Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. júlí 2010
Prenta
Farið að bera á vatnsleysi.
Nú er búið að vera þurrt að mestu frá 9 júlí og varla komið dropi úr lofti síðan.
Er nú farið að bera á neysluvatnsleysi víða,sérstaklega þar sem eru litlar safnþrær,og á það sérstaklega við þar sem er búið yfir sumarið,svo sem á Eyri í Ingólfsfirði og bænum Ingólfsfirði í botni Ingólfsfjarðar og sumstaðar á Gjögri.
Víða eru ár rétt við bæi þar sem hægt er að sækja vatn í.
Einnig er að verða vatnslítið í Litlu-Ávík og víðar.
Þar sem vatnslaust er er ekki hægt að þvo þvott í þvottavélum heldur verður að hita vatn og þvo í bala og taka gamla góða þvottabrettið fram.
Þessi mikla rigning sem var í byrjun júlí er talin bjarga miklu að ekki varð vatnsleysi fyrr.
Einnig var mjög þurrt í júní.