Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. júlí 2010 Prenta

Farið að bera á vatnsleysi.

Frá Eyri í Ingólfsfirði.
Frá Eyri í Ingólfsfirði.
Nú er búið að vera þurrt að mestu frá 9 júlí og varla komið dropi úr lofti síðan.

Er nú farið að bera á neysluvatnsleysi víða,sérstaklega þar sem eru litlar safnþrær,og á það sérstaklega við þar sem er búið yfir sumarið,svo sem á Eyri í Ingólfsfirði og bænum Ingólfsfirði í botni Ingólfsfjarðar og sumstaðar á Gjögri.
Víða eru ár rétt við bæi þar sem hægt er að sækja vatn í.
Einnig er að verða vatnslítið í Litlu-Ávík og víðar.

Þar sem vatnslaust er er ekki hægt að þvo þvott í þvottavélum heldur verður að hita vatn og þvo í bala og taka gamla góða þvottabrettið fram.

Þessi mikla rigning sem var í byrjun júlí er talin bjarga miklu að ekki varð vatnsleysi fyrr.

Einnig var mjög þurrt í júní.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón