Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. júní 2010

Ferðir Sædísarinnar hefjast 16 júní.

Reimar Vilmundarson kafteinn.
Reimar Vilmundarson kafteinn.
Þá er komið að því að ferðir á Hornstrandir byrji, búið er að gera Sædísina klára.Frá Norðurfirði er fyrsta ferð áætluð 16 júní og nú þegar hafa verið bókað um 1700 manns í ferðir með Sædísinni.Áætlað er að vera með ferðir fram undir 16 ágúst þetta árið. Í júlí mánuði er búið að bóka ferðir nánast alla daga mánaðarins þannig að framboð af ferðum ætti að vera nóg og mikið er um aukaferðir. Einnig má benda á að Kaffi Norðurfjörður hefur ákveðið að opna 08:30 til að bjóða upp á morgunverð fyrir brottför í ferðir.
Nánar á www.freydis.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. júní 2010

Samkórinn Björk söng í Árneskirkju í dag.

Samkórinn Björk frá Blönduósi með tónleika í Árneskirkju.
Samkórinn Björk frá Blönduósi með tónleika í Árneskirkju.
1 af 4
Samkórinn Björk frá Blönduósi kom í Árneshrepp í dag og hélt tónleika í Árneskirkju klukkan tvö í dag.

Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Formaður Bjarkakórsins er Helen Swartling Lejludóttir.

Söngskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg.

Einnig var diskur kórsins til sölu.

Áheyrendur klöppuðu mikið fyrir kórfélögum.

Kórinn syngur svo í Hólmavíkurkirkju í kvöld kl 20:00.
Hér birtast nokkrar myndir af Bjarkarkórnum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. júní 2010

Vélsmiðjan Vík á Hólmavík er til sölu.

Vélsmiðjan Vík á Hólmavík er til sölu.Mynd strandir.is
Vélsmiðjan Vík á Hólmavík er til sölu.Mynd strandir.is
Vélsmiðjan Vík að Hafnarbraut 14 á Hólmavík hefur verið auglýst til sölu. Vélsmiðjan hefur starfað í um 50 ár og er því eitt af rótgrónustu fyrirtækjum á Hólmavík. Um er að ræða tvö samliggjandi stálgrindarhús, annað er 336 fermetrar, en hitt 167, samtals 503 fermetrar. Lóð er 1.572 fermetrar. Tæki til bifreiðaviðgerða og járnsmíða fylgja með í kaupunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján Jóhannsson í s. 893-6331.
Þetta kemur fram á strandir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. júní 2010

Fréttatilkynning um Menningarverðlaun Strandabyggðar 2010.

Hólmavík.Ljósmynd © Mats Wibe Lund.
Hólmavík.Ljósmynd © Mats Wibe Lund.

Menningarverðlaun í Strandabyggð
Í vetur ákvað Menningarmálanefnd Strandabyggðar að stofna til sérstakra Menningarverðlauna. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Hamingju-dögum á Hólmavík nú í sumar. Menningarmálanefnd skipar jafnframt dómnefnd þá sem velur úr innsendum tillögum, en Menningarmálanefnd er nú skipuð þeim Jóhönnu  Ásu Einarsdóttur, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, Jóni Halldórssyni, Salbjörgu Engilbertsdóttur sem er formaður hennar, og Guðrúnu Guðfinnsdóttur sem tók sæti í nefndinni meðan Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hamingjudaga. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar muni þessi nefnd starfa áfram fram yfir Hamingjudaga.

Gerðar hafa verið starfsreglur um Menningarverðlaunin sem eru eftirfarandi:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júní 2010

Svavar og Sjana í banastuði á Hótel Djúpavík.

Hótel Djúpavík.Mynd www.djúpavík.
Hótel Djúpavík.Mynd www.djúpavík.
1 af 2
Hin óviðjafnanlega söngkona Kristjana Stefánsdóttir og mjúkmennið alræmda Svavar Knútur leiða saman smáhesta sína í fyrsta skipti í langan tíma á Hótel Djúpavík og opna með því tónleikasumar 25 ára afmælis hótelsins.

Staðurinn og tíminn eru Sunnudagskvöldið 13. júní kl. 21.Aðgangseyrir er aðeins 1.500 kr á skemmtunina.
Nánar á vef Hótels Djúpavíkur hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. júní 2010

Samkórinn Björk frá Blönduósi í söngferðalagi.

Tónleikarnir verða í Árneskirkju.Mynd Rúnar Sörensen.
Tónleikarnir verða í Árneskirkju.Mynd Rúnar Sörensen.

Samkórinn Björk verður á ferðinni um Strandir laugardaginn 12. júní næstkomandi. Mun hann halda tónleika í Árneskirkju í Árneshreppi kl. 14:00. Kórinn býður upp á fjölbreytta söngdagskrá. Verð á tónleikana er 1000.- Einnig munu diskar kórsins verða til sölu.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. júní 2010

Bænda bera á tún.

Tilbúin áburður borin á tún.
Tilbúin áburður borin á tún.
Bændur hafa nú verið að bera tilbúin áburð á tún,og er það um svipað leyti og í fyrra þrátt fyrir kuldana og þurra tíð undanfarið.

Nú er spáð einhverri vætu seinnipart vikunnar,ekki er vanþörf fyrir jörðina.

Einnig mætti nú fara að hlýna svolítið og þessar hafáttir með sýnu þokulofti hættu.

| fimmtudagurinn 3. júní 2010

25 ára afmælis Hótel Djúpavíkur fagnað með myndlistarsýningu

Nína og Ómar sýna í Djúpavík.
Nína og Ómar sýna í Djúpavík.
Föstudaginn 4. júní opna Nina Ivanova og Ómar Smári Kristinsson myndlistarsýningu í Hótel Djúpavík. Yfirskrift sýningarinnar er 25, sem er tilvísun í afmæli hótelsins. Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson opnuðu hótelið árið 1985.

Ómar Smári og Nína eru búsett á Ísafirði, en hafa sýnt víða um land við mjög góðar undirtektir. Á sýningunni, sem verður í matsal hótelsins, eru bæði málverk og teikningar.

Gestir í Árneshreppi eru hvattir til að líta við. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar á morgun, föstudag, klukkan 14.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. júní 2010

Kaffi Norðurfjörður opnar á laugardaginn,og kynnir kort þjónustuaðila í Árneshreppi.

Kaffi Norðurfjörður opnar með vöfflum og kynnt verður kort þjónustuaðila í Árneshreppi á laugardaginn.
Kaffi Norðurfjörður opnar með vöfflum og kynnt verður kort þjónustuaðila í Árneshreppi á laugardaginn.

Kaffi Norðurfjörður og AssA, þekking & þjálfun bjóða alla Árneshreppsbúa velkomna í opnunar- og útgáfukaffi laugardaginn 5. júní kl. 15:30. Nú fer vöffluilmurinn að fylla vit sveitunganna því tekið verður úr lás í Kaffi Norðurfirði og sumri fagnað ásamt útgáfu yfirlitskorts af Árneshreppi sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði. 

Kortið var unnið í farsælu og nánu samstarfi við listamennina Ómar Smára Kristinsson og Nínu Ivanova en þau verða sérstakir gestir við opnunina. Kortið er samstarfsverkefni allra þjónustuaðila í Árneshreppi og sýnir hvað sveitin okkar hefur upp á margt að bjóða.

Einnig skal minnt á sýningu Ómars Smára og Nínu í Djúpavík föstudaginn 4. júní kl. 14:00.  Sýningin ber nafnið "25" og er sett upp í tilefni 25 ára afmælis hótelsins.

Kaffi Norðurfjörður verður opinn frá 11:00 - 21:00 fram til 16. júní en eftir það verður opið frá 8:30 þá daga sem Sædísin siglir frá Norðurfirði.

Allir hreppsbúar eru hvattir til að mæta á laugardaginn og næla sér í góðan skammt af kortinu góða svo hægt sé að koma  því í dreifingu sem fyrst.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júní 2010

Fyrsta ferð Strandafraktar í dag.

Einn af bílum Strandafraktar og Gæji bílstjóri.(myndasafn).
Einn af bílum Strandafraktar og Gæji bílstjóri.(myndasafn).
Nú í dag hóf Strandafragt áætlunarferðir með flutningabíl frá Reykjavík Hólmavík-Norðurfjörður.
Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur og til Norðurfjarðar á miðvikudögum.
Þessar ferðir standa út október.
Áður var bíllinn búin að koma að sækja grásleppuhrogn tvívegis.
Nýtt er að nú kemur póstur með bílnum á miðvikudögum,því nú er aðeins flogið á mánudögum á Gjögur í sumar eins og fram hefur komið hér á vefnum.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Norðurfjörður I -2002.
Vefumsjón