Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. júní 2010

Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur með sameiginlega tónleika.

Raddbandafélag Reykjavíkur.
Raddbandafélag Reykjavíkur.
1 af 2
Hamingjudagar á Hólmavík innihalda sem fyrr heilmikla tónlistarveislu. Föstudagskvöldið 2. júlí munu Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Bragganum á Hólmavík. Tónleikarnir hefjast kl 20 og miðaverð er krónur 1500 en frítt fyrir börn.

Svavar Knút ætti vart að þurfa að kynna en hann hefur spilað víða um land með hljómsveitinni Hraun og einnig kemur hann gjarnan fram sem trúbador,  með gítar og okulele. Undanfarna fimm mánuði hefur Svavar verið á tónleikaferðalagi um Ástralíu og hefur auk þess gegnum tíðina haldið tónleika víða um heim. Þetta er í annað sinn sem Svavar heiðrar Hamingjudaga með nærveru sinni en í fyrra hélt hann tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Árstíðum.  Nánari upplýsingar um Svavar Knút og tónlist hans er að finna á vefsíðunni myspace.com/mrknutur auk þess sem hann er á facebook.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. júní 2010

Fermt var í Árneskirkju í dag.

Unnur Sólveg fermdist í dag.
Unnur Sólveg fermdist í dag.
1 af 2
Í dag fermdist Unnur Sólveig Guðnadóttir Eyjabakka 30 í Reykjavík.Enn hún ólst upp mest í Bæ í Trékyllisvík hjá ömmu sinni og afa,og dvelur nú löngum þar ef kostur er.

Prestur var séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík og um undirleik sá Viðar Guðmundsson á Miðhúsum,tónlistarkennari á Hólmavík um söng sá kór Árneskirkju.

Mikil fermingarveisla var í Félagheimilinu í Trékyllisvík að fermingarguðþjónustu lokinni.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. júní 2010

Hafísinn næst landi norður af Kögri.

Ratsjármynd frá því um hádegið í dag.
Ratsjármynd frá því um hádegið í dag.

Hér er ratsjármynd frá því rétt fyrir hádegi í dag frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Ísinn var þá næst landi tæpar 24 sjómílur norður af Kögri.

Ísinn sem er austar er orðinn nokkuð sundurlaus, þ.e. afar þéttar spangir en nánast íslaust á milli. Þetta er því svolítið villandi ástand fyrir skip á svæðinu. Ingibjörg hjá Jarðvísindastofnun gerði tvo hringi í kring um það sem virðast vera skip þarna á svæðinu, ef engin skip voru þarna þá eru þetta borgarísjakar ;) Skv belgingi verður nokkuð stíf SV átt næsta sólarhringinn og ísinn færist því nær en svo á sem betur fer að snúast í NA átt og þá fer þetta vonandi að sópast burtu aftur.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. júní 2010

Hamingjudagar hefjast með stórtónleikum.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson.Mynd af vef Strandabyggðar.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson.Mynd af vef Strandabyggðar.
Hamingjudagar á Hólmavík 2010 hefjast með stórtónleikum í Bragganum fimmtudagskvöldið 1. júlí. Um er að ræða Deep purple tribute þar sem fimm manna hljómsveit stígur á stokk með rúmlega tveggja tíma prógramm. Hólmvíkingurinn Jón Ingimundarson leikur á hljómborð og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem er meðal annars þekktur úr bandinu hans Bubba syngur. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Andri Ívarsson gítarleikari, Gunnar Leó Pálsson sem leikur á trommur og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari.

Það er því um að gera að taka kvöldið frá fyrir þennan stóra tónlistarviðburð. Miðaverð er kr 1.500 og verða tónleikarnir í Bragganum. Miðasala hefst við innganginn kl 20:15.

Þess má geta að eftir stórbættar samgöngur til Hólmavíkur á síðasta ári tekur aðeins um tvo tíma að aka þangað úr Borgarnesi, klukkutíma úr Búðardal, tvo tíma frá Hvammstanga, 40 mínútur frá Reykhólum og tvo og hálfan tíma frá Ísafirði. Hólmavík er því meira miðsvæðis en flestir aðrir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010

Ísinn um 30 sjómílur frá Horni.

Ísmynd frá í dag.
Ísmynd frá í dag.
1 af 2

Nýjustu fréttir um hafísinn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ísinn er rúmlega 30 sjómílur frá Horni. Óvíst hvernig staðan er vestar vegna skýja.

Sendar verða  upplýsingar um stöðuna þar um leið og ratsjármyndir koma.

Innan lögsögunnar er nú stór ísfleki, rúmlega 40 km á lengd, sem er nokkuð óvenjulegt þar sem yfirleitt eru öldur búnar að tæta slíkan ís upp í smærri parta áður en hann kemst hingað. Þetta er væntanlega fleki sem verið hefur landfastur við Grænland í vetur og er væntanlega talsvert þykkari en hinn ísinn.

Belgingur spáir meira og minna SV átt næstu viku (tvö smá hlé þó) þannig að ísinn mun væntanlega færast austar og eitthvað nær landi en ætti að bráðna nokkuð duglega líka,segir Ingibjörg Jónsdóttir dósent í landfræði hjá Jarðvísindastofnun.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010

Oddný oddviti áfram í Árneshreppi.

Oddný Snjólaug Þórðardóttir á skrifstofu sinni.
Oddný Snjólaug Þórðardóttir á skrifstofu sinni.
Ný hreppsnefnd Árneshrepps kom saman miðvikudaginn 16.júní 2010,og var Oddný S. Þórðardóttir á Krossnesi kosin oddviti og Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík varaoddviti.Þessi kosning fer fram árlega þ.e.oddviti og varaoddviti eru kosnir til eins árs í senn. 

Guðlaugur Ágústsson var varaoddviti,síðasta kjörtímabil hreppsnefndar Árneshrepps.

Aðrir í hreppsnefnd eru þau Ingólfur Benediktsson Árnesi,Guðlaugur Ágústson í Norðurfirði og ný í hreppsnefnd er Elín Agla Briem skólastjóri Finnbogastaðaskóla.

Oddný Snjólaug Þórðardóttir er því oddviti áfram.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010

Viðvörun frá Símanum.

Athugið vel sem eru með tölvupóst sem endar á simnet.is
Athugið vel sem eru með tölvupóst sem endar á simnet.is
Kæri viðskiptavinur.

Síminn hefur orðið var við að erlendur óprúttinn aðili sé með ólögmætum hætti að reyna að komast yfir lykilorð viðskiptavina okkar sem eru með netföng með endinguna simnet.is.

Þessi aðili er að senda póst í nafni Símans, (helpdesk@simnet.is) og á að svara honum á netfangið verification_2010@w.cn

Skilaboðin í póstinum, sem er á illa þýddri íslensku, eru þau að viðskiptavinurinn eigi að svara póstinum með upplýsingum um lykilorðið að netfanginu.

Þessi póstur er EKKI frá Símanum kominn. ALLS EKKI fara eftir þessum skilaboðum. Þeir sem slysast til að gefa upplýsingar um lykilorðið verða við fyrsta tækifæri að breyta lykilorði sínu að tölvupóstinum. Hægt er að breyta því með því að fara á www.siminn.is - Internet - Vefpóstur, eða með því að smella hér: https://thjonustuvefur.siminn.is/internet/lykilord/breyta.jsp

Innihald póstsins lítur svona út:

Ágæti simnet.is Áskrifandi,
Til að klára SIMNET.IS reikning þinn verður þú að svara
þessu bréfi þegar í stað og slá inn lykilorðið þitt hér
(**********)
Bilun á að gera þetta strax við bakið á tölvupóstinn þinn
Heimilisfang óvirkur frá gagnagrunni okkar.

Þú getur einnig staðfesta netfangið þitt með því að skrá þig inn

SIMNET.IS reikninginn á https: / / mail.simnet.is
Þakka þér fyrir að nota SIMNET.IS!

THE SIMNET.IS TEAM
***********************************************
Copyright (c) 2010
***********************************************
Vonast er til að tölvupósturinn frá þessum óprúttna aðila valdi ekki vandræðum.

Kveðja,
Starfsfólk Símans

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010

Enn einu sinni fór rafmagn af í Árneshreppi.

Orkubú Vestjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestjarða á Hólmavík.
Nú fyrir hádegið eða kl 11:29 fór rafmagn hér af í Árneshreppi í um sjö til átta mínútur.
Þetta er stórfurðulegt nú í eina besta veðrinu sem getur verið yfir sumarið.
Vefurinn Litlihjalli hafði samband við starfsmann Orkubús Vestfjarða á Hólmavík en hann vissi ekkert hvað hefði skeð núna fyrir hádegið hné í gærkvöldi.
Einnig hafði vefurinn samband við höfuðstöðvar Orkubúsins á Ísafirði,sá starfsmaður kom bara af fjöllum,hafði ekki hugmynd um rafmagnsleysi í gærkvöldi í Árneshreppi hné nú fyrir hádegið sem eðlilegt var.
Það er nokkuð slæmt ef höfuðstöðvar Orkubúsins fá ekki upplýsingar frá sýnum aðilum um rafmagnsleysi,en þetta virkar allt eins og við hér í Árneshreppi séum eins og þriðja flokks fólk,kannski er svo líka hjá Símanum.
Reyndar er mikið um sumarfrí hjá starfsmönnum Orkubús Vestfjarða núna.
Ef ekki er hægt að treysta á að rafmagn sé stöðugt yfir hásumarið,hvenær má þá treysta öruggri rafmagnsdreifingu?
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010

Símasamband og rafmagn úti.

Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík í Trékyllisvík.
Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík í Trékyllisvík.
Á mánudagskvöld þann 14 júní fór allt símakerfi út um kl 21:00 um kvöldið hér í Árneshreppi,GSM netsambandið GSM símar og heimasímar líka,þannig að hreppurinn var án neins sambands alveg.

Svona gekk þetta allt kvöldið að samband  var inni og úti,einnig um morguninn þann 15 júní kl 06:00 þegar veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík ætlaði að senda veðurskeyti var allt úti sími og netsamband,var komið inn aftur um og fyrir 08:30.

Þann 16 júní datt allt net út seinniparts dags og símasamband úti annað slægið,og lítið var um svör í upplýsinganúmeri Símans 8007000,en samband hefur verið frá því um og uppúr kl 20:00 þá um kvöldið.

Í gær þann 17 júní hefur verið allt net og símar verið inni síðan,en þá fór rafmagn af í um 10 mínútur kl um 23:00 um kvöldið,ekki vissi starfsmaður Orkubús Vestfjarða á Hólmavík hvað hefði ollið þessum útslætti.

Nú verður eitthvað að fara að gerast í þessum málum að við hér á Ströndum og víðar á Vestfjörðum fáum hundrað prósent síma og fjarskiptaöryggi og líka rafmagnsöryggi á staðina.

Nú þarf formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að láta í sér heyra og láta hendur standa fram úr ermum og tala við þessa aðila um hvernig megi tryggja öryggi á þjónustu.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. júní 2010

Hafís útaf Húnaflóa og Borgarísjakar.

Gervitunglamynd frá 15 júní.
Gervitunglamynd frá 15 júní.
Síðustu daga hefur hafístunga borist með hafstraumi austur fyrir Hornstrandir. Þetta sést vel á gervitunglaradarmynd frá því í fyrrakvöld 15. júní. Þéttur hafís mældist þá 40 sjómílur norður af Hornbjargi og 35 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Þegar slík hafístunga myndast þá fjölgar einnig borgarísjökum við Húnaflóa og austur með ströndum norðurlands. Vert er að hafa allan varan á við þessar aðstæður,segir á hafísvef Veðurstofu Íslands.
Einnig kom tilkynning um borgarísjaka frá Hrauni á Skaga þann 14 júní,sá jaki var í um 10 til 11  sjómílur NV frá Skagatá.
Margar tilkynningar um hafís hafa borist Veðurstofu frá skipum og bátum á Húnaflóasvæðinu og útaf Horni.
Nánar á vef Veðurstofu Íslands Hafístilkynningar.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
Vefumsjón