Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. apríl 2010

Ferðamálasamtökin opna sölusíðu.

Vefsíða Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Vefsíða Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Ferðamálasamtökin hafa opnað sölusíðu sem er sérstaklega ætluð endursöluaðilum göngukortanna sem samtökin hafa gefið út undanfarin ár. Þar geta allir sem hyggjast hafa þau til sölu í sumar gengið frá pöntun í ró og næði heima við eða á skrifstofunni. Göngukortin eru sjö og ná eins og kunnugt er yfir allan Vestfjarðakjálkann auk Dalasýslu. Hægt er að nálgast sölusíðuna af heimasíðu Ferðamálasamtakanna á. Þessi kort ættu að vera til sölu á sem flestum stöðum í fjórðungnum en þau taka yfir 300 göngu- og reiðleiðir. Hægt er að kíkja á nýju sölusíðuna með þvi að smella hér.Ferðaþjónustuaðilar mættu hvetja verslanir og aðra þjónustuaðila sem taka á móti ferðafólki á hverju svæði fyrir sig að hafa þessi vönduðu göngukort í sölu hjá sér.

Hægt er að smella á sölusíðuna hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. apríl 2010

Vortónleikar Átthagafélagsins.

Kór Átthagafélags Strandamana.
Kór Átthagafélags Strandamana.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Seljakirkju sunnudaginn 2. maí kl. 17:00.
Stjórnandi Krisztina Szklenár.

Einnig koma fram á tónleikunum Samkór Mýramanna undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttir

Miðaverð 1.800 kr,. fyrir fullorðna, frítt fyrir 14 ára og yngri.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. apríl 2010

Bifreiðaskoðun á Hólmavík 3 til 7 maí 2010.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður á Hólmavík 3 til 7 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður á Hólmavík 3 til 7 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 3 maí  til föstudagsins 7 maí.
Samkvæmt auglýsingu frá Frumherja er færanlega skoðunarstöðin nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi.
Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem fyrirhuguð er 7 til 8 september með endastafi 8,9,eða 0.
Frumherji hf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar er skoðað 10 sinnum á ári 2 daga í senn,tímapantanir eru í síma:570-9090.
Sími í færanlegu skoðunarstöð Frumherja er 854 4507.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. apríl 2010

Námskeið um próftækni og prófkvíða.

Námskeiðið verður í Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Námskeiðið verður í Þróunarsetrinu á Hólmavík.

Námskeið um próftækni og prófkvíða verður haldið á Hólmavík á mánudaginn kemur, kl 17-20. Fjallað verður um mismunandi gerðir prófa s.s. ritgerða/ krossapróf og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við hverja prófgerð. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við prófundirbúning s.s. lestraraðferðir tímaskipulagningu og sjálfsmat m.a. með vinnu við kortlagningu hvers og eins í gegnum svokallaðan námshring. Einnig verður leitast við að greina helstu orsakaþætti prófkvíða og leiðir til að ráðast gegn honum. Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi kennir á námskeiðinu sem verður haldið í Þróunarsetrinu á Hólmavík að Höfðagötu 3. Einnig verður hægt að fá einstaklingsviðtöl í náms- og starfsráðgjöf þennan dag og eru tímapantanir hjá Birni í síma 8990883.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. apríl 2010

Óvenjuleg póstferð.

Jón Halldórsson póstur.
Jón Halldórsson póstur.
1 af 2
Landpósturinn í Árneshreppi fór í talsvert lengri póstferð í dag en venjulega.

Ekkert var flogið til Gjögurs í gær sem var áætlunardagur og ekki stóð til að fljúga í dag vegna þess að Reykjavíkurflugvöllur var lokaður vegna öskuskýja í háloftum vegna gossins í Eyjafjallajökli.

En síðan var flogið seinnipartinn í dag.

Enn ákveðið var af Íslandspósti seint í gær að senda póstinn sem fer í Árneshrepp með póstbílnum sem fer með póstinn til Hólmavíkur og til Ísfjarðar síðastliðna nótt.

Enda var þetta orðin rúmlega vikugamall póstur,því engin póstur kom á sumardaginn fyrsta.

Jón Halldórsson póstur á Hólmavík kom svo á móti norðanpóstinum og mættust þeir í Bjarnarfirði.Þar var skipts á pósti og síðan þurftu nafnarnir og póstarnir Jón Halldórsson og Jón G Guðjónsson að rabba saman í smástund og tóku síðan myndir hvor af öðrum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. apríl 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 19. apríl til 26. apríl 2010.

Kaldbaksvíkurhorn.
Kaldbaksvíkurhorn.
1 af 2

S.l. vika var tíðindalítil hjá lögreglunni á Vestfjörðum,umferð í lágmarki og færð sæmileg á þjóðvegum fyrir utan hálkubletti á sumum heiðum og Ströndum.  Þá var aðeins tilkynnt um eitt umferðaróhapp í vikunni og það varð á Hólmavíkurvegi við Kaldbakshorn,þar hafnaði  jeppi, sem var að draga kerru út fyrir veg og fór eina 50 m niður fyrir veg.  Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi og minniháttar tjón á ökutæki.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tveir í nágreni Ísafjarðar og einn  við Hólmavík.  Sá sem hraðst ók, var mældur á 130 km/klst, þar sem leyfður hámarshraði er 90 km/klst.

| þriðjudagurinn 27. apríl 2010

Fjör á vorskemmtun Finnbogastaðaskóla

Sungið um vorið: Júlíana Lind, Kári, Þórey, Ásta Þorbjörg.
Sungið um vorið: Júlíana Lind, Kári, Þórey, Ásta Þorbjörg.
1 af 3

Gleðin var allsráðandi á vorskemmtun Finnbogastaðaskóla, sem haldin var í samkomuhúsinu á sunnudag. Fagmennskan og fjörið héldust í hendur á sýningu krakkanna, sem léku, sungu og spiluðu fyrir fjölmarga gesti. Vorskemmtunin að þessu sinni var afrakstur af nokkurra daga námskeiði í leiklist og tónlist, sem Birna Hjaltadóttir frá Bæ og Björn Kristjánsson stóðu fyrir.

Þau Birna og Björn kenna bæði við Norðlingaskóla í Reykjavík, og var heimsókn þeirra mikill fengur fyrir krakkana hér.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. apríl 2010

Ályktun um Dýrafjarðargöng og Vestfjarðaveg 60.

FV.Skorar á samgöngunefnd Alþingis.
FV.Skorar á samgöngunefnd Alþingis.
Fréttatilkynning;

Á fundi samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga 26. apríl 2010 tók nefndin til umfjöllunar tillögur er varða framkvæmdir við Vestfjarðaveg 60 og Dýrafjarðargöng.  Nefndin samþykkti neðangreinda ályktun sem send verður samgöngunefnd Alþingis auk fleiri aðila. Nefndin mun síðar fjalla um aðra þætti samgönguáætlunar 2010-2012 og birtir þá síðar...  

Áskorun vegna Dýrafjarðarganga og Vestfjarðavegar 60.

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009 - 2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum. 


 


Meira
| laugardagurinn 24. apríl 2010

Skákhátíð í Árneshreppi

Friðrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga.
Friðrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga.
Dagana 19. til 21. júní verður Skákhátíð í Árneshreppi 2010. Hápunktur verður Afmælismót Friðriks Ólafssonar í Djúpavík, laugardaginn 19. júní. Mótið er öllum opið og meðal keppenda verða meistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Björnsson, Ingólfur Benediktsson og Björn Torfason og Friðrik, sem í ár fagnar 75 ára afmæli. Sérstakur gestur hátíðarinnar er Ivan Sokolov, sem sigrað hefur á fjölda alþjóðlegra móta, hérlendis sem erlendis.


Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn og félagar efna til skákhátíðar í Árneshreppi. Árið 2008 sigraði Helgi Ólafsson á Minningarmóti Páls Gunnarssonar og tryggði sér sæmdarheitið Djúpavíkurmeistari í skák. Helgi varði titilinn með glæsilegum sigri á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem fram fór í Djúpavík í fyrra.


Mótið er öllum opið. Keppnisgjald er 1500 krónur en ókeypis fyrir börn, 18 ára og yngri, og fólk eldra en 60 ára. Þá er ókeypis fyrir konur, enda fer Afmælismót Friðriks fram á sjálfan kvennadaginn.


Teflt er í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík, sem reist var á fjórða áratug síðustu aldar og var þá stærsta verksmiðja á Íslandi. Andblær liðins tíma, einstök náttúrufegurð og blómlegt mannlíf í Árneshreppi skapa frábært andrúmsloft fyrir hátíð, þar sem skákunnendur úr öllum áttum koma saman.


Það er sérlega ánægjulegt að hátíðin í ár skuli tileinkuð afmæli Friðriks Ólafssonar, sem fyrstur Íslendinga varð stórmeistari í skák og var um árabil í hópi fremstu skákmanna heims.


Hátíðin hefst á föstudagskvöldið 18. júní með tvískákmóti, en það er skemmtilegt keppnisform þar sem tveir eru saman í liði. Afmælismót Friðriks Ólafssonar er haldið laugardaginn 19. júní og daginn eftir verður hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði. Þá verður efnt til hliðarviðburða af ýmsu tagi, auk þess grillað verður og efnt í mikla brennu. Þá gefst gestum að sjálfsögðu tími til að kynnast dásemdum Árneshrepps og njóta lífsins þar sem vegurinn endar.


Veitt verða peningaverðlaun á Afmælismóti Friðriks Ólafssonar en ekki er minna vert um vinninga frá fólkinu í Árneshreppi. Í fyrra gátu menn unnið bátsferð á Hornstrandir, gistingu í rómantísku smáhýsi á heimskautsbaug, gómsætt lambalæri, listilega prjónaðar húfur, trefla og vettlinga, útskorna muni úr rekaviði og fleira og fleira.


Búast má við mörgum góðum gestum, auk þess sem heimamenn á Ströndum fjölmenna að vanda. Æskilegt er að keppendur skrái sig sem fyrst og gangi frá gistingu. Nánari upplýsingar og skráning hjá Hrafni Jökulssyni í hrafnjokuls@hotmail.com og Róbert Lagerman í chesslion@hotmail.com eða 6969658.

 

Dagskrá Skákhátíðar í Árneshreppi 2010:

Föstudagur 18. júní: Tvískákmót í Djúpavík, klukkan 20.

Laugardagur 19. júní: Afmælismót Friðriks Ólafssonar í Djúpavík, klukkan 13. Verðlaunaafhending klukkan 17. Grill og brenna um kvöldið.

Sunnudagur 20. júní: Hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði, klukkan 13.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. apríl 2010

Kynningarfundur um norræna og evrópska styrki til menningarverkefna á Hólmavík.

Þróunarsetrið á Hólmavík.Mynd strandir.is
Þróunarsetrið á Hólmavík.Mynd strandir.is

Kynningarfundur um norræna og evrópska styrki til menningarverkefna verður haldinn í Þróunarsetrinu á Hólmavík þriðjudaginn 27. apríl kl. 15-17. Allir eru velkomnir.
Fyrir utan að þekking á þessum möguleikum sé mikilvæg grunnþekking fyrir alla ráðgjafa, eru það t.d.

menningarstofnanir og söfn, fræðasetur og rannsóknastofnanir, ferðaþjónar, félög og samstarfsverkefni, viðburðastjórar, sveitarstjórnir og fleiri aðilar sem geta tekið þátt í eða staðið fyrir styrkhæfum verkefnum.

Annar slíkur fundur er svo haldinn í Þróunarsetrinu á Ísafirði daginn eftir,miðvikudaginn 28. apríl kl. 14-16.
Nánar á vef Menningarráðs Vestfjarða.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
Vefumsjón