Heiðarlegt fólk á ferð.
Heldur eru aðeins kassar á veggjum þarna með rauf fyrir gjaldið.
Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema að fólkið var aðeins með greiðslukort eins og tíðkast mest í dag,og gátu því ekki borgað fyrir sig.
Þegar suður er komið sendi einn fjölskyldumeðlimurinn tölvupóst hingað á vefinn litlahjalli@litlihjalli.is til að athuga hvort vefstjóri Litlahjalla gæti bent þeim á hvar væri hægt að borga fyrir sundlaugarferðina,því þau vildu endilega borga fyrir að dveljast í þessari frábæru laug.
Þeim var þegar bent á símanúmerið og netfang á Krossnesi,þaðan er séð um Krossneslaug sem rekin er af Ungamennafélaginu Leifi Heppna.
Þar var þeim bent á reikningsnúmer fyrir sundlaugina til að leggja inná fyrir ferðina í sundlaugina,sem og þau gerðu.
Þetta er óhætt að sé kallaður heiðarleiki og það frábær heiðarleiki.
Það var annað með fyrrum bankastjóra sem fór í laugina fyrir tveim til þrem árum,og sagðist vera með svo stóra seðla og borgaði ekki þrátt fyrir ábendingar sundlaugargesta.
Nú er þessi sami maður talin einn af útrásarvíkingunum.