Fornbílar á ferð um Strandir.
Vestfjarðaferð Fornbílaklúbbs Íslands.
Vikuna 23 til 30 júlí standa félagar úr fornbílaklúbbi íslands fyrir stórferð um Vestfirði.
Félagar úr klúbbnum munu keyra saman frá félagsheimili sínu við Rafstöðvarveg í Reykjavík kl.14.00 föstudaginn 23.júlí.
Stefnan verður tekin á Hólmavík þar sem gist verður fyrstu nóttina.
Á Laugardeginum munu bílarnir verða á ferð um strandir og koma við í Djúpuvík og enda um kvöldið í Reykjanesi við Ísafjarðardjúpi.
Sunnudagurinn 25.júlí verður tekin í að aka norður Djúpið og endað í Bolungavík með viðkomu á Súðavík og Ísafirði.
Mánudagurinn 26.júlí fer í að aka suður að Þingeyri þar sem gist verður næstu nótt, með viðkomu á Suðureyri og Flateyri.
Næsta dag verður ekið suður til Patreksfjarðar með viðkomu á Bíldudal og Tálknafirði. 28.júlí verða félagarnir svo á ferð frá Patró að Flókalundi.
Síðasta daginn verður ekin Barðaströndin að Bjarkalundi og Reykhólum.
Frekari upplýsingar er að finna á fornbill.is