Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. júlí 2010
Prenta
Ingibjörg frá Árnesi ráðin sveitarstjóri Strandabyggðar.
Ákveðið hefur verið að ráða Ingibjörgu Valgeirsdóttir sveitarstjóra Strandabyggðar næsta kjörtímabil. Ingibjörg starfar nú sem framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki Assa - þekking & þjálfun. Ingibjörg hefur lokið MBA námi við Háskólann í Reykjavík og er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum. Hún hefur m.a. unnið við starfsmanna- og stjórnendaþjálfun og séð um framkvæmdastjórn í verkefnum á borð við hvatningarátakið Til fyrirmyndar og Stefnumót á Ströndum. Ingibjörg hefur mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í vanda og var um tíma forstöðumaður unglingasmiðjunnar Stígs.
Ingibjörg kemur til starfa í september, en þangað til sjá oddvitar Strandabyggðar um framkvæmdastjórn í sveitarfélaginu.
Ingibjörg Valgeirsdóttir er frá Árnesi 2 í Trékyllisvík hér í Árneshreppi.
Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.