Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2010
Prenta
Klénsmiðurinn í Kjörvogi.
Laugardaginn 26. júní opnar sýning í minja- og handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík um þúsundþjalasmiðinn og yfirsetumanninn Þorstein Þorleifsson frá Kjörvogi sem uppi var á 19. öld. Dagskráin hefst kl. 14:00 með opnun sýningarinnar í Kört, en kl. 15:00 verður dagskrá í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Þar mun Hallgrímur Gíslason afkomandi Þorsteins halda erindi um Þorstein Þorleifsson og Hrafn Jökulsson fjallar um fréttaflutning úr Árneshreppi. Að erindunum loknum munu Árný Björk og Ellen Björg Björnsdætur syngja og spila nokkur lög. Léttar veitingar verða á boðstólum og allir velkomnir.
Handverkshúsið Kört opnaði 1 júní og verður opið daglega á milli 10:00 og 18:00 til 31 ágúst,eða eftir samkomulagi.
Netfangið vegna Kört er www.trekyllisvik.is
Handverkshúsið Kört opnaði 1 júní og verður opið daglega á milli 10:00 og 18:00 til 31 ágúst,eða eftir samkomulagi.
Netfangið vegna Kört er www.trekyllisvik.is