Ferðir Sædísarinnar hefjast 16 júní.
Nánar á www.freydis.is
Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Formaður Bjarkakórsins er Helen Swartling Lejludóttir.
Söngskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Einnig var diskur kórsins til sölu.
Áheyrendur klöppuðu mikið fyrir kórfélögum.
Kórinn syngur svo í Hólmavíkurkirkju í kvöld kl 20:00.
Hér birtast nokkrar myndir af Bjarkarkórnum.
Menningarverðlaun í Strandabyggð
Í vetur ákvað Menningarmálanefnd Strandabyggðar að stofna til sérstakra Menningarverðlauna. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Hamingju-dögum á Hólmavík nú í sumar. Menningarmálanefnd skipar jafnframt dómnefnd þá sem velur úr innsendum tillögum, en Menningarmálanefnd er nú skipuð þeim Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, Jóni Halldórssyni, Salbjörgu Engilbertsdóttur sem er formaður hennar, og Guðrúnu Guðfinnsdóttur sem tók sæti í nefndinni meðan Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hamingjudaga. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar muni þessi nefnd starfa áfram fram yfir Hamingjudaga.
Gerðar hafa verið starfsreglur um Menningarverðlaunin sem eru eftirfarandi:
Staðurinn og tíminn eru Sunnudagskvöldið 13. júní kl. 21.Aðgangseyrir er aðeins 1.500 kr á skemmtunina.
Nánar á vef Hótels Djúpavíkur hér.
Samkórinn Björk verður á ferðinni um Strandir laugardaginn 12. júní næstkomandi. Mun hann halda tónleika í Árneskirkju í Árneshreppi kl. 14:00. Kórinn býður upp á fjölbreytta söngdagskrá. Verð á tónleikana er 1000.- Einnig munu diskar kórsins verða til sölu.
Nú er spáð einhverri vætu seinnipart vikunnar,ekki er vanþörf fyrir jörðina.
Einnig mætti nú fara að hlýna svolítið og þessar hafáttir með sýnu þokulofti hættu.
Kaffi Norðurfjörður og AssA, þekking & þjálfun bjóða alla Árneshreppsbúa velkomna í opnunar- og útgáfukaffi laugardaginn 5. júní kl. 15:30. Nú fer vöffluilmurinn að fylla vit sveitunganna því tekið verður úr lás í Kaffi Norðurfirði og sumri fagnað ásamt útgáfu yfirlitskorts af Árneshreppi sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði.
Kortið var unnið í farsælu og nánu samstarfi við listamennina Ómar Smára Kristinsson og Nínu Ivanova en þau verða sérstakir gestir við opnunina. Kortið er samstarfsverkefni allra þjónustuaðila í Árneshreppi og sýnir hvað sveitin okkar hefur upp á margt að bjóða.
Einnig skal minnt á sýningu Ómars Smára og Nínu í Djúpavík föstudaginn 4. júní kl. 14:00. Sýningin ber nafnið "25" og er sett upp í tilefni 25 ára afmælis hótelsins.
Kaffi Norðurfjörður verður opinn frá 11:00 - 21:00 fram til 16. júní en eftir það verður opið frá 8:30 þá daga sem Sædísin siglir frá Norðurfirði.
Allir hreppsbúar eru hvattir til að mæta á laugardaginn og næla sér í góðan skammt af kortinu góða svo hægt sé að koma því í dreifingu sem fyrst.