Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. júlí 2010
Prenta
Mun minni heyföng enn í fyrra.
Nú hafa nokkrir bændur lokið heyskap eins og á Kjörvogi og í Litlu-Ávík,á þeim bæjum verður engin seinni sláttur,aðrir eru að heyja eða stopp þar til seinni sláttur hefst og slegin há.
Miklu minni heyföng eru í ár enn í fyrra en þá heyjaðist með besta móti.
Í Litlu-Ávík heyjaðist 52.rúllum minna en í fyrra.Á Kjörvogi var sennilega lélegasta sprettan enn þar eru um hundrað rúllum minna enn í fyrra.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík létu þau á Kjörvogi heyja 44 rúllur á hjáleigunni á Reykjanesi,enn óvenju miklar fyrningar voru í Litlu-Ávík eftir frá í fyrra.
Bændur telja þó ekkert heyleysi verða í hreppnum því flestir eiga talsverðar fyrningar frá því í fyrra og margir slá aftur seinni slátt það er há.