Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2010

Auglýst eftir kennara við Finnbogastaðaskóla.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Sveitarfélagið Árneshreppur hefur nú auglýst eftir kennara við barnaskólann á Finnbogastöðum.
Þar sem Elín Agla Briem hefur nú ákveðið að láta af störfum við Finnbogastaðaskóla 

vantar nú kennara í fullt starf við skólann næsta skólaár. 
Eftirfarandi auglýsing birtist í morgunblaðinu laugardaginn 10. júlí 2010 .

 

   Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi

                 Kennarar

Óskum eftir kennara í 100% stöðu næsta

skólaár.  Reynsla á sviði tónlistar og/eða

yngri barna kennslu kostur.

Umsóknarfrestur er til 24. júlí 2010.

Umsóknir sendist:  Árneshreppur,

Norðurfjörður,  524 Árneshreppur eða á

arneshreppur@simnet.is.

Upplýsingar gefur Oddný í síma 4514001 eða h.s:4514048.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4. júlí til 12. júlí 2010.

Átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.
Átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.

Talsveður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða, enda margir á ferli og talsverð umferð um þjóðvegi umdæmisins. Skemmtanahald fór þá nokkuð vel fram og án mikilla afskipta lögreglu. 5 tilkynningar bárust til lögreglu um að ekið hafi verið á sauðfé og vill lögregla kom því á framfæri að ökumenn gæti varúðar þar sem sauðfé er nálægt vegi.  4 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af fauk hjólhýsi á hliðina í snarpri vindhviðu á Barðastrandarvegi skammt frá bænum Hvammi. Talsverðar skemmdir urðu á hjólhýsinu. Hin þrjú óhöppin töldust minniháttar. 8 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, var mældur á 142 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.   Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2010

Bergistangi komin með nýja gistiaðstöðu í Gamla Kjötfrystihúsinu.

Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason í eldhúsinu eða borðstofunni.
Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason í eldhúsinu eða borðstofunni.
1 af 3
Hjónin Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga við Norðurfjörð hafa nú opnað nýja gistiaðstöðu í Gamla Kjötfrystihúsinu.

Þau innréttuðu gistiaðstöðuna í Gamla Kjötfrystihúsinu í Norðurfirði sem var í notkun sem slíkt fram til ársins 1992,í þeim hluta sem frystiklefarnir þrír voru er nú svefnaðstaðan,í þeim hluta sem vélasalurinn var er nú borðsalurinn og eldunaraðstaðan

Þetta er heillandi gistimöguleiki í Norðurfirði.

Boðið er upp á svefnpokapláss í kojum í þremur herbergjum,svefnrími er fyrir allt að 28 manns.

Einnig er góð eldunaraðstaða með borðsal.

Eins eru þau með aðstöðu sem fyrr heima á Bergistanga út við svonefnt Berg,í tveim herbergjum með þrjú svefnstæði hvort.

Boðið er upp á bæði svefnpokagistingu og uppábúin rúm.

Bókanir eru hjá Margréti og Gunnsteini í símum:4514003 eða 8425779.

Eða á netfanginu gunnsteinn@simnet.is

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. júlí 2010

Bændur byrjaðir á slætti.

Sláttur er hafin.Sigursteinn Sveinbjörnson við slátt.
Sláttur er hafin.Sigursteinn Sveinbjörnson við slátt.
Í gær og í dag byrjuðu nokkrir bændur hér í Árneshreppi að slá,að minnsta kosti á Melum,Bæ og í Litlu-Ávík.Síðan fara aðrir að byrja sjálfsagt.
Á Melum var búið að slá tvö tún í endaðan júní,tún sem voru sendin og brunnu í þurrkunum í júní og voru þau slegin til að bera á þau aftur.
Þetta er svipaður tími og í fyrra sem sláttur hefst.
Tún eru dálítið blaut enn þar sem mýrlend er eftir þessar rigningar að undanförnu.Enn í dag er þurrt og gott veður og er spáin nokkuð góð fram í vikuna en jafnvel einhverjar skúrir en hlýtt á að vera í veðri.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. júlí 2010

Mjög úrkomusamt sem af er Júlí.

Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög úrkomusamt hefur verið það sem af er þessum mánuði,úrkoman orðin frá 1 júlí til kl 09:00 í morgun 61,0 mm.
Í júlí í fyrra var úrkoman allan mánuðinn 49,0 mm.
Mjög þurrt var í júní síðastliðnum og sumstaðar brunnu tún þar sem sendin tún eru,en úrkoman í júní var aðeins 13,3 mm.
Þá segja gárungar sveitarinnar að bændur hafi lagst á bæn dag eftir dag og beðið um úrkomu,því svaraði sá góði herra þarna uppi með þessum látum,einnig segja sumir að það hafi ekki vitað á gott að messað var í báðum Árneskirkjum (eldri og yngri) í sama mánuði.
Án alls gríns þarf sláttur að fara að byrja efir venjulegum tíma ef styttir upp,jörð þornar nú fljótt upp eftir þessa úrkomu því hún tekur lengi við eftir þessa þurrka í síðasta mánuði.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. júlí 2010

Enn röskun á ferðum á Hornstrandir.

Sædísin ÍS kemur stundum við á Dröngum á Ströndum í ferðum sínum.
Sædísin ÍS kemur stundum við á Dröngum á Ströndum í ferðum sínum.
Enn og aftur gerir veður strik í reikninginn með ferðir með ferðafólk á Hornstrandir með Sædísinni frá Norðurfirði,enda liggja allar víkur norður á Ströndum fyrir opnu hafi og því ekki hægt að athafna sig nema í sæmilegu veðri.Norðaustan allhvass var í gær með tilheyrandi sjógangi,í dag er vindur Norðlægari en útifyrir er NA með stinningskalda og talsverðum sjó.Er því ekkert ferðaveður, veðurspáin er slæm fyrir daginn í dag en þegar lýður nær helgi er ágætis veðurspá.
Á vefsíðu Sædísarinnar segir að í fyrsta lagi að hægt verði að fara ferð norður á Strandir á morgun.
Sædísin fór 2 ferðir á mánudag í ágætis veðri og fluttu um 60 manns. 
Síðast varð röskun á ferðum á Hornstrandir vegna veðurs í síðustu viku.
Allar upplýsingar um ferðir má sjá á vefsíðu Sædísarinnar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. júlí 2010

Grjóthrun í Veiðileysukleif.

Frá Veiðileysukleif snemma í vor.
Frá Veiðileysukleif snemma í vor.
Starfsmenn Vegagerðarinnar á Hólmavík voru í hættu þegar grjóthnullungar féllu úr hlíðum Veiðileysukleifar á Strandavegi (643) í Árneshreppi á þriðjudag. 

Einn hnullungurinn skoppaði af veginum og á pall vörubíls vegagerðarmannanna og skemmdi búnað á pallinum. Annar vegagerðamannanna stóð þá aðeins tvo metra frá en þeir unnu að því að týna grjót af veginum og opna leiðina fyrir umferð. Grjóthnullungarnir skildu eftir sig stórar holur í veginum. Vegagerðin varar við hugsanlegu grjóthruni á svæðinu og bendir ferðalöngum á að komi þeir að lokuðum vegum vegna grjóthruns eigi þeir að forða sér af hættusvæðinu.
Þetta kemur fram á www.ruv.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. júlí 2010

Nýr forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

Gústaf Gústafsson.
Gústaf Gústafsson.
Gústaf Gústafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða frá og með 1. ágúst nk. Gústaf mun sinna verkefnum á sviði markaðssetningar Vestfjarða í samvinnu við hagsmunatengda aðila.
Gústaf hefur margþætta reynslu af markaðsmálum og var markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands frá ársbyrjun 2006 til 1. júlí á þessu ári. Gústaf byggði upp og var ábyrgur fyrir verkefnum eins og Mottumars og Bleika slaufan, sem allir landsmenn þekkja. Gústaf er að upplagi kerfisfræðingur en hefur sérhæft sig í markaðsmálum undanfarinn áratug og lauk meðal annars námi í Samhæfðum markaðssamskiptum hjá HR nú í vor.
Gústaf er fimm barna faðir og giftur Sigrúnu Bragadóttur viðskiptafræðingi. Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða býður Gústaf hjartanlega velkominn til starfa segir í fréttatilkynningu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. júlí 2010

Skuggasvæði í nýju VHF fjarskiptakerfi.

Skuggasvæði er í Jökulfjörðum.Mynd www.sigling.is
Skuggasvæði er í Jökulfjörðum.Mynd www.sigling.is
Í nýju  metrabylgju (VHF) fjarskiptakerfi sem sett var upp á árinu 2008, var leitast við að ná sem mestri dekkun með uppsetningu  fjarskiptastöðva á  hátt liggjandi stöðum sem ekki höfðu verið notaðir áður.  Má þar nefna Steinnýjarstaðarfjall á Skaga, Bjólf og Goðatind á Austfjörðum, Borgarhafnarfjall á SA-landi og Miðfell á Snæfellsnesi.
Þrátt fyrir þetta eru skuggasvæði á víkum og fjörðum á Hornströndum frá og með Fljótavík að og með Ófeigsfirði svo dæmi séu tekin hér á Ströndum.
Sjómenn eru beðnir að kynna sér þessi svæði vel.
Nánar á vef Siglingastofnunar.
Einnig má sjá kort eða myndir af svæðum þar sem fjarskiptaskilyrði eru léleg eða engin.
Slóð inná myndirnar eru hér.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. júlí 2010

Ekkert flogið vegna þoku.

TF ORF frá Ernum á Gjögurflugvelli.
TF ORF frá Ernum á Gjögurflugvelli.
Í gær mánudag var áætlunardagur hjá Flugfélaginu Ernum á Gjögur,enn ekki var hægt að fljúga vegna þoku og eða þokusúldar og dimmviðris.
Sama er uppá teningunum í dag,þoka og meyri súld en hægviðri ennþá.
Því stefnir allt í það að vikupóstur komi og fari með flutningabíl Strandafraktar á morgun.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum er nú áætlunarflug til Gjögurs aðeins einu sinni í viku yfir sumarið,og flutningabíll Strandafraktar með fastar ferðir á miðvikudögum,reyndar kemur bíll frá Strandafrakt aukaferðir þegar þarf að ná í fisk á Norðurfjörð.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Veggir feldir.
Vefumsjón