Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júní 2010 Prenta

Netnotkun með farsímum og netlyklum minnst á Íslandi.

Árið 2009 kom samband á í Árneshreppi með 3.G netlyklum frá Símanum.
Árið 2009 kom samband á í Árneshreppi með 3.G netlyklum frá Símanum.

Á vef Póst og Fjarskiptastofnunar má sjá eftirfarandi um notkun á neti og fleiru gegnum farsíma:
Íslendingar sækja minna af gögnum á Netið í gegn um farsíma og netlykla en aðrar þjóðir á Norðurlöndum og áskrifendur að gagnaflutningi um breiðband (e. mobile broadband) eru einnig fæstir hér miðað við höfðatölu  Á sama tíma er útbreiðsla DSL nettenginga (t.d. ADSL) mest hér á landi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu þar sem bornir eru saman fjarskiptamarkaðir á Norðurlöndum.  Skýrslan var tekin saman af vinnuhópi um norræna tölfræði vegna fundar forstjóra fjarskiptaeftirlitsstofnananna á Norðurlöndunum.

Ein af skýringum þess að Íslendingar eru ekki komnir eins langt í netnotkun með farsímum og netlyklum og aðrar þjóðir á Norðurlöndum er að 3G nettengingar voru fyrst í boði hér á landi á seinni hluta ársins 2007 en hafa verið lengur í boði á hinum Norðurlöndunum.

Þegar skýrslan er skoðuð í heild má þó segja að samanburðurinn sýni að ekki er mikill munur á fjarskiptanotkun fólks í þessum löndum. Meðal annars sem fram kemur í skýrslunni er að:

Notendum fækkar í fastaneti á öllum Norðurlöndunum og mínútum í heimasíma fækkar einnig.

Fjöldi mínútna úr farsíma er síhækkandi hlutfall af öllum mínútum sem talað er í síma á Norðurlöndum.

Finnar eru með mestu notkun í farsíma.

Meðallengd símtals í farsíma er styst hér á landi en lengst í Finnlandi.

Danir senda flest SMS en Íslendingar fæst. Mikil aukning hefur átt sér stað í fjölda SMS sendinga í Svíþjóð.
Skýrsluna má skoða í heild hér.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón