Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. apríl 2010 Prenta

Bíll útaf í Kaldbaksvík.

Frá Kaldbaksvík.
Frá Kaldbaksvík.
Bæjarins Besta.
Tvær rosknar manneskjur þykja hafa sloppið með ólíkindum vel þegar bíll þeirra rann aftur á bak í flughálku í brekku við Kaldbaksvík á Ströndum um níuleytið í gærkvöldi, fór út af veginum og að minnsta kosti 30 metra ofan í fjöru. Fólkið klifraði upp á veginn, en varð að ganga talsverðan spöl áður en það komst í símasamband og gat kallað eftir aðstoð. Bíllinn, sem er pallbíll, hélst á hjólunum allan tímann, og er það talið hafa orðið fólkinu til lífs.
Þetta kemur fram á www.bb.is
Annar aðilinn sem lenti í þessu sagði í viðtali við fréttavefinn Litlahjalla að það mætti einnig koma fram að á meðan þau gengu frá slysstað,Kaldbaksvíkurkleyf og að Eyjum hefðu tveir bílar komið og ekki stoppað,annar bíllinn var á norðurleið hinn á suðurleið.Þá voru þau orðin símasambandslaus því batterí voru orðin tóm.
Það má einnig koma fram að fólkið sem varð fyrir þessari miklu lífsreynslu var á stórum jeppa með langa kerru og var að koma frá því að sækja timbur til Litlu-Ávíkur og voru á suðurleið þegar óhappið varð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón