Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. júlí 2010 Prenta

Ingibjörg frá Árnesi ráðin sveitarstjóri Strandabyggðar.

Ingibjörg Valgeirsdóttir verður næsti sveitarstjóri Strandabyggðar.Mynd Assa-þekking&þjálfun.
Ingibjörg Valgeirsdóttir verður næsti sveitarstjóri Strandabyggðar.Mynd Assa-þekking&þjálfun.
Ákveðið hefur verið að ráða Ingibjörgu Valgeirsdóttir sveitarstjóra Strandabyggðar næsta kjörtímabil. Ingibjörg starfar nú sem framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki Assa - þekking & þjálfun. Ingibjörg hefur lokið MBA námi við Háskólann í Reykjavík og er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum. Hún hefur m.a. unnið við starfsmanna- og stjórnendaþjálfun og séð um framkvæmdastjórn í verkefnum á borð við hvatningarátakið Til fyrirmyndar og Stefnumót á Ströndum. Ingibjörg hefur mikla reynslu af vinnu með ungu fólki í vanda og var um tíma forstöðumaður unglingasmiðjunnar Stígs.

Ingibjörg kemur til starfa í september, en þangað til sjá oddvitar Strandabyggðar um framkvæmdastjórn í sveitarfélaginu.
Ingibjörg Valgeirsdóttir er frá Árnesi 2 í Trékyllisvík hér í Árneshreppi. 
Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Steinstún-2002.
Vefumsjón