Klénsmiðurinn í Kjörvogi.
Handverkshúsið Kört opnaði 1 júní og verður opið daglega á milli 10:00 og 18:00 til 31 ágúst,eða eftir samkomulagi.
Netfangið vegna Kört er www.trekyllisvik.is
Búfé var í stóru hlutverki í síðustu viku, sem þær fyrri á sumrinu. 9 ær og lömb létu lífið í umferðarslysum í umdæminu. Tvö lömb drápust er þau lentu fyrir bifhjóli í Mjóafirði 18. júní klukkan 20:21. Ökumaður bifhjólsins meiddist lítillega og eins slapp hjól hans tiltölulega vel frá óhappinu. Þar að auki voru 9 umferðaróhöpp í umdæminu, öll minni háttar. Einn ökumaður var tekinn þar sem hann ók réttindalaus. Við nánari skoðun grunaði lögreglumenn hann um að vera undir áhrifum bæði áfengis á vímuefna. Fékk hann meðhöndlun samkvæmt því.
Ferðamaður sem setti símann sinn í hleðslu í tjaldmiðstöðinni í Tungudal varð fyrir óskemmtilegri reynslu, er hann tók augun af símanum smá stund. Ungir drengir léku sér að því að láta vatn renna í vask og setja símann ofan í. Síminn er ónýtur og málið í rannsókn hjá lögreglu, en ferðamaðurinn gat gefið mjög góða lýsingu á þeim er verkið unnu.
11 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 153 km/klst. Viðurlögin eru 90 þúsund króna sekt og tveggja mánaða svipting.
Um hönnun og teikningu sá Ómar Smári Kristinsson og umbrot sá Nína Ivanova á Ísafirði,prentun fór fram í Svansprenti.
Umsjón og ábyrgð Assa,þekking & þjálfun-Ingibjörg Valgeirsdóttir og Kaffi Norðurfjörður -Einar Óskar Sigurðsson,og sáu þau um kynningu á kortinu við opnun Kaffi Norðurfjarðar nú fyrr í mánuðinum.
Þeyr aðilar sem tóku þátt í kortinu en þeyr eru kynntir á bakhlið kortsins eru:
Hótel Djúpavík-Flugfélagið Ernir-Litlihjalli.is-Æðardúnn úr Árnesey-Minja og handverkshúsið Kört-Assa,þekking&þjálfun-Sumardvöl á Melum í Trékyllisvík-Ferðaþjónustan Urðartindur-Ferðafélag Íslands-Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði-Gistiheimili Norðurfjarðar-Kaffi Norðurfjörður-Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði-Gamla kjötfrystihúsið-Gistiheimilið Bergistanga-Siglingar á Hornstrandir og Árneshreppur með þrjár auglýsingar:Finnbogastaðaskóli,Félagsheimilið og Norðurfjarðarhöfn.
Kortið liggur frammi á flestum viðkomustöðum í Árneshreppi og á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar.
Svavar Knút ætti vart að þurfa að kynna en hann hefur spilað víða um land með hljómsveitinni Hraun og einnig kemur hann gjarnan fram sem trúbador, með gítar og okulele. Undanfarna fimm mánuði hefur Svavar verið á tónleikaferðalagi um Ástralíu og hefur auk þess gegnum tíðina haldið tónleika víða um heim. Þetta er í annað sinn sem Svavar heiðrar Hamingjudaga með nærveru sinni en í fyrra hélt hann tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Árstíðum. Nánari upplýsingar um Svavar Knút og tónlist hans er að finna á vefsíðunni myspace.com/mrknutur auk þess sem hann er á facebook.
Prestur var séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík og um undirleik sá Viðar Guðmundsson á Miðhúsum,tónlistarkennari á Hólmavík um söng sá kór Árneskirkju.
Mikil fermingarveisla var í Félagheimilinu í Trékyllisvík að fermingarguðþjónustu lokinni.
Hér er ratsjármynd frá því rétt fyrir hádegi í dag frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ísinn var þá næst landi tæpar 24 sjómílur norður af Kögri.
Ísinn sem er austar er orðinn nokkuð sundurlaus, þ.e. afar þéttar spangir en nánast íslaust á milli. Þetta er því svolítið villandi ástand fyrir skip á svæðinu. Ingibjörg hjá Jarðvísindastofnun gerði tvo hringi í kring um það sem virðast vera skip þarna á svæðinu, ef engin skip voru þarna þá eru þetta borgarísjakar ;) Skv belgingi verður nokkuð stíf SV átt næsta sólarhringinn og ísinn færist því nær en svo á sem betur fer að snúast í NA átt og þá fer þetta vonandi að sópast burtu aftur.
Það er því um að gera að taka kvöldið frá fyrir þennan stóra tónlistarviðburð. Miðaverð er kr 1.500 og verða tónleikarnir í Bragganum. Miðasala hefst við innganginn kl 20:15.
Þess má geta að eftir stórbættar samgöngur til Hólmavíkur á síðasta ári tekur aðeins um tvo tíma að aka þangað úr Borgarnesi, klukkutíma úr Búðardal, tvo tíma frá Hvammstanga, 40 mínútur frá Reykhólum og tvo og hálfan tíma frá Ísafirði. Hólmavík er því meira miðsvæðis en flestir aðrir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni.
Nýjustu fréttir um hafísinn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ísinn er rúmlega 30 sjómílur frá Horni. Óvíst hvernig staðan er vestar vegna skýja.
Sendar verða upplýsingar um stöðuna þar um leið og ratsjármyndir koma.
Innan lögsögunnar er nú stór ísfleki, rúmlega 40 km á lengd, sem er nokkuð óvenjulegt þar sem yfirleitt eru öldur búnar að tæta slíkan ís upp í smærri parta áður en hann kemst hingað. Þetta er væntanlega fleki sem verið hefur landfastur við Grænland í vetur og er væntanlega talsvert þykkari en hinn ísinn.
Belgingur spáir meira og minna SV átt næstu viku (tvö smá hlé þó) þannig að ísinn mun væntanlega færast austar og eitthvað nær landi en ætti að bráðna nokkuð duglega líka,segir Ingibjörg Jónsdóttir dósent í landfræði hjá Jarðvísindastofnun.
Guðlaugur Ágústsson var varaoddviti,síðasta kjörtímabil hreppsnefndar Árneshrepps.
Aðrir í hreppsnefnd eru þau Ingólfur Benediktsson Árnesi,Guðlaugur Ágústson í Norðurfirði og ný í hreppsnefnd er Elín Agla Briem skólastjóri Finnbogastaðaskóla.
Oddný Snjólaug Þórðardóttir er því oddviti áfram.
Síminn hefur orðið var við að erlendur óprúttinn aðili sé með ólögmætum hætti að reyna að komast yfir lykilorð viðskiptavina okkar sem eru með netföng með endinguna simnet.is.
Þessi aðili er að senda póst í nafni Símans, (helpdesk@simnet.is) og á að svara honum á netfangið verification_2010@w.cn
Skilaboðin í póstinum, sem er á illa þýddri íslensku, eru þau að viðskiptavinurinn eigi að svara póstinum með upplýsingum um lykilorðið að netfanginu.
Þessi póstur er EKKI frá Símanum kominn. ALLS EKKI fara eftir þessum skilaboðum. Þeir sem slysast til að gefa upplýsingar um lykilorðið verða við fyrsta tækifæri að breyta lykilorði sínu að tölvupóstinum. Hægt er að breyta því með því að fara á www.siminn.is - Internet - Vefpóstur, eða með því að smella hér: https://thjonustuvefur.siminn.is/internet/lykilord/breyta.jsp
Innihald póstsins lítur svona út:
Ágæti simnet.is Áskrifandi,
Til að klára SIMNET.IS reikning þinn verður þú að svara
þessu bréfi þegar í stað og slá inn lykilorðið þitt hér
(**********)
Bilun á að gera þetta strax við bakið á tölvupóstinn þinn
Heimilisfang óvirkur frá gagnagrunni okkar.
Þú getur einnig staðfesta netfangið þitt með því að skrá þig inn
SIMNET.IS reikninginn á https: / / mail.simnet.is
Þakka þér fyrir að nota SIMNET.IS!
THE SIMNET.IS TEAM
***********************************************
Copyright (c) 2010
***********************************************
Vonast er til að tölvupósturinn frá þessum óprúttna aðila valdi ekki vandræðum.
Kveðja,
Starfsfólk Símans