Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. apríl 2010

Umhverfisvottaðir Vestfirðir – Ráðstefna á Núpi 17. apríl.

Ráðstefnan verður undir yfirskriftinni -Umhverfisvottaðir Vestfirðir laugardaginn 17.apríl.
Ráðstefnan verður undir yfirskriftinni -Umhverfisvottaðir Vestfirðir laugardaginn 17.apríl.
1 af 2
Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir metnaðarfullri ráðstefnu undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir laugardaginn17. apríl n.k. Ráðstefnan verður haldin í tengslum við aðalfund samtakanna á Hótel Núpi í Dýrafirði og hefst kl. 11:00. Ráðstefnan er öllum opin, en meðal framsögumanna verður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

 Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa unnið að stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu undanfarna mánuði og haldið fundi um allan fjórðunginn. Mjög mikil þátttaka var á fundunum, en vel yfir 100 manns tóku þátt í umræðum um framtíð vestfirskrar ferðaþjónustu og þar með samfélagsins á Vestfjörðum. Á fundunum kom fram að umhverfismál brenna sérstaklega á Vestfirðingum og skýr krafa var uppi um að tekin yrði umræða um hvers kyns umhverfismál sem varða fjórðunginn.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. apríl 2010

Snjómokstur efir Páska í Árneshreppi.

Guðbrandur og hjólaskófla hreppsins.
Guðbrandur og hjólaskófla hreppsins.
1 af 2
Í morgun var mokað hér í Árneshreppi frá Trékyllisvík og norður til Norðurfjarðar og út á Krossnes.

Um allmikinn snjó var að ræða eftir snjókomuna eftir Norðvestan veðrið á þriðjudaginn þann 6,enda snjóalög með öðrum hætti enn undanfarið í vetur þar sem hafa verið mest Norðan eða Norðaustanáttir.

Að sögn snjómokstursmanns hreppsins var um mjög blautan snjó að ræða sem er þungur í mokstri og erfiður.

Þegar Póstur fór frá Litlu-Ávík til Norðurfjarðar að sækja póst og farþega var ekki búið að moka frá Trékyllisvík til Gjögurflugvallar,vegna mikils moksturs á leiðinni Trékyllisvík-Norðurfjörður,en það slapp vegna sæmilegrar færðar,smá þiljur og lítið meir en það.Og bíll sem sækir vörurnar fyrir Kaupfélagið komst með sæmilegu móti út á Gjögurflugvöll í tíma,og síðan var vél hreppsins komin til Gjögurs og byrjuð að moka til Djúpavíkur.

Mokað var síðast hér innansveitar á annan í páskum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. apríl 2010

Milt veður framundan.

Hitaspá á föstudag kl 12:00.Mynd Veðurstofa Íslands.
Hitaspá á föstudag kl 12:00.Mynd Veðurstofa Íslands.

Spá Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:
Sunnan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en lítilsháttar slydda um tíma kringum hádegi. Suðaustan 8-13 og fer að rigna á morgun. Hlýnandi veður og hiti 2 til 7 stig seinni partinn.
Veðurhorfur næstu daga:
Á laugardag:
Vaxandi sunnan- og suðaustanátt, víða 13-18 m/s síðdegis. Súld eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðaustantil.
Á sunnudag:
Suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður A-lands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á A-landi.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestanátt og milt veður. Súld eða rigning með köflum á vestanverðu landinu,en bjartviðri austantil.
Minnt er á veðurspá hér til vinstri á vefnum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. apríl 2010

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin.

Hólmavík-Ljósm:Mats Wibe Lund ©
Hólmavík-Ljósm:Mats Wibe Lund ©
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst þriðjudaginn 6 apríl 2010.Kjósanda sem ekki getur kosið á kjördag er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi til kjördags. Hægt verður að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.

Atkvæðagreiðsla á erlendri grundu hefst sama dag á vegum utanríkisráðuneytisins sem mun kynna fyrirkomulag þar að lútandi. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á kjördag þótt hann hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og kemur utankjörfundaratkvæðaseðill hans þá ekki til greina við kosninguna
Í Strandasýslu er hægt að kjósa á skrifstofu sýslumanns á Hólmavík.
Sjá nánar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. apríl 2010

Hafísinn færist nær í vestanáttinni.

Kort Landhelgisgæslu frá því í dag.
Kort Landhelgisgæslu frá því í dag.
1 af 2

Landhelgigæslan fór í ísflug  rétt fyrir hádegi í dag.
Næst landi er ísinn um 52 sml. NV af Barða og 48 sml. NV af Straumnesi.
Á meðfylgjandi mynd sem er hér til hægri má sjá legu hafísrandarinnar.
Einnig er ratsjámynd  hér með frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem tekin var í gærkvöld kl 22:44.
Og inná hana hefur Ingibjörg Jónsdóttir Dósent í Landfræði sett inn upplýsingar frá Landhelgisgæslu Íslands.

 

Frá Veðurstofu Íslands.
Þrjú skip tilkynntu um dreifða ísjaka þann 05-04-2010 sem voru á eftirtöldum stöðum:

67°21N og 21°40V

67°27N og 21°16,7V

67°21,7N og 21°47V

Jakarnir sáust illa eða ekki á radar.
Nánar á vef Veðurstofu Íslands.
Og á vef JHÍ.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. apríl 2010

Rafmagn tekið af.

Vinna við rafmagnsstaur í fyrra.Myndasafn.
Vinna við rafmagnsstaur í fyrra.Myndasafn.
Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík verður rafmagn tekið af norður í Árneshrepp vegna vinnu við línu á Trékyllisheiði frá kl 13:00 og fram eftir degi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. apríl 2010

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 29. mars til 5. apríl 2010.

Fjörutíu og einn ökumaður var tekin fyrir of hraðan akstur.
Fjörutíu og einn ökumaður var tekin fyrir of hraðan akstur.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum um páskana.Fjölmenni var samankomið á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem er hluti skíðavikunnar.Lögregla þurfi að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna stimpinga í og við veitingahús á Ísafirði,talsverð ölvun var á svæðinu.Á öðrum stöðum í umdæminu gekk skemmtanahald nokkuð vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.

Mikil umferð var vestur vegna hátíðanna og gekk hún nokkuð áfallalaus fyrir sig að öðru leiti en því að 41 ökumaður var tekin fyrir of hraðan akstur,19 ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðakstur í nágrenni Hólmavíkur og 20 stöðvaðir á Ísafirði og í nágrenni,þá voru tveir stöðvaðir í nágrenni Patreksfjarðar.Sá sem hraðast ók,var mældur á 126 km/klst þar sem 90 km/klst. er leyfður.Nokkuð var um að lögreglan þyrfti að aðstoða ökumenn vegna ófærðar,eldsneytisleysis og annarra orsaka.

5 ökumenn voru teknir fyrir grun um ölvun við akstur á Ísafirði.1 ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

10 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu og voru þau flest minniháttar og án slysa,að öðru leiti gekk umferð nokkuð vel fyrir sig.Klukkan 00:49 sunnudaginn 04. apríl var tilkynnt um slys á Drangajökli er tveim sleðum var ekið  fram af hengju.Annar ökumanna slasaðist,en áverkar hans reyndust minni háttar.Náðu björgunarsveitarmenn úr Dagrenningu á Hólmavík í mennina og sleðana.

Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu, var um mjög grófa líkamsárás að ræða.Árásin átti sér stað í heimahúsi á Ísafirði, aðfaranótt föstudagsins langa.Var einn aðili úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins fram á mánudag 5 apríl.Málið telst upplýst.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. apríl 2010

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2010.

Grýlukerti í Skarðsvík í Finnbogastaðalandi.
Grýlukerti í Skarðsvík í Finnbogastaðalandi.
Veðrið í Mars 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var óvenju hlýr í heild,yfirleitt voru suðlægar vindáttir fram í miðjan mánuð,síðan norðaustan eða austlægar vindáttir yfirleitt með hita yfir frostmarki,en 26 frysti og var nokkurt frost út mánuðinn.

Mánuðurinn var óvenju snjóléttur miðað við marsmánuð,nema fyrstu daga mánaðar,en síðan var jörð lítils háttar flekkótt eða auð.

Úrkoman var í minna lagi þótt fáir dagar væru úrkomulausir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. apríl 2010

Gleðilega Páska.

Mynd Sigurður Ægisson.
Mynd Sigurður Ægisson.
Vefurinn Litlihjalli óskar lesendum sínum nær og fjær Gleðilegra páska.
!Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páskanna: „Hann er sannarlega upprisinn!" Því er sunnudagurinn einnig nefndur Drottinsdagur!.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. apríl 2010

Vélsleðamenn óku fram af snjóhengju á Drangajökli.

Kort af Drangajökli.Landmælingar Íslands.
Kort af Drangajökli.Landmælingar Íslands.
Tveir vélsleðamenn óku fram af snjóhengju á Drangajökli í nótt. Björgunarsveitarmenn úr Dagrenningu á Hólmavík voru kallaðir út um klukkan eitt í nótt og sóttu þeir mennina og fluttu á heilsugæslu Hólmavíkur.

Annar þeirra var meiddur í andliti og á handlegg en áverkarnir voru þó ekki alvarlegir. Mennirnir voru á leið til baka af jöklinum en skyggni orðið slæmt vegna snjóhríðar og því sáu þeir ekki hengjuna sem þeir fóru fram af. Sleðarnir eru báðir illa farnir.
Frá þessu var sagt á www.ruv.is.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Síðasti veggurinn feldur.
Vefumsjón