Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. júní 2010.

Talsvert var um að ekið væri á sauðfé í síðustu viku.
Talsvert var um að ekið væri á sauðfé í síðustu viku.

Búfé var í stóru hlutverki í síðustu viku, sem þær fyrri á sumrinu. 9 ær og lömb létu lífið í umferðarslysum í umdæminu.  Tvö lömb drápust er þau lentu fyrir bifhjóli í Mjóafirði 18. júní klukkan 20:21.  Ökumaður bifhjólsins meiddist lítillega og eins slapp hjól hans tiltölulega vel frá óhappinu.  Þar að auki voru 9 umferðaróhöpp í umdæminu, öll minni háttar.  Einn ökumaður var tekinn þar sem hann ók réttindalaus.  Við nánari skoðun grunaði lögreglumenn hann um að vera undir áhrifum bæði áfengis á vímuefna.  Fékk hann meðhöndlun samkvæmt því.

Ferðamaður sem setti símann sinn í hleðslu í tjaldmiðstöðinni í Tungudal varð fyrir óskemmtilegri reynslu, er hann tók augun af símanum smá stund.  Ungir drengir léku sér að því að láta vatn renna í vask og setja símann ofan í.  Síminn er ónýtur og málið í rannsókn hjá lögreglu, en ferðamaðurinn gat gefið mjög góða lýsingu á þeim er verkið unnu.

11 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.  Sá sem hraðast ók var á 153 km/klst.  Viðurlögin eru 90 þúsund króna sekt og tveggja mánaða svipting.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Platan steypt.01-10-08.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón