastið breytti miklu þar um og allur gróður stóð í stað.
Byrjað að setja lambfé á tún um svipað leyti og í fyrra eða um 18 til 20,þrátt fyrir kuldatíð enda mikið til þurrt í veðri seinnihluta mánaðar.
Eins og sjá má hér að neðan var meðalhiti við jörð rúmlega einni gráðu lægri en í fyrra.Seinnihluti mánaðar var mjög kaldur.
Þetta var bara smáhluti félaganna sem voru á ferð hér um Strandir.
Félagarnir fóru víða um Árneshrepp,svo sem norður í Ingólfsfjörð og í Ófeigsfjörð og að Hvalá,einnig að Munaðarnesi en þar sést vel til Drangaskarða.
Sundlaugin á Krossnesi var vinsæl hjá ferðalöngunum og þótti sniðugt að geta verið í sundi alveg í fjörunni við sjóinn,eða fara í heita pottinn.
Einnig kom hópurinn til Litlu-Ávíkur til að skoða sögunargræjurnar hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda,og sjá hvað unnið væri úr rekaviðnum.
Hópurinn hélt til í gistingunni í Finnbogastaðaskóla,en nýbúið er að opna þar fyrir gistiaðstöðu eins og venjulega yfir sumarið.
Á Sunnudag var haldið til Hólmavíkur og síðan var förinni haldið suður.
Talsverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða og gekk hún nokkuð vel fyrir sig, þó voru tvo umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu og í báðum tilfellum var um útafakstur að ræða. Annað tilfellið var útafakstur á Holtavörðuheiðinni, ekki slys á fólki, eitthvað tjón á ökutæki og hitt tilfellið var á Djúpvegi/Kirkjubólshlið,þar hafnaði bifreið út fyrir veg.Vegfarandi ók ökumanni á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem gert var að minniháttar meiðslum hans.Bifreiðin var fjarlægð með kranabíl af vettvangi.
10 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, þar af einn innanbæjar á Ísafirði og einn í nágrenni við Patreksfjörð, en átta í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu í vikunni og er málið í rannsókn.Þá var tilkynnt um rúðubroti í safnahúsinu á Ísafirði, þar voru brotnar tvær rúður, ekki er vitað hver/hverjir hafi þar verið að verki.
S.l. föstudag var stolið stimplum af sýsluskrifstofunni þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram.Ekki er vitað hver/hverjir þar voru að verki og eru umræddir aðilar beðnir að skila umræddum stimplum.
Þá vill lögregla koma á framfæri að nú er sá tími kominn að kindur með lömb eru víða við vegkanta og þegar farið að bera á því að ökumenn eru farnir að aka á lömb. Ökumenn, takið tillit til þess þegar ekið er um þjóðvegina hér á Vestfjörðum, því þar sem nýgræðingur er meðfram vegum sækir féð í hann.